Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 37

Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 37
PENINGAMÁL 2022 / 2 37 Samsetning verðbólgu hefur þar að auki breyst frá því í byrjun þessa árs. Þótt enn mætti rekja stóran hluta ársverðbólgu í apríl til húsnæðisliðar vísitölu neyslu- verðs jókst framlag innfluttrar vöru, bæði eldsneytis og annarrar innfluttrar vöru. Þá jókst framlag verðhækkunar innlendrar vöru og almennrar þjónustu frá því í ársbyrjun (mynd V-4). Vísbendingar um verðbólguþrýsting Hækkun húsnæðisverðs áfram megindrifkraftur verðbólgu ... Eins og rakið er í kafla II hefur húsnæðisverð hækk- að hratt frá ársbyrjun 2021 og verið megindrifkraftur aukinnar verðbólgu. Þróunin á húsnæðismarkaði er því ein birtingarmynd aukins innlends verðbólguþrýstings. Kostnaður vegna eigin húsnæðis hafði í apríl hækkað um 17,2% sl. tólf mánuði. ... en alþjóðleg verðbólga hefur aukist hratt ... Innflutt verðbólga hjaðnaði á síðasta ári en horfur hafa versnað á ný í ljósi alþjóðlegra vendinga. Áhrif alþjóðlegra framboðshnökra vegna farsóttarinnar eru enn til staðar og flutningskostnaður hár þótt hann hafi lækkað frá því í haust. Hröð útbreiðsla Ómíkron-afbrigðis veirunnar hefur víða sett strik í reikninginn þótt framleiðslutruflanir vegna þessa virðast hingað til hafa verið minni en í fyrri bylgjum farsóttarinnar þar sem stjórnvöld og fyrirtæki hafa í einhverjum mæli reynt að laga sig að aðstæðum. Framboðsvandinn hefur hins vegar magnast á ný í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu og olíu- og hrávöruverð hefur hækkað enn frekar (sjá rammagrein 2). Þá kann fjölgun smita og hertar sóttvarnir í Kína að undanförnu að hafa stuðlað að frekara bakslagi í úrlausn framleiðsluhnökra. Verðbólga í viðskiptalöndum Íslands hefur því einnig aukist verulega að undanförnu. Hún mælist nú svipuð og hér á landi í mörgum ríkjum evrusvæðis en nokkru meiri í Bandaríkjunum (mynd V-5). Þegar horft er fram hjá mikl- um hækkunum orku- og matvælaverðs mælist verðbólga í Bandaríkjunum hins vegar áþekk og hér á landi en tölu- vert minni á evrusvæðinu (sjá einnig kafla I). ... og innflutt verðbólga fer því vaxandi Innflutt verðbólga hefur því aukist undanfarna mánuði og hækkaði verð innfluttrar vöru um 4,8% milli ára í apríl samanborið við 2,9% í lok síðasta árs. Hækkanir á hrávöruverði og aukin alþjóðleg verðbólga koma einnig fram í innlendu vöruverði vegna hækkunar aðfangaverðs og hefur verð innlendrar vöru hækkað um 6,4% milli ára. Á móti vegur ríflega 5% hækkun á gengi krónunnar frá áramótum. Dreifing verðhækkana vísitölu neysluverðs1 Janúar 2019 - apríl 2022 1. Hlutfall undirliða er þriggja mánaða hreyfanlegt meðaltal. Brotalínur sýna meðaltal yfir tímabilið janúar 2008 - apríl 2022. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. VNV (h. ás) Vöruflokkar sem hækka í verði (v. ás) Vöruflokkar sem hækka umfram 2,5% á ársgrundvelli (v. ás) 12 mánaða breyting (%) Mynd V-3 2019 2020 2021 2022 0 10 20 30 40 50 60 70 80 0 1 2 3 4 5 6 7 8 Hlutfall (%) Undirliðir verðbólgu Janúar 2019 - apríl 2022 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Innfluttar vörur án áfengis, tóbaks og bensíns Bensín Húsnæði VNV Framlag til ársverðbólgu (%) Mynd V-4 2019 2020 2021 Innlendar vörur án búvöru og grænmetis Almenn þjónusta Aðrir liðir -1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 2022 Verðbólga á Íslandi og í alþjóðlegum samanburði Janúar 2019 - apríl 2022 Heimildir: Hagstofa Íslands, Refinitiv Datastream. Ísland Bandaríkin Evrusvæði 12 mánaða breyting (%) Mynd V-5 -2 0 2 4 6 8 10 20222021202020192022202120202019 Verðbólga Verðbólga án orku- og matvælaverðs 20 120 020 920 12020201 ‘22 ‘22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.