Peningamál - 04.05.2022, Page 37
PENINGAMÁL 2022 / 2 37
Samsetning verðbólgu hefur þar að auki breyst frá
því í byrjun þessa árs. Þótt enn mætti rekja stóran hluta
ársverðbólgu í apríl til húsnæðisliðar vísitölu neyslu-
verðs jókst framlag innfluttrar vöru, bæði eldsneytis og
annarrar innfluttrar vöru. Þá jókst framlag verðhækkunar
innlendrar vöru og almennrar þjónustu frá því í ársbyrjun
(mynd V-4).
Vísbendingar um verðbólguþrýsting
Hækkun húsnæðisverðs áfram megindrifkraftur
verðbólgu ...
Eins og rakið er í kafla II hefur húsnæðisverð hækk-
að hratt frá ársbyrjun 2021 og verið megindrifkraftur
aukinnar verðbólgu. Þróunin á húsnæðismarkaði er því
ein birtingarmynd aukins innlends verðbólguþrýstings.
Kostnaður vegna eigin húsnæðis hafði í apríl hækkað um
17,2% sl. tólf mánuði.
... en alþjóðleg verðbólga hefur aukist hratt ...
Innflutt verðbólga hjaðnaði á síðasta ári en horfur hafa
versnað á ný í ljósi alþjóðlegra vendinga. Áhrif alþjóðlegra
framboðshnökra vegna farsóttarinnar eru enn til staðar
og flutningskostnaður hár þótt hann hafi lækkað frá því
í haust. Hröð útbreiðsla Ómíkron-afbrigðis veirunnar
hefur víða sett strik í reikninginn þótt framleiðslutruflanir
vegna þessa virðast hingað til hafa verið minni en í fyrri
bylgjum farsóttarinnar þar sem stjórnvöld og fyrirtæki
hafa í einhverjum mæli reynt að laga sig að aðstæðum.
Framboðsvandinn hefur hins vegar magnast á ný í kjölfar
innrásarinnar í Úkraínu og olíu- og hrávöruverð hefur
hækkað enn frekar (sjá rammagrein 2). Þá kann fjölgun
smita og hertar sóttvarnir í Kína að undanförnu að hafa
stuðlað að frekara bakslagi í úrlausn framleiðsluhnökra.
Verðbólga í viðskiptalöndum Íslands hefur því einnig
aukist verulega að undanförnu. Hún mælist nú svipuð og
hér á landi í mörgum ríkjum evrusvæðis en nokkru meiri í
Bandaríkjunum (mynd V-5). Þegar horft er fram hjá mikl-
um hækkunum orku- og matvælaverðs mælist verðbólga
í Bandaríkjunum hins vegar áþekk og hér á landi en tölu-
vert minni á evrusvæðinu (sjá einnig kafla I).
... og innflutt verðbólga fer því vaxandi
Innflutt verðbólga hefur því aukist undanfarna mánuði
og hækkaði verð innfluttrar vöru um 4,8% milli ára í
apríl samanborið við 2,9% í lok síðasta árs. Hækkanir á
hrávöruverði og aukin alþjóðleg verðbólga koma einnig
fram í innlendu vöruverði vegna hækkunar aðfangaverðs
og hefur verð innlendrar vöru hækkað um 6,4% milli
ára. Á móti vegur ríflega 5% hækkun á gengi krónunnar
frá áramótum.
Dreifing verðhækkana vísitölu neysluverðs1
Janúar 2019 - apríl 2022
1. Hlutfall undirliða er þriggja mánaða hreyfanlegt meðaltal. Brotalínur sýna meðaltal
yfir tímabilið janúar 2008 - apríl 2022.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
VNV (h. ás)
Vöruflokkar sem hækka í verði (v. ás)
Vöruflokkar sem hækka umfram 2,5% á ársgrundvelli (v. ás)
12 mánaða breyting (%)
Mynd V-3
2019 2020 2021 2022
0
10
20
30
40
50
60
70
80
0
1
2
3
4
5
6
7
8
Hlutfall (%)
Undirliðir verðbólgu
Janúar 2019 - apríl 2022
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Innfluttar vörur án áfengis,
tóbaks og bensíns
Bensín
Húsnæði
VNV
Framlag til ársverðbólgu (%)
Mynd V-4
2019 2020 2021
Innlendar vörur án búvöru
og grænmetis
Almenn þjónusta
Aðrir liðir
-1
0
1
2
3
4
5
6
7
8
2022
Verðbólga á Íslandi og í alþjóðlegum samanburði
Janúar 2019 - apríl 2022
Heimildir: Hagstofa Íslands, Refinitiv Datastream.
Ísland Bandaríkin Evrusvæði
12 mánaða breyting (%)
Mynd V-5
-2
0
2
4
6
8
10
20222021202020192022202120202019
Verðbólga Verðbólga
án orku- og matvælaverðs
20 120 020 920 12020201 ‘22 ‘22