Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 22
Eftirspurn og hagvöxtur III
Innlend eftirspurn einkaaðila
Kröftugur vöxtur einkaneyslu á fjórða ársfjórðungi í
fyrra …
Neysluútgjöld heimila jukust allt síðasta ár og færðist
vöxturinn í aukana seinni hluta ársins (mynd III-1).
Heimilin héldu áfram að ganga á sparnað sem byggst
hafði upp eftir að faraldurinn skall á og sparnaðarhlut-
fallið hefur því færst nær því sem það var fyrir farsóttina.
Útgjaldasamsetning einkaneyslu hefur einnig færst nær
því sem hún var fyrir farsóttina en samsetning hennar
árið 2020 litaðist að miklu leyti af áhrifum sóttvarnar-
aðgerða stjórnvalda á útgjaldamöguleika heimila (mynd
III-2).
Einkaneysla jókst um 12,9% milli ára á fjórða fjórð-
ungi síðasta árs og hefur álíka vöxtur ekki mælst síðan
á öðrum ársfjórðungi 2005. Vöxturinn reyndist því meiri
en sá 11% vöxtur sem gert hafði verið ráð fyrir í febrúar-
spá bankans. Á árinu öllu jókst einkaneysla um 7,6%
en í febrúar hafði verið gert ráð fyrir 6,8% vexti. Þessi
mikli bati einkaneyslu endurspeglar að hluta veruleg
grunnáhrif eftir 2,9% samdrátt árið áður en einnig áhrif
lækkunar vaxta, fjölgunar starfa og vaxandi kaupmáttar
heimila ásamt aukinni bjartsýni þeirra.
… en vísbendingar eru um að vöxturinn hafi gefið
eftir á fyrsta fjórðungi þessa árs …
Smitum tók verulega að fjölga eftir því sem leið á haustið
og um miðjan nóvember sl. var aftur hert á sóttvörnum.
Í lok febrúar var öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands
og við landamæri aflétt þótt smitum hafi haldið áfram
að fjölga í byrjun árs enda greinilegt að skaðleg áhrif
farsóttarinnar fóru minnkandi. Fólk virðist hins vegar
hafa farið hægt af stað m.a. vegna víðtækra veikinda
Einkaneysla (v. ás)
Sparnaðarhlutfall (h. ás)
Meðalsparnaðarhlutfall
2015-2019 (h. ás)
Einkaneysla og sparnaður heimila1
1. ársfj. 2018 - 4. ársfj. 2021
1. Við útreikning á hlutfalli sparnaðar er miðað við áætlun Seðlabankans um
ráðstöfunartekjur. Árstíðarleiðrétt gögn.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Breyting frá fyrri ársfjórðungi (%)
Mynd III-1
-9
-6
-3
0
3
6
9
0
4
8
12
16
20
24
2021202020192018
% af ráðstöfunartekjum
Einkaneysla og framlag undirliða 2010-20211
1. „Annað“ er starfsemi samtaka og útgjöld Íslendinga erlendis umfram útgjöld
erlendra ferðamanna á Íslandi.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Varanlegar neysluvörur
Óvaranlegar neysluvörur
Þjónusta
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd III-2
-12
-8
-4
0
4
8
12
‘21‘20‘19‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10
Hálfvaranlegar neysluvörur
Annað
Einkaneysla
PENINGAMÁL 2022 / 2 22