Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 40

Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 40
PENINGAMÁL 2022 / 2 40 ára var 4,4% í lok apríl og hefur hækkað um u.þ.b. 0,7 prósentur frá því í byrjun febrúar. Fimm ára álag eftir fimm ár hafði hækkað minna eða í 3,4%, en það gefur jafnan betri mynd af verðbólguvæntingum til langs tíma og kjölfestu þeirra. Þó verður að hafa í huga að hækkun verðbólguálagsins endurspeglar líklega að hluta hækkun áhættuálags vegna aukinnar óvissu um verðbólgu. Jafnframt má líklega rekja hluta hækkunar álagsins til tæknilegra atriða á skuldabréfamarkaði eins og t.d. skorts á verðtryggðum bréfum (sjá kafla II). Þrátt fyrir það er hætta á að kjölfesta verðbólguvæntinga við markmið hafi veikst í ljósi þess að allir mælikvarðar á væntingar hafa hækkað nokkuð undanfarið. Verðbólguhorfur Verðbólguhorfur hafa versnað enn frekar ... Verðbólga á fyrsta fjórðungi ársins var meiri en gert var ráð fyrir í febrúarspánni, einkum vegna meiri hækkunar húsnæðis- og eldsneytisverðs. Nærhorfur hafa versnað umtalsvert vegna aukinnar alþjóðlegrar verðbólgu og hækkunar hrávöruverðs í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Einnig eru áframhaldandi vandkvæði vegna framboðs- hnökra í heiminum sem hafa aukist enn frekar vegna stríðsátakanna. Því til viðbótar er búist við meiri hækkun húsnæðisverðs á næstunni en áður var vænst. Spáð er 7,5% verðbólgu á öðrum ársfjórðungi og 8,1% á þriðja fjórðungi sem er 2,8 prósentum meiri verðbólga en spáð var í febrúar. Gert er ráð fyrir að verðbólga taki þá að minnka á ný þegar það hægir á hækkun húsnæðisverðs og dregur úr áhrifum aukinnar innfluttrar verðbólgu. Verðbólguhorfur lengra fram í tímann eru einnig lakari sem skýrist af meiri innfluttri verðbólgu auk þess sem hækkun langtímaverðbólguvæntinga leiðir jafn- framt til þess að lengri tíma tekur að ná verðbólgu niður en ella. Spáð er að verðbólga verði ekki komin niður fyrir 4% fyrr en í lok næsta árs og verði að meðaltali 2,9% árið 2024 en komin í grennd við markmið um mitt ár 2025. ... og óvissa aukist Eins og fjallað er um í rammagrein 1 hefur óvissa um verðbólguhorfur aukist verulega. Einkum er óvíst hvernig alþjóðleg verðbólga og hrávöruverð þróast á næstunni og hversu langvarandi áhrifin verða í ljósi stríðsátakanna í Austur-Evrópu í viðbót við hversu langan tíma tekur að vinda ofan af framleiðslutruflunum í heiminum. Í ljósi þess hversu lengi verðbólga hefur verið yfir markmiði og að verðbólguvæntingar eru teknar að hækka er auk þess vaxandi hætta á að kjölfesta verðbólguvæntinga við markmið hafi veikst. Þá mun niðurstaða komandi Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði1 Janúar 2018 - apríl 2022 1. Meðaltal mánaða. Heimild: Seðlabanki Íslands. % Mynd V-11 1 2 3 4 5 6 7 2 ára 5 ára 10 ára 5 ár eftir 5 ár Verðbólgumarkmið 2018 2019 2020 2021 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.