Peningamál - 04.05.2022, Page 40

Peningamál - 04.05.2022, Page 40
PENINGAMÁL 2022 / 2 40 ára var 4,4% í lok apríl og hefur hækkað um u.þ.b. 0,7 prósentur frá því í byrjun febrúar. Fimm ára álag eftir fimm ár hafði hækkað minna eða í 3,4%, en það gefur jafnan betri mynd af verðbólguvæntingum til langs tíma og kjölfestu þeirra. Þó verður að hafa í huga að hækkun verðbólguálagsins endurspeglar líklega að hluta hækkun áhættuálags vegna aukinnar óvissu um verðbólgu. Jafnframt má líklega rekja hluta hækkunar álagsins til tæknilegra atriða á skuldabréfamarkaði eins og t.d. skorts á verðtryggðum bréfum (sjá kafla II). Þrátt fyrir það er hætta á að kjölfesta verðbólguvæntinga við markmið hafi veikst í ljósi þess að allir mælikvarðar á væntingar hafa hækkað nokkuð undanfarið. Verðbólguhorfur Verðbólguhorfur hafa versnað enn frekar ... Verðbólga á fyrsta fjórðungi ársins var meiri en gert var ráð fyrir í febrúarspánni, einkum vegna meiri hækkunar húsnæðis- og eldsneytisverðs. Nærhorfur hafa versnað umtalsvert vegna aukinnar alþjóðlegrar verðbólgu og hækkunar hrávöruverðs í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Einnig eru áframhaldandi vandkvæði vegna framboðs- hnökra í heiminum sem hafa aukist enn frekar vegna stríðsátakanna. Því til viðbótar er búist við meiri hækkun húsnæðisverðs á næstunni en áður var vænst. Spáð er 7,5% verðbólgu á öðrum ársfjórðungi og 8,1% á þriðja fjórðungi sem er 2,8 prósentum meiri verðbólga en spáð var í febrúar. Gert er ráð fyrir að verðbólga taki þá að minnka á ný þegar það hægir á hækkun húsnæðisverðs og dregur úr áhrifum aukinnar innfluttrar verðbólgu. Verðbólguhorfur lengra fram í tímann eru einnig lakari sem skýrist af meiri innfluttri verðbólgu auk þess sem hækkun langtímaverðbólguvæntinga leiðir jafn- framt til þess að lengri tíma tekur að ná verðbólgu niður en ella. Spáð er að verðbólga verði ekki komin niður fyrir 4% fyrr en í lok næsta árs og verði að meðaltali 2,9% árið 2024 en komin í grennd við markmið um mitt ár 2025. ... og óvissa aukist Eins og fjallað er um í rammagrein 1 hefur óvissa um verðbólguhorfur aukist verulega. Einkum er óvíst hvernig alþjóðleg verðbólga og hrávöruverð þróast á næstunni og hversu langvarandi áhrifin verða í ljósi stríðsátakanna í Austur-Evrópu í viðbót við hversu langan tíma tekur að vinda ofan af framleiðslutruflunum í heiminum. Í ljósi þess hversu lengi verðbólga hefur verið yfir markmiði og að verðbólguvæntingar eru teknar að hækka er auk þess vaxandi hætta á að kjölfesta verðbólguvæntinga við markmið hafi veikst. Þá mun niðurstaða komandi Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði1 Janúar 2018 - apríl 2022 1. Meðaltal mánaða. Heimild: Seðlabanki Íslands. % Mynd V-11 1 2 3 4 5 6 7 2 ára 5 ára 10 ára 5 ár eftir 5 ár Verðbólgumarkmið 2018 2019 2020 2021 2022

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.