Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 54

Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 54
PENINGAMÁL 2022 / 2 54 14,5 ma.kr.). Fyrir vöru- og þjónustuinnflutning frá löndun- um þremur er hlutfallið 0,5% (5,5 ma.kr.). Meginuppistaða útflutnings til Rússlands hefur verið notuð skip, ýmsar iðnaðarvörur og tæki til matvælaframleiðslu en sjávarafurðir, einkum uppsjávar- og eldisfiskur, vega þyngst í útflutningi til Úkraínu og Hvíta-Rússlands. Þá vógu komur rússneskra ferðamanna þyngst í þjónustuútflutningi til þessara þriggja landa en verulega dró úr komum þeirra í kjölfar farsóttar- innar. Annar þjónustuútflutningur jókst hins vegar á móti, einkum tækniþjónusta og önnur viðskiptaþjónusta. Stöðvist öll viðskipti við löndin þrjú gæti beint útflutn- ingstap því numið um 15-20 ma.kr. Tapið gæti mögulega orðið meira þar sem um 5 ma.kr. af sjávar- og eldisafurðum hafa verið fluttir árlega frá Íslandi til Úkraínu í gegnum Litháen undanfarin ár. Auk þess höfðu innlendir söluaðilar gert ráð fyrir að hluti af auknum loðnukvóta í ár myndi fara á Úkraínumarkað. Á móti vegur þó að líklega tæk- ist að koma afurðum á aðra markaði þótt það gæti tekið lengri tíma og mögulega fengist lægra verð fyrir þær. Þá er útlit fyrir að aðrar sjávarafurðir, einkum botnfiskafurðir, hækki í verði vegna aukinnar eftirspurnar eftir íslenskum sjávarafurðum í kjölfar fyrirhugaðrar hækkunar innflutn- ingstolla og skerts aðgengis rússneskra sjávarafurða að alþjóðamörkuðum. Þá hefur Rússum verið vikið tímabundið úr Alþjóðahafrannsóknarstofnuninni (ICES). Rússar gætu brugðist við með því að loka á aðgengi annarra þjóða að rússneskri lögsögu en Ísland hefur verið með tvíhliða samning við Rússa um veiðiheimildir í Barentshafi. Þær vega þó ekki þungt í heildarafla Íslendinga. Þá má ætla að hægt sé að nálgast aðföng sem keypt hafa verið frá þessum löndum, eins og t.d. steypustyrktarjárn, timbur og krossvið, frá öðrum löndum þótt verðið gæti reynst hærra. Í einhverjum tilvikum gæti þó reynst erfitt að finna sambærilega vöru annars staðar frá og truflanir því varað lengur og verðhækkanir orðið meiri. Erfitt er að meta hver áhrif átakanna verða á innlenda ferðaþjónustu. Þó er ólíklegt að bein áhrif verði mikil í ár þar sem áætlað er að langstærstur hluti þeirra ferðamanna sem heimsækja landið komi frá Bandaríkjunum og Vestur- Evrópu. Átökin kunna þó að draga úr ferðavilja einhverra þeirra. Einnig kann aukin verðbólga, minnkandi kaupmáttur og hærra farmiðaverð sakir hækkandi olíuverðs að draga úr komum til landsins þrátt fyrir aukinn ferðavilja í kjölfar afléttingar ferðatakmarkana vegna farsóttarinnar. Ekki er heldur líklegt að truflun á flugumferð vegna lokunar lofthelgi Rússlands í kjölfar stríðsins hafi víðtæk áhrif hér á landi enda er ekki gert ráð fyrir miklum fjölda ferðamanna til landsins frá Asíu í ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.