Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 55

Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 55
PENINGAMÁL 2022 / 2 55 Að öllu samanteknu virðist ekki líklegt að stríðsátökin hafi mikil bein neikvæð áhrif á utanríkisviðskipti Íslands þótt þau geti orðið nokkur fyrir einstaka fyrirtæki og atvinnu- greinar. Óbein áhrif í formi mikillar verðhækkunar á orku- gjöfum og annarri hrávöru verða hins vegar víðtæk hér á landi eins og víða annars staðar. Kostnaður fyrirtækja eykst, innflutnings verð hækkar og framfærslukostnaður heimila þar með einnig, sem hefur neikvæð áhrif á eftirspurn eftir vöru og þjónustu. Aukin óvissa um efnahagshorfur kann jafnframt að draga enn frekar úr útgjalda- og fjárfestingarvilja inn- lendra heimila og fyrirtækja. Á móti vegur hins vegar sterk eignastaða heimila og mikill uppsafnaður sparnaður sem þau geta gengið á til að mæta hækkun verðlags. Áhrifin á framfærslukostnað heimila verða einnig minni hér á landi en á meginlandi Evrópu þar sem vatnsafl og jarðvarmi eru notuð hér á landi til húshitunar og rafmagnsframleiðslu fremur en olía og jarðgas. Verðhækkun mikilvægra útflutningsafurða eins og áls og sjávarafurða vegur einnig á móti neikvæðum áhrifum mikillar hækkunar olíu- og hrávöruverðs á viðskipta- kjör (sjá kafla I). Þá er líklegt að áhrif átakanna á innlent fjármála- kerfi verði takmörkuð enda eru fjármálaleg tengsl þess við Rússland og átakasvæðið hverfandi (sjá einnig rammagrein 1 í Fjármálastöðugleika 2022/1). Lausafjárstaða innlendra banka er auk þess góð, gjaldeyrisforði Seðlabankans rúmur og erlend staða þjóðarbúsins sterk. Innlent fjármálakerfi ætti því að vera vel í stakk búið til að takast á við mögulegar neikvæðar hliðarverkanir átakanna. Þrátt fyrir að skulda- tryggingarálag á ríkissjóð hafi lítið breyst í kjölfar ástandsins hefur vaxtaálag á erlendar skuldbindingar hans sem og innlendra viðskiptabanka hækkað. Það ætti þó ekki að hafa mikil áhrif á ríkissjóð til skamms tíma litið þar sem þörfin fyrir endurfjármögnun er ekki brýn. Áhrifin á innlend fyrirtæki og viðskiptabanka sem þurfa að endurfjármagna erlendar skuldabréfaútgáfur á komandi misserum gætu hins vegar orðið meiri. Þá kann gjaldmiðlaálag á íslensku krónuna að hækka vegna aukinnar óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum og gengi krónunnar því orðið heldur lægra en ella á næstu mánuðum. Á heildina litið valda stríðsátökin því að verðbólga hér á landi verður meiri og þrálátari en hún hefði ella verið og vöxtur einkaneyslu minni. Hagvöxtur í helstu viðskipta- löndum verður einnig minni og útflutningur héðan eykst því hægar en ella þótt betri viðskiptakjör vegi þar á móti. Hagvöxtur hér á landi verður því minni en á horfðist áður en stríðið braust út. Óvissa um efnahagshorfur er hins vegar mikil og hversu mikil áhrifin verða mun ráðast af framvindu mála á alþjóðavísu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.