Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 39

Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 39
PENINGAMÁL 2022 / 2 39 um 24,3%. Þar sem landsframleiðsla á mann jókst um liðlega 2,5% milli ára í fyrra samkvæmt áætlun Hagstofu Íslands virkjast ákvæði kjarasamninga um svokallaðan hagvaxtarauka og hækka laun því enn frekar í ár. Útlit er fyrir að ákvæðið virkjist einnig á næsta ári (sjá nánari umfjöllun í rammagrein 1). Samkvæmt grunnspá bank- ans hækkar launakostnaður á framleidda einingu um 7½% í ár sem yrði mesta hækkun á einu ári síðan árið 2011. Gert er ráð fyrir um 5% hækkun á ári að jafnaði á næstu tveimur árum. Töluverð óvissa er þó um launaþró- un þar sem kjarasamningar á almennum markaði renna út undir lok þessa árs. Verðbólguvæntingar Skammtímaverðbólguvæntingar hafa hækkað ... Verðbólguvæntingar til skemmri tíma hafa hækkað hratt undanfarið en þær litast jafnan af þróun mældrar verðbólgu. Markaðsaðilar vænta að verðbólga verði 5% að ári liðnu og 3,5% eftir tvö ár eða 0,5 prósentum meira en kom fram í janúarkönnuninni (mynd V-9). Niðurstöður úr vorkönnunum Gallup benda til þess að stjórnendur fyrirtækja eigi von á að verðbólga verði tæplega 4% eftir tvö ár og hafa væntingar þeirra hækk- að um tæplega 1 prósentu frá vetrarkönnuninni. Heimili búast að jafnaði við meiri verðbólgu en fyrirtæki og hækka verðbólguvæntingar þeirra til tveggja ára einnig um 1 prósentu og nema 5%. Á flesta þessa mælikvarða hafa skammtímaverðbólguvæntingar ekki verið hærri í um eða yfir áratug. ... og aukin hætta er á að kjölfesta verðbólguvæntinga við markmið hafi veikst Langtímaverðbólguvæntingar hafa einnig hækkað undanfarna mánuði. Markaðsaðilar vænta að verðbólga verði að meðaltali 3,5% á næstu fimm árum og 3% á næstu tíu árum og hafa þær ekki verið svo háar síðan árið 2016. Eins og mynd V-10 sýnir hafa verðbólgu- væntingar markaðsaðila hliðrast upp bæði til skamms og lengri tíma þótt hækkunin sé mun meiri til skemmri tíma en lengri.2 Staðalfrávik svara þeirra hefur einnig hækkað frá fyrri könnun sem gefur til kynna meiri óvissu um langtímaverðbólguhorfur. Væntingar stjórnenda fyrir- tækja og heimila um meðalverðbólgu til fimm ára hafa einnig hækkað og búast fyrirtæki við að hún verði 3,2% en heimili vænta 4,4% verðbólgu. Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur einnig hækkað frá því í febrúar (mynd V-11). Álagið til tíu 2. Hafa verður í huga að könnun á væntingum markaðsaðila í janúar sl. var framkvæmd áður en Hagstofa Íslands birti vísitölu neysluverðs fyrir janúarmánuð. Verðbólguvæntingar markaðsaðila á ólíkum tímapunktum Heimild: Seðlabanki Íslands. % Mynd V-10 1 2 3 4 5 6 7 8 10 ára5 áraEftir 2 árEftir 1 árEftir þrjá ársfj. Eftir tvo ársfj. Eftir einn ársfj. Maíkönnun 2021 Janúarkönnun 2022 Aprílkönnun 2022 Verðbólguvæntingar til 2 og 5 ára¹ 1. ársfj. 2018 - 2. ársfj. 2022 1. Kannanir Gallup á verðbólguvæntingum heimila og fyrirtækja og könnun Seðla- bankans á verðbólguvæntingum markaðsaðila. Miðgildi svara. Heimildir: Gallup, Seðlabanki Íslands. Fyrirtæki Markaðsaðilar Heimili Verðbólgumarkmið % Mynd V-9 1 2 3 4 5 6 Eftir 2 ár Meðaltal næstu 5 ár 2021 202020192018202020192018 2021‘22 ‘22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.