Peningamál - 04.05.2022, Side 39
PENINGAMÁL 2022 / 2 39
um 24,3%. Þar sem landsframleiðsla á mann jókst um
liðlega 2,5% milli ára í fyrra samkvæmt áætlun Hagstofu
Íslands virkjast ákvæði kjarasamninga um svokallaðan
hagvaxtarauka og hækka laun því enn frekar í ár. Útlit
er fyrir að ákvæðið virkjist einnig á næsta ári (sjá nánari
umfjöllun í rammagrein 1). Samkvæmt grunnspá bank-
ans hækkar launakostnaður á framleidda einingu um
7½% í ár sem yrði mesta hækkun á einu ári síðan árið
2011. Gert er ráð fyrir um 5% hækkun á ári að jafnaði á
næstu tveimur árum. Töluverð óvissa er þó um launaþró-
un þar sem kjarasamningar á almennum markaði renna
út undir lok þessa árs.
Verðbólguvæntingar
Skammtímaverðbólguvæntingar hafa hækkað ...
Verðbólguvæntingar til skemmri tíma hafa hækkað
hratt undanfarið en þær litast jafnan af þróun mældrar
verðbólgu. Markaðsaðilar vænta að verðbólga verði 5%
að ári liðnu og 3,5% eftir tvö ár eða 0,5 prósentum
meira en kom fram í janúarkönnuninni (mynd V-9).
Niðurstöður úr vorkönnunum Gallup benda til þess að
stjórnendur fyrirtækja eigi von á að verðbólga verði
tæplega 4% eftir tvö ár og hafa væntingar þeirra hækk-
að um tæplega 1 prósentu frá vetrarkönnuninni. Heimili
búast að jafnaði við meiri verðbólgu en fyrirtæki og
hækka verðbólguvæntingar þeirra til tveggja ára einnig
um 1 prósentu og nema 5%. Á flesta þessa mælikvarða
hafa skammtímaverðbólguvæntingar ekki verið hærri í
um eða yfir áratug.
... og aukin hætta er á að kjölfesta verðbólguvæntinga
við markmið hafi veikst
Langtímaverðbólguvæntingar hafa einnig hækkað
undanfarna mánuði. Markaðsaðilar vænta að verðbólga
verði að meðaltali 3,5% á næstu fimm árum og 3% á
næstu tíu árum og hafa þær ekki verið svo háar síðan
árið 2016. Eins og mynd V-10 sýnir hafa verðbólgu-
væntingar markaðsaðila hliðrast upp bæði til skamms og
lengri tíma þótt hækkunin sé mun meiri til skemmri tíma
en lengri.2 Staðalfrávik svara þeirra hefur einnig hækkað
frá fyrri könnun sem gefur til kynna meiri óvissu um
langtímaverðbólguhorfur. Væntingar stjórnenda fyrir-
tækja og heimila um meðalverðbólgu til fimm ára hafa
einnig hækkað og búast fyrirtæki við að hún verði 3,2%
en heimili vænta 4,4% verðbólgu.
Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur einnig
hækkað frá því í febrúar (mynd V-11). Álagið til tíu
2. Hafa verður í huga að könnun á væntingum markaðsaðila í janúar sl.
var framkvæmd áður en Hagstofa Íslands birti vísitölu neysluverðs fyrir
janúarmánuð.
Verðbólguvæntingar markaðsaðila á ólíkum
tímapunktum
Heimild: Seðlabanki Íslands.
%
Mynd V-10
1
2
3
4
5
6
7
8
10 ára5 áraEftir 2 árEftir 1 árEftir
þrjá ársfj.
Eftir
tvo ársfj.
Eftir
einn ársfj.
Maíkönnun 2021
Janúarkönnun 2022
Aprílkönnun 2022
Verðbólguvæntingar til 2 og 5 ára¹
1. ársfj. 2018 - 2. ársfj. 2022
1. Kannanir Gallup á verðbólguvæntingum heimila og fyrirtækja og könnun Seðla-
bankans á verðbólguvæntingum markaðsaðila. Miðgildi svara.
Heimildir: Gallup, Seðlabanki Íslands.
Fyrirtæki
Markaðsaðilar
Heimili
Verðbólgumarkmið
%
Mynd V-9
1
2
3
4
5
6
Eftir 2 ár Meðaltal næstu 5 ár
2021 202020192018202020192018 2021‘22 ‘22