Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 46

Peningamál - 04.05.2022, Blaðsíða 46
PENINGAMÁL 2022 / 2 46 veldur því að verðbólga hjaðnar hægar en ella að verðbólgu- markmiði Seðlabankans. Verðbólga er ¼ prósentu meiri en ella í ár og ½ prósentu meiri að meðaltali á næsta ári og árið 2024 (mynd 4e). Þessum aukna verðbólguþrýstingi þarf Seðlabankinn að bregðast við með því að herða á taumhaldi peningastefnunnar til að tryggja að verðbólga sé í samræmi við verðbólgumarkmið bankans er frá líður. Miðað við pen- ingastefnureglu líkansins eru meginvextir Seðlabankans ¼ prósentu hærri að meðaltali í ár og á næstu tveimur árum eru þeir ½ prósentu hærri (mynd 4f). Aðrir óvissuþættir Óvissa í alþjóðahagkerfinu hefur aukist verulega í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu Eins og rakið er í rammagrein 2 hafa stríðsátökin í Úkraínu haft veruleg áhrif á alþjóðlega efnahagsþróun, ekki síst vegna mikilla hækkana á verði fjölda hrávara. Í grunnspánni er reynt að taka tillit til mögulegra áhrifa átakanna á horfur á hrá- vörumörkuðum og efnahagsþróun bæði í heimsbúskapnum og hér á landi. Óvissa um áhrifin er hins vegar mikil. Erfitt er að meta hversu lengi átökin muni vara og hve langvinn áhrifin verða á alþjóðasamskipti og -viðskipti, m.a. hve lengi viðskiptabannið gagnvart Rússlandi muni vara og hverjar afleiðingarnar verða fyrir hrávörumarkaði þar sem vægi Rússlands er mikið. Víða slakað á sóttvörnum en bakslag í viðureign við farsóttina ekki útilokað Stríðsátökin brutust út undir lok febrúar sl. þegar vonir stóðu til að sæi fyrir endann á miklum sóttvarnaraðgerðum vegna COVID-19-farsóttarinnar sem haldið hafði heimsbúskapnum í gíslingu um tveggja ára skeið. Þótt smitum hafi víða haldið áfram að fjölga – og jafnvel hraðar en í fyrri bylgjum farsótt- arinnar – var greinilegt að skaðleg áhrif farsóttarinnar höfðu minnkað. Því voru stór skref tekin í afléttingu sóttvarnartak- markana í fjölda landa. Enn er þó líklega of snemmt að lýsa yfir lokum farsóttarinnar enda fjöldi fólks enn óbólusettur í fátækari hluta heimsins og fjöldi nýrra smita er enn mikill. Áfram er því hætta á nýjum afbrigðum veirunnar og mögu- legu bakslagi í viðureigninni við farsóttina sem hægt gæti á alþjóðlegum hagvexti á ný. Draga tók úr framboðshnökrum í byrjun árs en hætta á bakslagi Slökun á sóttvörnum víða um heim jók vonir um að smám saman færi að draga úr alvarlegum framleiðsluhnökrum sem hafa gert það að verkum að framboð á ýmsum hrá- og neysluvörum hefur ekki náð að halda í við mikinn vöxt vöru-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.