Peningamál - 04.05.2022, Page 46

Peningamál - 04.05.2022, Page 46
PENINGAMÁL 2022 / 2 46 veldur því að verðbólga hjaðnar hægar en ella að verðbólgu- markmiði Seðlabankans. Verðbólga er ¼ prósentu meiri en ella í ár og ½ prósentu meiri að meðaltali á næsta ári og árið 2024 (mynd 4e). Þessum aukna verðbólguþrýstingi þarf Seðlabankinn að bregðast við með því að herða á taumhaldi peningastefnunnar til að tryggja að verðbólga sé í samræmi við verðbólgumarkmið bankans er frá líður. Miðað við pen- ingastefnureglu líkansins eru meginvextir Seðlabankans ¼ prósentu hærri að meðaltali í ár og á næstu tveimur árum eru þeir ½ prósentu hærri (mynd 4f). Aðrir óvissuþættir Óvissa í alþjóðahagkerfinu hefur aukist verulega í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu Eins og rakið er í rammagrein 2 hafa stríðsátökin í Úkraínu haft veruleg áhrif á alþjóðlega efnahagsþróun, ekki síst vegna mikilla hækkana á verði fjölda hrávara. Í grunnspánni er reynt að taka tillit til mögulegra áhrifa átakanna á horfur á hrá- vörumörkuðum og efnahagsþróun bæði í heimsbúskapnum og hér á landi. Óvissa um áhrifin er hins vegar mikil. Erfitt er að meta hversu lengi átökin muni vara og hve langvinn áhrifin verða á alþjóðasamskipti og -viðskipti, m.a. hve lengi viðskiptabannið gagnvart Rússlandi muni vara og hverjar afleiðingarnar verða fyrir hrávörumarkaði þar sem vægi Rússlands er mikið. Víða slakað á sóttvörnum en bakslag í viðureign við farsóttina ekki útilokað Stríðsátökin brutust út undir lok febrúar sl. þegar vonir stóðu til að sæi fyrir endann á miklum sóttvarnaraðgerðum vegna COVID-19-farsóttarinnar sem haldið hafði heimsbúskapnum í gíslingu um tveggja ára skeið. Þótt smitum hafi víða haldið áfram að fjölga – og jafnvel hraðar en í fyrri bylgjum farsótt- arinnar – var greinilegt að skaðleg áhrif farsóttarinnar höfðu minnkað. Því voru stór skref tekin í afléttingu sóttvarnartak- markana í fjölda landa. Enn er þó líklega of snemmt að lýsa yfir lokum farsóttarinnar enda fjöldi fólks enn óbólusettur í fátækari hluta heimsins og fjöldi nýrra smita er enn mikill. Áfram er því hætta á nýjum afbrigðum veirunnar og mögu- legu bakslagi í viðureigninni við farsóttina sem hægt gæti á alþjóðlegum hagvexti á ný. Draga tók úr framboðshnökrum í byrjun árs en hætta á bakslagi Slökun á sóttvörnum víða um heim jók vonir um að smám saman færi að draga úr alvarlegum framleiðsluhnökrum sem hafa gert það að verkum að framboð á ýmsum hrá- og neysluvörum hefur ekki náð að halda í við mikinn vöxt vöru-

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.