Peningamál - 04.05.2022, Qupperneq 30
PENINGAMÁL 2022 / 2 30
III-17). Horfur eru á liðlega 5% vexti á næsta ári sem er
svipað og spáð var í febrúar. Líkt og í febrúar er áætlað
að heildarmagn útflutnings verði svipað í lok spátímans
og það var árið 2019.
Hægir á vexti innflutnings
Innflutningur vöru og þjónustu jókst um 8,9% milli
fjórðunga á fjórða ársfjórðungi í fyrra og um 20,3% milli
ára á árinu í heild (mynd III-18). Á seinni hluta ársins var
heildarinnflutningur orðinn meiri en fyrir faraldurinn. Þar
vó aukinn vöruinnflutningur þungt en hann jókst um
21% milli ára á árinu líkt og spáð var í febrúar. Aukinn
innflutningur skipa og flugvéla vó þungt en annar inn-
flutningur var einnig óvenju mikill. Vísbendingar eru um
áframhaldandi hraðan vöxt vöruinnflutnings á fyrsta
ársfjórðungi en nú er gert ráð fyrir að hraðar dragi
úr honum á seinni hluta ársins en spáð var í febrúar.
Breytinguna má m.a. rekja til þess að horfur eru á aðeins
hægari bata í ferðaþjónustu auk þess sem líkur eru á
töfum í innflutningi ákveðinna vara vegna áhrifa átak-
anna í Úkraínu. Talið er því að vöruinnflutningur aukist
um 6,4% á árinu í stað 8,2% í febrúar.
Þjónustuinnflutningur jókst um 55% milli ára á
fjórða ársfjórðungi síðasta árs, sem er töluvert meiri
vöxtur en fjórðungana á undan, og um 18,6% milli ára á
árinu í heild eða rúmum 3 prósentum meira en spáð var
í febrúar. Munurinn skýrist að miklu leyti af einskiptis-
áhrifum aukins innflutnings á fjarskipta- og upplýsinga-
þjónustu á fjórða ársfjórðungi. Vöxtinn má að mestu leyti
rekja til aukinna útgjalda Íslendinga á ferðalögum erlendis
en utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði hratt á þriðja og
fjórða fjórðungi í fyrra. Aðrir undirliðir þjónustuinnflutn-
ings jukust þó einnig töluvert. Vísbendingar eru um að
vöxtur þjónustuinnflutnings á fyrsta fjórðungi þessa árs
hafi einnig verið meiri en áætlað var í febrúar þar sem
utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði áfram hraðar enda
virðast áhrif Ómíkron-bylgju faraldursins á ferðavilja hafa
verið minni en gert var ráð fyrir. Horfur eru því á að ferð-
um Íslendinga til útlanda fjölgi enn meira á árinu en áætl-
að var og að þjónustuinnflutningur aukist því meira. Talið
er að innflutningur í heild aukist heldur hægar en spáð
var í febrúar eða um 12,4% í ár og 3,5% á næsta ári.
Horfur á viðvarandi halla á viðskiptajöfnuði út
spátímann
Halli á viðskiptajöfnuði nam 5,1% af landsframleiðslu á
fjórða ársfjórðungi í fyrra og 2,8% á árinu öllu. Er það
í fyrsta sinn síðan árið 2008 sem halli mælist á heilu ári.
Mikil breyting varð á samsetningu viðskiptajafnaðar
frá árinu á undan sem má rekja til aukins halla á vöru-
skiptajöfnuði og viðsnúnings á jöfnuði frumþáttatekna
Útflutningur og framlag undirliða 2015-20241
1. Vegna keðjutengingar getur verið að summa undirliðanna sé ekki jöfn heildar-
útflutningi. Ferðaþjónusta er samtala á „ferðalögum“ og „farþegaflutningum með
flugi“. Álútflutningur skv. skilgreiningu þjóðhagsreikninga. Grunnspá Seðlabankans
2022-2024. Brotalína sýnir spá frá PM 2022/1.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Ferðaþjónusta
Sjávarafurðir
Útflutningur alls
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd III-17
-40
-30
-20
-10
0
10
20
30
2024202320222021202020192018201720162015
Álafurðir
Annar útflutningur
2024202320222021202020192018201720162015 2024202320222021202020192018201720162015
Innflutningur vöru og þjónustu1
1. ársfj. 2010 - 4. ársfj. 2021
1. Árstíðarleiðréttar magnvísitölur.
Heimild: Hagstofa Íslands.
Innflutningur alls Þjónusta
Vísitala, 2010 = 100
Mynd III-18
40
60
80
100
120
140
160
180
200
220
202120202019201820172016201520142013201220112010
Vörur
‘21‘2‘19‘18‘17‘ 6‘15‘14‘13‘12‘11‘ 0