Peningamál - 04.05.2022, Síða 7

Peningamál - 04.05.2022, Síða 7
PENINGAMÁL 2022 / 2 7 Alþjóðleg efnahagsmál og viðskiptakjör I Alþjóðleg efnahagsmál Kröftugur efnahagsbati í fyrra þótt hægt hafi á hagvexti er nær dró áramótum Alþjóðlegur efnahagsbati tók kröftuglega við sér í fyrra eftir því sem bólusetningu við COVID-19 vatt fram og slakað var á sóttvarnaraðgerðum (mynd I-1). Hægja tók þó á hagvexti í helstu iðnríkjum er leið á árið. Skýrist það að hluta af vaxandi vandamálum tengdum framleiðslu- hnökrum vegna áhrifa farsóttarinnar á sama tíma og vörueftirspurn var kröftug. Þrálátur skortur myndaðist á mikilvægum aðföngum, vöruflutningar töfðust og vaxandi vandamál urðu við að fá fólk til starfa. Bakslag í baráttunni við farsóttina og hertar sóttvarnir hægðu einnig á vexti efnahagsumsvifa undir lok ársins. Til við- bótar komu neikvæð áhrif mikillar hækkunar orkuverðs frá sl. hausti. Hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum Íslands mældist 5,6% í fyrra eftir 5% efnahagssamdrátt á árinu 2020. Framleiðslustigið í nær öllum viðskiptalöndum Íslands var orðið hærra undir lok síðasta árs en fyrir farsóttina. Batinn í fyrra drifinn áfram af viðsnúningi í innlendri eftirspurn Stóran hluta alþjóðlegs efnahagsbata í fyrra má rekja til viðsnúnings í einkaneyslu sem hafði dregist mikið saman árið á undan vegna áhrifa farsóttarinnar (mynd I-2). Kröftugur vöxtur mældist einnig í annarri innlendri eftirspurn í helstu iðnríkjum. Þá jókst útflutningur en á móti vó mikill vöxtur innflutnings samhliða batanum í innlendri eftirspurn. Framlag utanríkisviðskipta til hag- vaxtar var því ýmist lítið eða neikvætt. Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Norðurlönd Viðskiptalönd Íslands Landsframleiðsla í kjölfar heimsfaraldurs1 3. ársfj. 2019 - 1. ársfj. 2022 1. Árstíðarleiðréttar tölur. Norðurlönd eru meðaltal Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Grunnspá Seðlabankans 1. ársfj. 2022 fyrir viðskiptalönd Íslands. Heimildir: Refinitiv Datastream, Seðlabanki Íslands. Vísitala, 4. ársfj. 2019 = 100 Mynd I-1 75 80 85 90 95 100 105 202120202019 2022 Stærð og samsetning alþjóðlegs efnahagsbata 20211 1. Framlag annarrar innlendrar eftirspurnar er samtala framlags samneyslu, fjármuna- myndunar og birgðabreytingar, auk mögulegs skekkjuliðar þar sem samtala framlags undirliða þarf ekki að vera jöfn hagvexti vegna keðjutengingar þjóðhagsreikninga. Tölur fyrir Noreg eru án vinnslu og flutnings á olíu og gasi. Heimildir: Hagstofa Íslands, Noregsbanki, OECD. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd I-2 Einkaneysla Önnur innlend eftirspurn Utanríkisviðskipti Hagvöxtur -4 -2 0 2 4 6 8 10 JAPÞÝSFINDANNORKANSVÍSPÁBNAÍTAFRABRE

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.