Peningamál - 04.05.2022, Side 52
PENINGAMÁL 2022 / 2 52
Alþjóðlegt hrávöruverð1
1. janúar 2015 - 29. apríl 2022
Mynd 4
1. Brent verð á hráolíu og álverð samkvæmt London Metal Exchange (LME).
Heimild: Refinitiv Datastream.
USD á tunnu
Verð á olíu á heimsmarkaði
0
20
40
60
80
100
120
140
‘21‘20‘19‘18‘17‘16‘15
Verð á jarðgasi í Evrópu
EUR á megavattstund
0
50
100
150
200
250
Verð á áli á heimsmarkaði
Þúsund USD á tonn
0,0
0,5
1,0
1,5
2,0
2,5
3,0
3,5
4,0
4,5
USD á skeppu
Verð á hveiti á heimsmarkaði
0
2
4
6
8
10
12
14
‘21‘20‘19‘18‘17‘16‘15 ‘21‘20‘19‘18‘17‘16‘15 ‘21‘20‘19‘18‘17‘16‘15
heimila og fyrirtækja. Þessi viðskiptakjararýrnun hefur nei-
kvæð áhrif á efnahagsumsvif en fyrir hrávöruútflytjendur
vegur verðhækkun útfluttra hrávara á móti. Viðskiptakjör
gætu því batnað hjá sumum þeirra þótt á móti vegi neikvæð
áhrif minni alþjóðlegrar eftirspurnar og aukinnar óvissu um
efnahagshorfur í heiminum.
Eins og sést á mynd 4 hækkaði verð hrávöru mikið í
kjölfar innrásarinnar þótt hækkunin hafi að hluta gengið til
baka. Þannig er olíuverð nú um 13% hærra en það var rétt
fyrir innrásina og verð á jarðgasi í Evrópu liðlega 18% hærra
en mest varð hækkun þess ríflega 150% rúmlega viku eftir
innrásina. Verð á hveiti hefur einnig hækkað mjög og hefur
hækkun þess einungis að litlu leyti gengið til baka.
Haldist verð á hveiti áfram svo hátt gætu afleiðingarnar
fyrir fátækari lönd heimsins orðið alvarlegar. Uppskerubrestur
vegna viðvarandi skorts á áburði gæti jafnframt aukið enn
frekar á vandann. Mikil hækkun á verði jarðgass mun þar
að auki hafa áhrif á fjölda heimila og fyrirtækja í Evrópu sem
reiða sig á innflutning þess frá Rússlandi. Þetta á sérstaklega
við fjölda ríkja í Austur-Evrópu en einnig ríkja eins og Ítalíu
og Þýskaland þar sem jarðgas frá Rússlandi vegur hátt í
fimmtung af heildarorkunotkun þeirra. Fyrir ESB-ríkin í heild
vegur innflutningur á jarðgasi frá Rússlandi samtals um 40%
og þaðan kemur einnig um fjórðungur af olíuinnflutningi
ríkjanna og um helmingur kolainnflutnings. Það hefði því
víðtæk áhrif ef gripið yrði til frekari viðskiptaþvingana gagn-
vart Rússum og orkuinnflutningur frá Rússlandi til Evrópu
myndi skerðast eða stöðvast algerlega. Áhrifin á Rússland
yrðu ekki minni enda fara yfir 70% af gasútflutningi Rússa til
Evrópu, um helmingur af olíuútflutningi þeirra og þriðjungur
af kolaútflutningi. Líklegt er að verð þessara orkugjafa muni
hækka enn frekar og mögulega þyrfti að grípa til takmarkana