Peningamál - 04.05.2022, Qupperneq 44
PENINGAMÁL 2022 / 2 44
Tafla 1 Hagvaxtarauki kjarasamninga
Ársbreyting VLF Launaauki á Launaauki á
á mann kauptaxta (kr.) mánaðarlaun (kr.)
1,00-1,50% 3.000 2.250
1,51-2,00% 5.500 4.125
2,01-2,50% 8.000 6.000
2,51-3,00% 10.500 7.875
Umfram 3% 13.000 9.750
Heimildir: Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði.
ákveðið viðmið eins og sýnt er í töflu 1 (sjá nánari umfjöllun
í rammagrein 4 í Peningamálum 2019/2).
Samkvæmt áætlun Hagstofunnar frá því í febrúar sl.
dróst landsframleiðsla á mann saman um 8,6% árið 2020.
Hún jókst hins vegar á ný um liðlega 2,5% í fyrra og miðað
við grunnspá bankans er útlit fyrir 2,6% vöxt í ár (mynd 3).
Það felur því í sér að hagvaxtarákvæðið virkjast í ár og á næsta
ári þrátt fyrir að landsframleiðsla á mann í fyrra hafi enn verið
ríflega 6% undir því sem hún var að meðaltali á samningsár-
inu 2019 og verði enn tæplega 4% undir því stigi í ár.
Efnahagsleg áhrif hagvaxtarauka
Til að leggja mat á áhrif hagvaxtaraukans á þjóðarbúskapinn
er notast við heildarjafnvægislíkan bankans, DYNIMO.5 Með
því er hægt að skoða heildaráhrif þessara launahækkana á
verðbólgu og heildareftirspurn, þ.m.t. eftirspurn eftir vinnu-
afli.
Miðað við áætlun Hagstofunnar um hagvöxt á mann í
fyrra og hagvaxtarákvæði samninganna í töflu 1 sést að næst
efsta þrep hagvaxtaraukans virkjast í ár og það sama gerist
á næsta ári miðað við spá bankans um hagvöxt á mann í ár.
Samkvæmt ákvæðum samninganna er launaaukinn greiddur
í maí í ár og á næsta ári og er gert ráð fyrir að ákvæðið nái
einnig til opinberra starfsmanna. Þetta samsvarar því að
ársmeðaltal almennra launa hækki um 1 prósentu til viðbótar
í ár vegna hagvaxtaraukans og um 1½ prósentu á næsta
ári (mynd 4a). Yfir spátímann nemur heildarhækkun launa
vegna hagvaxtaraukans tæplega 3 prósentum.
Hraðari hækkun launa eykur jaðarkostnað fyrirtækja
sem leiðir til hækkunar á afurðaverði þeirra nema þau gangi
á hagnaðarhlutdeild sína eða hagræði í rekstri á móti, m.a.
með því að draga úr vinnuaflseftirspurn með styttingu
vinnutíma eða fækkun starfsfólks. Eins og sést á mynd 4b
veldur hærri launakostnaður vegna hagvaxtaraukans því að
heildarvinnustundum fjölgar um 1 prósentu hægar í ár en
5. Sjá Stefán Þórarinsson (2020), „DYNIMO – Version III. A DSGE model
of the Icelandic Economy“, Seðlabanki Íslands Working Paper nr. 84.
Stutta umfjöllun um helstu eiginleika líkansins og samanburð við hitt
þjóðhagslíkan bankans, QMM, er að finna í rammagrein 2 í Peninga-
málum 2021/4.
Landsframleiðsla á mann 2018-20241
1. Keðjutengt verðmæti vergrar landsframleiðslu á meðalfjölda íbúa ársins. Meðalfjöldi
íbúa ársins er áætlaður sem meðaltal íbúafjölda í upphafi viðkomandi árs og í upphafi
þess næsta. Grunnspá Seðlabankans 2022-2024.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd 3
Breyting frá fyrra ári (v. ás)
Vísitala (h. ás)
-10
-8
-6
-4
-2
0
2
4
90
92
94
96
98
100
102
104
2024202320222021202020192018
Vísitala, 2019 = 100