Peningamál - 04.05.2022, Side 27

Peningamál - 04.05.2022, Side 27
PENINGAMÁL 2022 / 2 27 Uppsafnaður halli í nýrri fjármálaáætlun stjórnvalda minnkar verulega frá fyrri áætlun Í nýlega birtri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er að finna uppfært mat á afkomu ársins í ár og er þar búist við minni halla um sem nemur ½% af landsframleiðslu en kveðið var á um í fjárlögum ársins eða 4,6% (A-hluti samtals). Afkoma ríkissjóðs fer batnandi milli ára og gerir fjármálaáætlunin ráð fyrir að aukning skulda ríkis- sjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu stöðvist árið 2025. Veruleg breyting er á afkomuhorfum frá síðustu fjár- málaáætlun sem að mestu leyti endurspeglar breyttar efnahagshorfur. Þannig er uppsafnaður halli ríkissjóðs yfir tímabilið 2021-2026 nú talinn verða minni um sem nemur rúmum 6% af landsframleiðslu samanborið við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar frá síðasta ári (mynd III-12). Utanríkisviðskipti og viðskiptajöfnuður Áframhaldandi bati í ferðaþjónustu á fjórða árs­ fjórðungi en á móti vó samdráttur annarrar þjónustu Útflutningur vöru og þjónustu jókst um 8,6% milli fjórðunga á fjórða fjórðungi síðasta árs (mynd III-13). Á árinu í heild nam ársvöxturinn 12,3% sem er tæpum 2 prósentum undir því sem gert var ráð fyrir í febrúar. Þjónustuútflutningur jókst um 36% milli ára á fjórð- ungnum, sem er nokkru hægari vöxtur en fjórðungana á undan, og um 20,3% á árinu í heild. Hann er þó enn um fjórðungi minni en í lok árs 2019 áður en COVID- 19-faraldurinn hófst. Vöxtur þjónustuútflutnings á fjórð- ungnum skýrist einkum af bata í ferðaþjónustu líkt og gert var ráð fyrir. Það hægði þó lítillega á batanum í kjölfar fjölgunar smita og útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis veirunnar og námu heildartekjur af ferðaþjónustu um 62% af tekjum sama tímabils á árinu 2019 á föstu gengi. Meðalútgjöld á hvern ferðamann jukust töluvert í kjölfar faraldursins en dregið hefur úr þeim áhrifum eftir því sem ferðamönnum hefur fjölgað og á fjórða ársfjórðungi voru meðalútgjöld þeirra um fimmtungi hærri en þau voru að jafnaði áður en faraldurinn hófst. Önnur útflutt þjónusta hélt aftur á móti áfram að dragast saman á fjórðungnum og nam samdrátturinn 9,2% á árinu í heild sem má einkum rekja til um fjórð- ungs samdráttar í útflutningi tengdum afnotatekjum af hugverkum lyfjafyrirtækja auk tæplega þriðjungs samdráttar rannsókna- og þróunarþjónustu. Frávikið frá spá bankans í febrúar um vöxt útflutnings mátti að mestu leyti rekja til þess að búist var við minni samdrætti þessara liða. Uppsafnaður halli ríkissjóðs áranna 2021-2026 í Fjármálaáætlun Heimildir: Fjármálaáætlun 2022-2026, Fjármálaáætlun 2023-2027. Fjármálaáætlun 2023-2027 Fjármálaáætlun 2022-2026 % af VLF Mynd III-12 0 5 10 15 20 25 30 202620252024202320222021 Útflutningur vöru og þjónustu1 1. ársfj. 2010 - 4. ársfj. 2021 1. Árstíðarleiðréttar magnvísitölur. Heimild: Hagstofa Íslands. Útflutningur alls Þjónusta Vísitala, 2010 = 100 Mynd III-13 40 60 80 100 120 140 160 180 200 220 ‘21‘20‘19‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10 Vörur

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.