Peningamál - 04.05.2022, Qupperneq 13

Peningamál - 04.05.2022, Qupperneq 13
PENINGAMÁL 2022 / 2 13 Olíuverð hefur hækkað enn frekar … Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað nær sam- fleytt undanfarin tvö ár eftir mikla lækkun þegar farsóttin skall á (mynd I-14). Verðið lækkaði tímabundið í desem- ber sl. vegna áhyggna af þróun farsóttarinnar og hertum sóttvarnaraðgerðum en hækkaði á ný í janúar og hafði þá ekki verið hærra í átta ár. Skýrðist það af betri horfum um olíueftirspurn, minnkandi birgðastöðu og áhyggj- um af olíuframleiðslu OPEC-ríkja og nokkurra annarra tengdra olíuframleiðenda. Olíuverð fór áfram hækkandi um miðjan febrúar vegna vaxandi vísbendinga um að Rússar hygðust ráðast inn í Úkraínu og enn frekar þegar það raungerðist. Mikil óvissa ríkir um olíuframboð vegna árásarinnar og refsiaðgerða Vesturlanda enda Rússar annar stærsti olíuútflytjandi heims. Endurspeglast það í óvenju miklum verðsveiflum á markaði en dagsloka- verð á Brent-hráolíu fór hæst í um 130 Bandaríkjadali á tunnu snemma í mars og hafði ekki verið hærra síðan árið 2008. Þá hækkaði verð á öðrum orkugjöfum einnig skarpt, ekki síst á jarðgasi í Evrópu enda vegur innflutn- ingur frá Rússlandi þungt í orkunotkun þeirra. Hækkun olíuverðs hefur að hluta gengið til baka síðan í mars þótt það sé enn töluvert hærra en fyrir stríðsátökin. Aukin framleiðsla í Bandaríkjunum ásamt ákvörðun þarlendra stjórnvalda og allra annarra aðildar- ríkja Alþjóðaorkumálastofnunarinnar að setja fordæma- laust magn af olíuvarasjóðum sínum á markað hefur dregið úr óvissu og stuðlað að verðlækkun. Þá ríkir einnig aukin bjartsýni um að Bandaríkjastjórn dragi úr viðskipta- þvingunum á Íran sem hafa haldið aftur af olíuútflutningi þeirra undanfarin ár. Auknar áhyggjur af áhrifum hertra sóttvarnaraðgerða í Kína á olíueftirspurn hefur jafnframt leitt til verðlækkana að undanförnu. Brent-hráolíuverð mældist 106 Bandaríkjadalir á tunnu að meðaltali í apríl sem er um 24% hærra verð en í janúar sl. og 63% hærra en í apríl í fyrra. Þótt verð í framvirkum samningum bendi til þess að olíuverð lækki á spátímanum er útlit fyrir að það verði töluvert hærra á honum öllum í samanburði við febrúarspá bankans. … og hefur verð á annarri hrávöru einnig hækkað mikið Verð á annarri hrávöru en orkugjöfum hækkaði einnig mikið milli ára í fyrra og var verð margra þeirra nálægt eða við sögulegt hámark (myndir I-7 og I-13). Eftirspurn hefur aukist samhliða auknum efnahagsumsvifum á sama tíma og framboðshnökrar hafa haldið aftur af framleiðslu margra hrávara. Verðhækkun þeirra hafði stöðvast á seinni árshelmingi í fyrra og var búist við að hrávöruverð myndi hjaðna lítillega í ár. Það tók hins vegar að hækka á ný í upphafi þessa árs samhliða hækkun orkuverðs og Alþjóðlegt olíuverð Janúar 2010 - júní 2025 Heimildir: Refinitiv, Seðlabanki Íslands. Hráolíuverð (Brent) Framvirkt verð PM 2022/1 Framvirkt verð PM 2022/2 USD á tunnu Mynd I-14 0 20 40 60 80 100 120 140 ‘22‘20‘18‘16‘14‘12‘10 ‘24‘23‘21‘19‘17‘15‘13‘11

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.