Peningamál - 04.05.2022, Side 25
PENINGAMÁL 2022 / 2 25
Minni vöxtur íbúðafjárfestingar í ár en spáð var í
febrúar
Íbúðafjárfesting dróst saman um 4,4% milli ára í fyrra
sem er svipað og gert var ráð fyrir í febrúar. Vísbendingar
eru um að nokkur kraftur hafi færst í nýframkvæmdir á
undanförnum mánuðum og sýnir ný talning Samtaka
iðnaðarins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að
íbúðum á fyrri byggingarstigum hafi fjölgað nokkuð frá
sl. hausti (mynd III-8). Óvissa er þó um horfurnar vegna
stríðsátakanna sem hafa nú þegar haft í för með sér mikla
hækkun á verði nauðsynlegra aðfanga til byggingar-
iðnaðar sem framleidd eru í Austur-Evrópu. Einnig
kann skortur á mikilvægum aðföngum að valda töfum
á byggingarframkvæmdum. Við þetta bætast áhyggjur
stjórnenda af hækkandi launakostnaði í byggingariðnaði
samkvæmt vorkönnun Gallup. Horfur um íbúðafjár-
festingu á þessu ári eru nokkru lakari en í febrúarspánni
og er nú gert ráð fyrir 5,5% vexti í stað tæplega 10%
vaxtar í febrúar. Horfurnar út spátímann eru þó betri
en í febrúar. Gangi spá bankans eftir verður hlutfall
íbúðafjárfestingar af landsframleiðslu komið í 6½% í lok
spátímans sem er rúmum 2 prósentum umfram meðaltal
undanfarins aldarfjórðungs.
Horfur á meiri vexti fjármunamyndunar á spátímanum
en spáð var í febrúar
Í grunnspá bankans er gert ráð fyrir að fjármunamyndun
verði 6,9% meiri í ár en í fyrra (mynd III-9). Fjárfesting
í ár er að mestu drifin af aukinni almennri atvinnu-
vegafjárfestingu og fjárfestingu í orkufrekum iðnaði
en á móti vegur samdráttur í fjárfestingu í flugvélum
og skipum sem rekja má til grunnáhrifa vegna mikils
innflutnings skipa og flugvéla í fyrra. Horfur eru á að
fjármunamyndun vaxi hraðar á öllum spátímanum og
verður hlutfall fjárfestingar og landsframleiðslu komið í
tæplega 23% í lok hans sem er 1 prósentu hærra hlutfall
en spáð var í febrúar.
Hið opinbera
Hóflegur vöxtur eftirspurnar hins opinbera á
spátímanum
Eftirspurn hins opinbera jókst um rúm 3% á síðasta ári en
rekja mátti vöxtinn til jafns til samneyslu og fjárfestingar.
Í ár er áætlað að eftirspurnin vaxi umtalsvert hægar eða
um 1,6% þar sem talið er að fjárfesting standi svo til í
stað milli ára.
Í kjölfar farsóttarinnar jókst vægi samneyslu og fjár-
festingar hins opinbera í landsframleiðslunni töluvert. Í ár
gengur þessi aukning að hluta til baka og á næstu árum
er búist við heldur minni vexti eftirspurnar hins opinbera
Íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu1
1. Samkvæmt íbúðatalningum Samtaka iðnaðarins og HMS.
Heimildir: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins.
Að fokheldu Fokhelt og lengra komið
Fjöldi íbúða
Mynd III-8
0
1.000
2.000
3.000
4.000
5.000
6.000
H
au
st
2
02
1
V
or
2
02
1
H
au
st
2
02
0
V
or
2
02
0
H
au
st
2
01
9
V
or
2
01
9
H
au
st
2
01
8
V
or
2
01
8
H
au
st
2
01
7
V
or
2
01
7
H
au
st
2
01
6
V
or
2
01
6
H
au
st
2
01
5
V
or
2
01
5
H
au
st
2
01
4
V
or
2
01
4
H
au
st
2
01
3
V
or
2
01
3
H
au
st
2
01
2
H
au
st
2
01
1
V
or
2
02
2
V
or
2
01
1
V
or
2
01
0
Fjármunamyndun og framlag helstu undirliða
2015-20241
1. Almenn atvinnuvegafjárfesting er atvinnuvegafjárfesting án fjárfestingar í orku-
frekum iðnaði og í skipum og flugvélum. Grunnspá Seðlabankans 2022-2024. Brotalína
sýnir spá frá PM 2022/1.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Almennir atvinnuvegir
Stóriðja
Skip og flugvélar
Fjármuna-
myndun alls
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd III-9
-15
-10
-5
0
5
10
15
20
25
2024202320222021202020192018201720162015
Íbúðarhúsnæði
Hið opinbera
2024202320222021202020192018201720162015 2024202320 22021202020192018201720162015