Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lúxus Risavaxinn rafbíll frá Kína. _ Kínverskir bílaframleiðendur gera sig sífellt meira gildandi á ís- lenska markaðnum. BL kynnir í dag til sögunnar flaggskipið frá framleiðandanum Hongqi en þar er á ferðinni risavaxinn rafbíll sem minnir helst á viðhafnarútgáfur Rolls-Royce. Nú þegar hafa nokkur eintök selst af bílnum sem hlotið hefur góðar viðtökur í Noregi. »22 Rauða flaggið komið á göturnar á Íslandi „Eyðileggingin er gríðarlega mikil,“ segir Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, en hann var á dögunum á ferðalagi um þau svæði í Don- bas-héruðunum sem Úkraínuher hefur frels- að á síðustu vikum í gagnsókn sinni. Óskar segir ljóst að það muni þurfa mikla uppbygg- ingu að stríði loknu. Hann bætir við að andrúmsloftið í Kænu- garði sé frekar rólegt, þrátt fyrir eldflauga- herferð Rússa að undanförnu og líkir hann því við hvernig Bretar brugðust við af æðru- leysi þegar Þjóðverjar reyndu að sprengja þá til hlýðni í síðari heimsstyrjöld. „Þetta er hræðilegt, en þetta er bara næsta árás. Það breytir ekki því að við ætlum að fara með sig- ur af hólmi,“ segir Óskar. »16 og 23 Ljósmynd/Óskar Hallgrímsson Úkraínumenn staðráðnir í að fara með sigur af hólmi &%((%*+)%' "3#&% 2",+)3&%'*01 (8J9 "74-8D .3F5,BJ/=89 /8=11 6 59D @=K50< 50-,J9JDKJ= 6 508=J/47 E9) #.5F=8G3C8); $#"#! '($&*)% ,+,, !/#' %-+$.'(&-0& A, @-.D9J= E=8 G8K,5>J/1E91,BJ/9J "K,=8.3F5 HD5EH 1-,K8 JF009J -G098 '.G=8*)=.50-9J5; % @-JJ9 G.+00=505=,=J G3F8=8 5CDK8 =G E-J3K<.-DK GF.19 6 .90.K LH8?9 I09 :.=J/9; '.G=82 5-, @-GK8 GKJ/<9) 56J= 1C..KJ 6 1E91,BJ/=<D-8)2 5-D98 =..=8 ,BJ/98 56J=8 ,=JJ.-D=8 HD =) 6 D-DJK,L78 D=JD9 @3=805.:00K8; $! "=D=J .9GJ=8 E9) % 4F19JJ9 &=85F00-G098 $89506JK"ECEK !F,=5</F00K8 -8@KJ/8=) :8=5=D= &=85F00=<@I559J5 8=19J; # $.-81=8J98 JC08=$HJK8 .-9)= ,F0,7.9 D-DJ1.-81=503F8J9JJ9 6 %8=J; $" L A U G A R D A G U R 1 5. O K T Ó B E R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 242. tölublað . 110. árgangur . Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is/skodasalur Škoda Enyaq Coupé RS iV. Sportlegur og alrafmagnaður ÆTLAR SÉR STÓRA HLUTI MEÐ LIÐ VALSMANNA HLUSTA VERÐUR Á RÖDD FRUM- BYGGJA MARY SIMON Í VIÐTALI 10ARNAR GRÉTARSSON 41 „Ég tek bara undir það sem Bryn- dís Haraldsdóttir hefur verið að segja. Hún bendir á að það er þessi undirnefnd sem vinnur þessi mál og við skoðum öll mál mjög gaumgæfi- lega,“ segir Arndís Anna Kristínar- dóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pí- rata, sem á sæti í undirnefnd alls- herjar- og menntamálanefndar sem fer yfir umsóknir um ríkisborgara- rétt. Hún segir það hryggilegt að dómsmálaráðuneytið sjái sér hag í því að koma af stað umræðu í fjöl- miðlum um einstök mál. Slíkt setji þá einstaklinga í vonda stöðu sem fengið hafi ríkisborgararétt gegnum þingið. Nöfn þeirra séu birt op- inberlega. „Þetta er bara mjög al- varlegt,“ segir þingmaðurinn. Hún segir Alþingi hvergi þurfa að rökstyðja hvert mál fyrir ráðu- neytinu, þingið sinni þessari vinnu sjálft. „Þetta eru mjög óeðlileg af- skipti ráðuneytisins af störfum nefndarinnar og mjög augljóslega tengd ákveðnum kröfum sem ráðu- neytið og Útlendingastofnun hafa verið að setja á þingið um hvernig eigi að vinna þessi mál,“ heldur Arndís áfram og bætir því við að þingið hafi ekki viljað breyta sínu ferli í þá átt sem þessar stofnanir telji æskilegt. „Mér þykir mjög miður að verið sé að kasta rýrð á störf nefndarinn- ar og á einstaklinga, þá á ég við það fólk sem fengið hefur ríkisborgara- rétt gegnum Alþingi. Þetta eru óeðlileg afskipti sem mjög hryggi- legt er að sjá,“ segir Arndís sem að lokum er spurð út í hvernig það megi vera að fólk á boðunarlista í afplánun fái ríkisborgararétt. „Það kemur auðvitað ekki til greina að ég fari að ræða einstök mál og einstakar umsóknir í fjöl- miðlum. Við skoðum hvert einasta mál og við höfum mjög ítarleg per- sónuleg gögn um alla umsækjendur. Við óskum eftir umsögn lögregl- unnar og öllum upplýsingum um stöðu fólks á Íslandi. Þeir sem sækja um í gegnum Alþingi eru þeir sem uppfylla ekki öll skilyrði laganna. Fólk þarf að uppfylla mjög ströng skilyrði til að fara í gegnum Útlendingastofnun og gagnrýni ráðuneytisins beinist einmitt að þessum þætti,“ segir Arndís Anna, þingmaður Pírata, að lokum. Birgir Þórarinsson, formaður undirnefndarinnar, vildi ekki tjá sig um málið við Morgunblaðið. »14 Segir umræðu hryggilega - Kveður öll ríkisborgararéttarmál skoðuð vandlega - Ræðir ekki einstök mál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.