Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2022 ✝ Tryggi Ísaks- son fæddist 5. september 1938 á Hóli í Kelduhverfi og ólst þar upp til fimm ára aldurs þegar fjölskyldan flutti í heiðarbýlið Undirvegg. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Norður- lands á Húsavík 4. október 2022. Foreldrar hans voru Klara úsdóttur ljósmóður, og bjuggu þau á Undirvegg til ársins 1963 þegar þau keyptu jörðina Hól og bjuggu þar allan sinn búskap. Börn þeirra eru: 1) Sigurður Reynir, giftur Vigdísi Sigvarð- ardóttur og eiga þau einn son og tvær dætur, sjö barnabörn og eitt barnabarnabarn. 2) Esther Björk, gift Þráni Ómari Sig- tryggssyni og eiga þau tvo syni og sjö barnabörn. 3) Kristinn Rúnar, giftur Hrund Ásgeirs- dóttur og þau eiga þrjá syni og tvö barnabörn. Tryggvi verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju í dag, 15. október 2022, kl. 14. Tryggvadóttir og Ísak Sigurgeirsson. Systkini hans eru: Sigvaldi sem er látinn, Hall- grímur látinn, Sig- urgeir búsettur á Akureyri, Sig- urbjörg búsett í Reykjavík og Krist- rún búsett í Reykja- vík. Árið 1960 giftist Tryggvi Hrefnu Maríu Magn- Elsku pabbi minn, kletturinn minn, fyrirmyndin mín. Lítill lófi í stórum lófa. Þú leiddir mig, fræddir mig, verndaðir mig. Með þér sat ég á garðabandinu og við ræddum um Nibbu, Hreðku og Mögu mína og allar hinar ærnar og stúderuðum hvernig lömbin yrðu sem við fengjum. Með þér svaf ég í hrútaspilinu á sauð- burði, með þér sat ég vestur á holti þegar ég agnarsmá hellti upp á og færði þér kaffi, með þér sat ég inni í stofu að hlusta á karlakórinn, með þér vildi ég helst alltaf vera því nærvera þín var alltaf svo hlý, góð og gefandi. „Ertu komin þarna elsku stúlkan mín.“ Svona heilsaðir þú mér alla síðustu dagana þegar ég kom til þín á spít- alann, síðan þurftirðu að fá að vita hvernig allt gengi fyrir sig hjá okkur. Hvað yrðu settir á margir hrútar, hvað vantaði af fjalli og svo framvegis. Brenn- andi áhugi til hinstu stundar, og umhyggja fyrir okkur, fólk- inu þínu. En nú er komið að leiðarlok- um, í bili. Það er svo óend- anlega sárt. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku pabbi, takk fyrir allt sem þú varst mér. Þín dóttir, Esther Björk (Edda). Minn elskulegi tengdafaðir er fallinn frá. Tryggvi var einstaklega ljúf- ur við samferðamenn sína með kerskni og hnyttni í tilsvörum. Hann var frábær afi og barna- börnin hændust sérstaklega að honum því hann hafði einstakt lag á að ná sambandi við þau með söng og vísum. Það voru forréttindi fyrir syni mína að fá að alast upp við að hafa afa og ömmu í næsta húsi sem um- vöfðu þá ástúð og umhyggju alla tíð. Ég hef verið Tryggva sam- ferða í 37 ár, allt frá því að ég kom fyrst í Hól þá 16 ára göm- ul. Þau Hrefna hafa reynst mér sem foreldrar alla tíð eftir ég flutti norður og fyrir það er ég þeim ævinlega þakklát. Tryggvi var bæði styðjandi og hvetj- andi. Hann sýndi öllu því áhuga sem ég tók mér fyrir hendur, hvort sem um var að ræða nám og kennslu, félagsmál eða póli- tík – og eitt var öruggt – ég átti stuðning hans ávallt vísan. Hann var einstaklega bóngóður og ef ég þurfti að leita til hans með að semja vísur við hin og þessi tilefni, fékk ég alltaf já- kvæð viðbrögð og hann var fljótur til, þó hann segði að andinn væri ekki alveg yfir sér núna. Vísurnar fékk ég að bragði. Hugur Tryggva var alla tíð við búskapinn enda bóndi af lífi og sál. Þrátt fyrir að hafa sjálf- ur hætt búskap tiltölulega snemma var hann ávallt til staðar og hjálpaði til eins mikið og hann gat, bæði á álagstím- um og eins við dagleg bústörf. Hann var ósérhlífinn og setti sjálfan sig aldrei í fyrsta sæti þrátt fyrir að hafa verið heilsu- veill. Einhvern veginn er maður aldrei viðbúinn því að takast á við dauðann þó hann sé órjúf- anlegur hluti af lífinu. Á þess- um tímapunkti er þakklæti mér efst í huga fyrir öll árin sem við áttum saman og aldrei bar skugga á okkar samskipti. Það verður skrýtið að fara í gamla húsið í kaffi og enginn Tryggvi til að taka á móti okkur í spjall. Við hefðum gjarnan vilja fá að fylgja honum lengur um lífsins veg en nú er komið að leið- arlokum og minningin um elskulegan tengdapabba mun lifa. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hrund Ásgeirsdóttir. Með gæsku- og kímnisblik í augum og rödd sem þóttist vera alvarleg. Þegar hann kom með Hrefnu sinni í slátursöluna og rétti afgreiðsludömunni lít- inn miða þar sem hann sagði í bundnu máli eitthvað jákvætt og skemmtilegt sem mér þótti jafnvel stundum varla verð- skuldað. Ég man ekki hvenær ég sá Tryggva fyrst en ég kynntist ég þeim hjónum gegn um dótt- ur þeirra fljótlega eftir að ég flutti í héraðið og það var aldr- ei leiðinlegt, með sumu fólki er ekki hægt að láta sér leiðast. Það er honum að þakka að öll barnabörnin okkar eiga vísur með nafni sínu fléttuðu inn í. Þær eru saumaðar í handklæði og neðan við stendur T.Í. Þessi handklæði eru eigendum sínum mikils virði. Við Norðurhlíðarhjónin þökkum innilega allar ánægju- stundirnar með Hólshjónunum hvort heldur sem var á götu í kaupstaðarferð eða dansandi á einhverju þorrablótinu. Elín Kjartansdóttir. Yrki ég með eftirsjá einn er brostinn strengur. Tryggvi á Hóli fallinn frá fór þar góður drengur. Mágur minn og stórvinur, Tryggvi Ísaksson, er allur eftir stutta en snarpa sjúkrahúsvist. Ljóst var þó fyrir nokkru að hverju stefndi. Stór skörð hafa verið höggvin í fjölskylduna en annar mágur minn og vinur, Sigvaldi bróðir hans, féll frá núna í sumar. Leiðir okkar Tryggva lágu fyrst saman fyrir 50 árum er ég kom með konu minni, systur hans Kristrúnu, í Kelduhverfið. Eftir að við Kristrún eignuð- umst Undirvegg, næstu jörð við Hól, ásamt fleiri systkinum hennar, urðu samverustundir tíðari. Margs er að minnast frá þeim fundum, en Tryggvi og Hrefna voru höfðingjar heim að sækja eins og allir vita sem til þekkja. Vinaböndin urðu enn traustari þegar við Kristrún tókum sauðburðarvaktir á Hóli hjá Rúnari og Hrund á árunum 2014-2020. Tryggvi og Hrefna létu ekki sitt eftir liggja í þeim efnum þó að formlegum búskap þeirra væri hætt. Það var alltaf tilhlökkunarefni á hverjum morgni um klukkan sjö þegar þau mættu í fjárhúsin til okkar. Þar voru lausnir á öllum vanda- málum sem upp kunnu að koma. Tryggvi var bráðhagmæltur og eftir að hann komst að því að undirritaður gæti hnoðað saman vísu þá stóð hvorki á fyrripörtum né botnum sem á milli okkar fóru. Margt af því er glatað en nokkurt safn er þó til á sneplum hér og þar. Hann var líka eftirsóttur skemmti- kraftur við ýmis tilefni í sveit- inni og fór hann þar gjarnan með kveðskap og gamanmál. Hann var fróður um menn og málefni, hafði einstaka frásagn- argáfu og fór létt með að segja þannig frá að menn veltust um af hlátri. Þessum hæfileika hélt hann til hinstu stundar. Segja má að Tryggvi hafi verið menntaður maður þótt ekki væri hann langskólageng- inn. Fyrir utan margra áratuga þekkingu á búskap og búskap- arháttum gat hann verið allt í senn veðurfræðingur, leikskóla- kennari, leikari, sálfræðingur og félagsráðgjafi ef því var að skipta. Börn hændust ávallt að honum strax eftir fyrstu kynni. Ekki bara afa- og langafabörn heldur líka börn systkina hans og fjölmargra vina og ættingja okkar Kristrúnar og annarra. Hann hafði einstakt lag á að skemmta og láta smáum sem stórum líða vel og hafa gaman. Gáski hans, glettni og um- hyggja mun búa með okkur áfram. Síðasta vísan sem ég sendi honum á dánarbeðnum var svona: Heiðursmaður Hóls úr rann háir glímu snarpa. Segja vil ég víst með sann virði ég slíka garpa. Ekki gafst honum tími til að svara. Vertu sæll Tryggvi minn. Lífið verður vissulega fá- tæklegra án þín. Við Kristrún sendum Hrefnu, Sigurði, Esther, Rúnari og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Erlendur S. Baldursson. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson) Tryggvi fannst mér að mörgu leyti tengja saman gamla bændasamfélagið, bjó í torfbæ fyrstu æviárin, og nú- tímann. Ég naut þess að spyrja hann um liðna tíð, bæði var hann hafsjór af fróðleik, minnugur vel og ekki skemmdi frábær frásagnargáfan þar sem glettn- in var ávallt skammt undan. Engu síðra var að heyra hann segja sögur af samtíðarfólki úr sveitinni sem kryddaðar voru góðum húmor, leikrænum til- þrifum, stökum og tækifæris- vísum. Fyrst og síðast var minnist ég Tryggva sem einstaklega góðs manns með stórt hjarta. Hann lét mann finna hversu þakklátur hann var ef maður hafði lagt hönd á plóg og gilti þá einu hvort verkið var lítið eða stórt. Börn voru ákaflega hænd að honum, enda átti hann svo margt skemmtilegt til í kofforti sínu en ekki síst vegna þess að hann talaði við þau eins og jafningja. Þegar fólkið manns býr í fjarlægð verða kveðjustundirn- ar margar. Ég get með sanni sagt að fáir hafa kvatt mig með jafn mikilli hlýju og innileik eins og ég fann í faðmlagi Tryggva. Nú faðma ég hann í huganum, þakka góða og inni- haldsríka samfylgd í gegnum tíðina. Hrefnu sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur sem og fjölskyldunni allri. Ásgeir Nikulás Ásgeirsson. Tryggvi Ísaksson Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GYLFI JÓNSSON fv. flugstjóri, sem lést á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi þriðjudaginn 27. september, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju miðvikudaginn 19. október klukkan 13. Guðrún Lára Bergsveinsdóttir Bergsveinn Þór Gylfason Steinunn Steingrímsdóttir Elín Gylfadóttir Haraldur Karlsson Lára Fanney Gylfadóttir Ragnar Árni Ragnarsson barnabörn og barnabarnabarn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, AUÐUR ÁSDÍS SÆMUNDSDÓTTIR, Höfðagrund 7, Akranesi, lést á dvalarheimilinu Höfða mánudaginn 10. október. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 21. október klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Streymt verður frá útförinni á vef Akraneskirkju. Einar Þórarinsson Helgi Þórarinsson Guðmunda M. Svavarsdóttir Þórarinn Þórarinsson Birgitta Guðnadóttir Reynir Þórarinsson Jóna B.H. Jónsdóttir ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn Ástkæri maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, EYÞÓR BALDURSSON fyrrverandi flugstjóri, varð bráðkvaddur á heimili sínu mánudaginn 10. október. Útför fer fram í Digraneskirkju fimmtudaginn 20. október klukkan 15. Halldóra Ingimarsdóttir Baldur Eyþór Eyþórsson Ulrika Eyþorsson Benjamin Eyþór Hellström Baldursson Filippa Ulrika Hellström Salvör Eyþórsdóttir Óli Ólafsson Birna Gyða Ásmundsdóttir Þröstur Laxdal Atlason Guðrún Linda Jóhannsdóttir Helga Hauksdóttir Sigurður Davíð Stefánsson Ásta Ragnheiður Hauksdóttir systkini og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ESTHER GUÐMARSDÓTTIR, lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 11. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 20. október klukkan 15. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat Haukur Aðalsteinsson Arnar Hauksson Oddný Hrollaugsdóttir Eva Hauksdóttir Eydís Hauksdóttir Bjarni Ólafsson Magnús Haukur, Andri Már, Viktor Ingi, Róbert Þór, Eyþór Atli, Daníel Þór og Valur Snær Ástkær móðir, amma, langamma og systir, RAGNA AÐALSTEINSDÓTTIR bóndi á Laugabóli við Djúp, lést fimmtudaginn 13. október. Hún verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju föstudaginn 21. október klukkan 11. Garðar Smári Vestfjörð Sindri Vestfjörð Gunnarsson Helena Björg Vestfjörð Hjörtur Smári Vestfjörð Anna Magdalena Vestfjörð Óskar Ingi Sigmundsson Rebekka Aðalsteinsdóttir Sigríður Aðalsteinsdóttir og fjölskyldur Sálm. 17.5-6 biblian.is Skref mín eru örugg á vegum þínum, mér skrikar ekki fótur. Ég hrópa til þín því að þú svarar mér, Guð,... HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.