Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2022
Breiðbraut 670a, Ásbrú Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Töluvert endurnýjuð 3ja herbergja íbúð á annarri hæð í fjölbýli.
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali
s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali
s. 899 0555
Bjarni Fannar Bjarnason
Aðstoðamaður fasteignasala
s. 773 0397
Verð 38.000.000 Birt stærð 98,2 m2
Skannaðu mig
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Atlantshafsbandalagið (NATO) og
Rússland munu á næstunni halda
heræfingar hvar beiting kjarna-
vopna verður æfð. Á sama tíma hafa
samskipti Moskvu og NATO stirðn-
að mjög í kjölfar innrásar Rúss-
landsforseta í Úkraínu. Hefur for-
setinn m.a. sagst myndu grípa til
hvaða úrræða sem er til að verja
rússneskt landsvæði, þ. á m. kjarna-
vopna. Heræfing NATO hefst nk.
mánudag, 17. október, og stendur
yfir til 30. október.
Alls munu yfir 60 loftför af ólíkum
gerðum taka þátt í æfingu NATO
sem haldin verður í 14 aðildarríkjum
bandalagsins í norðvesturhluta Evr-
ópu. Auk orrustuþotna, eftirlits- og
eldsneytisvéla munu langdrægar
bandarískar sprengjuflugvélar af
gerðinni B-52 taka þátt. Verður
þeim flogið til Evrópu frá Minot-
herflugvellinum í Norður-Dakóta.
Slæmt að hætta við æfinguna
Talsmaður NATO segir æfinguna
munu tryggja að kjarnavopnageta
bandalagsins virki sem skyldi.
Jens Stoltenberg, framkvæmda-
stjóri NATO, var nýverið spurður á
blaðamannafundi hvort æfingin
kynni að verka sem olía á eld í sam-
skiptum bandalagsins við Moskvu.
„Það myndi senda afar röng skilaboð
ef við hættum skyndilega við reglu-
lega æfingu sem skipulögð er með
löngum fyrirvara vegna stríðsins í
Úkraínu,“ svaraði hann.
Kjarnaæfing Rússlands er einnig
regluleg, haldin árlega líkt og þessi.
AFP
Herstyrkur Bandarísk B-52-
sprengjuvél á flugi yfir Bretlandi.
NATO og Rússar
æfa kjarnavopnin
- B-52 koma frá Minot-herflugvelli
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Varnarmálaráðuneyti Úkraínu hefur
birt upplýsingar sem byggðar eru á
mati vestrænna leyniþjónusta og
eiga að sýna birgðastöðu rússneskra
stýriflauga. Samkvæmt þessu áttu
rússneskar hersveitir alls 609 stýri-
flaugar hinn 12. október sl. en fjöldi
þeirra er sagður hafa verið 1.844 í
upphafi Úkraínustríðsins í febrúar.
Rússneski herinn skaut sl. mánu-
dag 84 stýriflaugum á skotmörk
víðsvegar í Úkraínu og 68 stýriflaug-
um næstu tvo daga á eftir. Úkraínu-
mönnum tókst hins vegar að granda
mjög stórum hluta þessara flauga
með loftvarnakerfum frá Atlants-
hafsbandalaginu (NATO). Margar
hittu þó skotmörk sín, mikilvægir
orkuinnviðir og mannvirki sem helst
mega teljast borgaraleg.
Geta allar borið kjarnaodd
Þær stýriflaugar sem tilgreindar
eru í gögnum Úkraínumanna eru
þrjár talsins, þ.e. Iskander-, Kalíbr-
og Kh-flaugar.
Iskander-eldflaugakerfið skýtur
skammdrægum stýriflaugum og
beittu Rússar þessu vopni af miklum
móð í upphafi innrásar sinnar. Áttu
þeir þá, samkvæmt gögnum Úkra-
ínumanna, 900 Iskander-flaugar.
Þeir eru nú sagðir eiga einungis 124
flaugar eftir.
Kalíbr-flaugarnar eru langdræg-
ar, geta hæft skotmörk í allt að 2.000
km fjarlægð. Þeim er ýmist skotið á
loft frá flugvélum, skipum eða kaf-
bátum. Eru Rússar sagðir hafa átt
500 Kalíbr-stýriflaugar í upphafi
stríðs en eiga nú aðeins 272.
Kh-stýriflaugarnar sem finna má í
gögnum Úkraínumanna eru tvenns
konar, þ.e. Kh-101 og Kh-555. Fyrri
gerðin er eldri sovésk stýriflaug sem
hæft getur skotmörk í allt að 3.000
km fjarlægð en seinni er yngri og
getur grandað skotmörkum í 3.500
km fjarlægð. Báðum þessum stýri-
flaugum er skotið frá langdrægum
sprengjuflugvélum Rússlands og
þykja afar öflugar. Í upphafi stríðs
eru Rússar sagðir hafa átt 444 Kh-
flaugar en eiga nú 213.
Allar þessar tegundir stýriflauga
geta borið bæði hefðbundna sprengi-
hleðslu og kjarnaodd.
Þá er talið nær öruggt að Rússar
geti ekki framleitt fleiri stýriflaugar
vegna skorts á íhlutum.
Ganga hratt á stýriflaugarnar
- Gögn sem varnarmálaráðuneyti Úkraínu hefur birt varpar ljósi á stöðu snjallvopna Rússa sem nú
virðast af skornum skammti - Ólíklegt er talið að Rússar geti framleitt stýriflaugar vegna skorts
AFP
Stríðsástand Ungur Rússi, sem skráður er til náms við herskóla, stendur
við rifið skilti Moskvuvaldsins sem kallar eftir nýliðum til herþjónustu.
Tveir ungir aðgerðasinnar á veg-
um samtakanna Just Stop Oil, eða
stöðvið bara olíu, gerðu í gær til-
raun til að eyðileggja hið fræga
sólblómamálverk hollenska lista-
mannsins Vincents van Gogh.
Verkið er geymt á listasafni Bret-
lands, National Gallery, við Tra-
falgartorg í Lundúnum. Öryggis-
gler sem hylur framhlið mál-
verksins varði það gegn atlögunni,
en stúlkurnar skvettu á það tóm-
atsúpu úr dós. Eftir tómatskvett-
una tóku þær stöllur svo upp á því
að líma hendur sínar við vegginn.
Öryggisverðir vísuðu í róleg-
heitum viðstöddum út úr sýning-
arsalnum og kölluðu til lögreglu
sem svo fann parið límt við vett-
vang glæpsins. Eftir smá vinnu
tókst að losa aðgerðasinnana og
voru þeir í kjölfarið fluttir á lög-
reglustöð til yfirheyrslu. Þeirra
bíður ákæra fyrir skemmdarverk.
khj@mbl.is
Skvettu úr
súpudós
AFP