Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2022
F
ranski rithöfundurinn
Pierre Lemaitre fer
vissulega ótroðnar slóðir.
Hann hefur sent frá sér
nokkrar glæpasögur og nú lokar
hann hringnum með áður óútgef-
inni bók, þeirri fyrstu sem hann
skrifaði í þessum
flokki. Snákurinn
mikli var skrif-
aður 1985, en
þrátt fyrir að
margt hafi
breyst á tæplega
40 árum fellur
þessi krimmi vel
inn í glæpasögur
samtímans og
hefur elst vel.
Í stuttu máli fjallar sagan um
skipulögð morð. Mannauðsstjóri
leggur línurnar, liðsforingi útdeilir
verkefnum og leigumorðingi gerir
það sem fyrir hann er lagt. Slétt
og fellt en sérstök glettni er allt-
umlykjandi og samofin öllum
voðaverkunum, sem gerir það að
verkum að það sem er viðbjóðs-
legt verður sprenghlægilegt um
leið.
Ekkert er nýtt undir sólinni og
þegar leigumorðingi er nefndur til
sögunnar vita allir lesendur
glæpasagna við hvað er átt.
Glæpamaðurinn er ekki venjuleg-
ur kaldrifjaður leigumorðingi.
Hann lætur engan eiga neitt inni
hjá sér, gengur hreint til verks,
hlífir engum og lýkur verkefninu.
Mathilde ber söguna uppi. Hún
vandar samferðafólkinu ekki
kveðjurnar, jafnvel dóttirin er
ruglhæna, og ekki er gott að verða
á vegi hennar eða gera eitthvað á
hlut hennar. En þessi smávaxna,
feita kona, sem var gullfalleg fyrir
áratugum og er ekkert nema
elskulegheitin út á við, á enn sína
æskudrauma, dreymir um ástir og
ævintýr og vill búa í sól og róleg-
heitum, á það skilið að loknu öllu
stritinu.
Aðrar helstu persónur eru líka
kostulegar hver á sinn hátt. Þær
eiga það sameiginlegt að vera í
raun engum háðar, búa einar og
haga sér að vild. René Vassiliev er
til dæmis engum líkur og Henri
Latournelle hefur þann eiginleika,
ef eiginleika skyldi kalla, að vera
skipulagður en hafa ekkert á rétt-
um stað. „Algjör auli og drullu-
sokkur.“
Sumir segja að vín batni með
aldrinum, Mathilde lætur ekki
deigan síga þótt komin sé á sjö-
tugsaldur og Pierre Lemaitre skil-
ur við glæpasöguformið eins og
búast má við af rithöfundi hoknum
af reynslu.
Horfst í augu
við dauðann
Höfundurinn „Pierre Lemaitre skil-
ur við glæpasöguformið eins og bú-
ast má við af rithöfundi hoknum af
reynslu,“ segir gagnrýnandinn.
Glæpasaga
Snákurinn mikli bbbbn
Eftir Pierre Lemaitre.
Friðrik Rafnsson þýddi.
JPV útgáfa 2022. Kilja, 283 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
„Þegar tíminn stöðvaðist“ er heiti
sýningar á verkum Erlu S. Haralds-
dóttur myndlistarmanns sem verð-
ur opnuð í dag, laugardag, klukkan
16, í Portfolio galleríi á Hverfisgötu
71. Þar sýnir Erla fjölmargar nýjar
myndraðir, til að mynda ný verk
sem hún hefur unnið að í Jóhann-
esarborg í Suður-Afríku og eru nú
sýnd í fyrsta sinn á Íslandi.
Í texta sem fylgir sýningu Erlu úr
hlaði segir að á sýningunni séu
einnig sýnd eldri verk sem ekki
hafa verið sýnd áður en veita engu
að síður innsýn og undirstöðu til að
skilja grunninn að þeim nýju. Erla
er sögð veita sýningargestum sýn
„inn í myndheim drauma sinna, inn
í ákveðna þætti þeirra, og sýnir
okkur merkingarfræðilega stöðu
þeirra sem lifaðrar upplifunar á
ægifegurð hinnar hrjóstrugu ís-
lensku náttúru“. Verk Erlu hafa
verið sýnd víða, meðal annars í
Dómkirkjunni í Lundi í Svíþjóð og
Listasafni Reykjanesbæjar.
Verk Erlu S. Haraldsdóttur sýnd í Portfolio
„Magenta spöng“ Hluti eins verka
Erlu á sýningunni, gvassmynd á pappír.
Á tónleikum 15:15-tónleikarað-
arinnar í dag, laugardag, koma
fram Katrin Heymann þverflautu-
leikari, Vigdís Másdóttir, fiðlu- og
víóluleikari, Össur Ingi Jónsson,
óbó- og ástaróbóleikari, Tobias Hel-
mer, hljóðgervils- og píanóleikari,
og Victoria Tarevskaiu sellóleikari.
Yfirskrift tónleikanna er „Flautan,
víólan og ástaróbóið“. Frumflutt
verða tvö ný verk, „Time“ fyrir
flautu, fiðlu, ástaróbó og hljóð-
gervil eftir Tobias Helmer og
„Eftirmáli“ fyrir flautu, víólu og
ástaróbóeftir Gunnar Haraldsson.
Einnig verða á efnisskránni„Ter-
zetto fyrir flautu, óbó og víólu“ eft-
ir Gustav Holst og „Konsert fyrir
flautu, víólu, ástaróbó og basso
continuo“ eftir Georg Philipp
Telemann. Tónleikarnir verða í
Breiðholtskirkju í Mjódd kl. 15:15.
Flauta, víóla og ástaróbó klukkan 15:15
Flytjendurnir Ástaróbó kemur við sögu
í verkum sem hljóma í Breiðholtskirkju.
Haugar kallar myndlistarmaðurinn
Sigurður Atli Sigurðsson sýninguna
sem hann opnar í Gallery Porti á
Laugavegi 32 í dag, laugardag,
klukkan 16. Sigurður Atli hefur á
undanförnum árum vakið athygli
fyrir kröftugar sýningar, meðal ann-
ars Stigveldi í Ásmundarsal og sem
annar helmingur grafíktvíeykisins
Prent & vinir.
Um verkin á þessari sýningu sinni
segir Sigurður Atli: „Árið 2014
dvaldi ég á námusvæði Zollverein í
þýska bænum Essen. Þar var stund-
aður námugröftur í yfir hundrað ár
þar til allri starfsemi var hætt á ní-
unda áratugnum. Síðan þá hefur
svæðið verið sett á heimsminjaskrá.
Á þessum slóðum eru aflíðandi hólar
og hæðir, manngert landslag. Á
einni hæðinni stendur skúlptúr eftir
Richard Serra, gríðarstór stálplata
sem trónir á toppi fimmtíu metra
hárrar hrúgu af úrgangi úr námu-
greftri. Skúlptúrinn tekur á sig
trúarlega mynd eins og legsteinn á
toppi greftrunarhaugs stóriðjunnar.
Þegar ég stóð á malarplaninu sem
umkringir verkið gat ég ekki hugsað
um annað en negatífa rýmið undir
jörðinni, sem haugurinn holaði út.
Lögun manneskjunnar er teygð í
form landslags sem minnir á fjöll,
haug eða hrúgu. Einhver atburður
skapaði þetta form, truflun á jafn-
sléttunni, hvort sem það kom til frá
náttúrunnar hendi eða af manna-
völdum. Haugarnir bera vitneskju
um atburðinn, eru minnisvarðar
þess sem gerst hefur.“ Og út frá
þessari upplifun hafa verkin nú orðið
til.
Sigurður Atli lauk námi frá mynd-
listardeild Listaháskóla Íslands árið
2011. Hann hlaut styrk frá franska
sendiráðinu á Íslandi til meistara-
náms í myndlist í Marseille þar sem
hann lauk MFA-prófi árið 2013. Sig-
urður Atli rekur Y gallery og Prent
& vini auk Reykjavík Art Book Fair.
Hann starfar sem forstöðumaður
verkstæða við Listaháskóla Íslands.
Verk hans hafa verið á sýningum
víða, meðal annnars á hátíðinni A-
Dash í Aþenu og á sýningu á ís-
lenskri samtímagrafík í Inter-
national Print Center New York.
Sýningin í Gallery Porti stendur
yfir til 27. október.
Sigurður Atli sýnir Hauga
- Listamaðurinn
opnar sýningu í
Gallery Porti í dag
Morgunblaðið/Einar Falur
Listamaðurinn Sigurður Atli
Sigurðsson sýnir ný myndverk.
Bergljót Arn-
alds, rithöfundur
og tónsmiður,
sem notar lista-
mannsnafnið
Becka, heldur
tvenna tónleika á
næstu dögum, í
tilefni af afmæli
sínu. Fyrri tón-
leikarnir verða í
Húsi Máls &
menningar á sunnudagskvöld kl. 20
– þá flytur hún eigin tónlist – og á
þeim seinni í Petersensvítunni á
sama tíma næsta fimmtudag munu
hljóma ýmsar dægurlagaperlur.
Bergljót Arnalds –
eða Becka.
Tvennir afmælistón-
leikar Bergljótar
Eyjar er yfir-
skrift fyrstu
einkasýningar
Hönnu Þóru en
hún verður opn-
uð í Listhúsi
Ófeigs á Skóla-
vörðustíg 5 í
dag, laugardag,
kl. 14. Í mál-
verkum Hönnu
Þóru er við-
fangsefnið íslensk náttúra í bland
við abstrakt en verkin eru öll unn-
in með olíu og köldu vaxi á kross-
viðarplötur. Á sýningunni er boðið
upp á örstutt ferðalag hringinn í
kringum Ísland.
Eitt myndverka
Hönnu Þóru.
Fyrsta einkasýning
Hönnu Þóru
Kammerhóp-
urinn Camer-
arctica heldur
upp á 30 ára
starfsafmæli með
tónleikum á Sí-
gildum sunnu-
dögum í Norður-
ljósasal Hörpu á
morgun, sunnu-
dag, kl. 16 undir
yfirskriftinni „Brahms og tveir pól-
ar“. Flutt verða tónverk eftir Þor-
kel Sigurbjörnsson, Ian Munro,
Brahms og líka frumflutt nýtt verk
eftir John Speight.
John Speight
Afmælistónleikar
Camerarctica
Listahátíðin List án landamæra hefst
í dag og stendur til 30. október. Dag-
ur B. Eggertsson, borgarstjóri
Reykjavíkur, setur hátíðina í Gerðu-
bergi í dag kl. 13. Á sama tíma í sýn-
ingarrými á fyrstu hæð er opnuð
samsýning sem nefnist Margir heim-
ar, allskonar líf. „Í gegnum listina er
hægt að draga fram það sem er fal-
legt í hversdagsleikanum en líka
hægt að gagnrýna og benda á það
sem er ekki svo frábært við sam-
félagið í dag,“ segir í tilkynningu.
Samkvæmt upplýsingum frá
skipuleggjendum hátíðarinnar verð-
ur dagskráin í ár bæði fjölbreytt og
vegleg að vanda og fer hún fram víðs-
vegar um höfuðborgarsvæðið. Lista-
manneskja hátíðarinnar í ár er Elfa
Björk Jónsdóttir, en hún opnar
einkasýningu í Hafnarborg í dag kl.
15. „Elfa vinnur teikningar, málverk
og textílverk. Verkin eru afar litrík
og hún notar að miklu leyti grunnlit-
ina, stór og skýr form og leyfir lita-
dýrðinni að hafa gleðjandi og uppörv-
andi áhrif á áhorfendur. Myndheimur
hennar byggist á abstrakt grunni og
skapast oft skemmtilegt samspil
formrænu og fígúratífs þegar hún
sækir sér fígúratífar fyrirmyndir ým-
ist úr umhverfinu, náttúrulífsbókum
eða úr listasögunni,“ eins og segir í
kynningu á sýningunni.
För eftir ferð / Traces from a trip
nefnist sýning sem opnuð verður á
GERÐARSAFNI á fimmtudag kl.
16. Um er að ræða samsýningu tékk-
nesks og íslensks listafólks. „Fjöldi
annarra viðburða og sýninga mun
prýða hátíðina í ár en henni lýkur svo
á listaverkamarkaði og fjörugri dag-
skrá í Ráðhúsi Reykjavíkur helgina
29.-30. október. List án landamæra
er hátíð sem hefur list fatlaðs lista-
fólks í fyrrirúmi og vinnur ötullega að
því að brjóta niður múra og afmá
landamæri milli fatlaðra og ófatlaðra
einstaklinga og mætti sérstaklega
nefna tækifæri til menntunar og at-
vinnu. Það er löngu orðið ljóst að
hugarfarsbreytingar er þörf í sam-
félaginu til að brjóta niður þessa
múra fordóma og þröngsýni. Mann-
kynið er fjölbreytt og verður æ fjöl-
breyttara og litríkara er fram líða
stundir og því mikilvægara en
nokkru sinni fyrr að hvorki múrar né
landamæri skilji okkur í sundur.
Tækifæri á að vera allra.“
Allar nánari upplýsingar um hátíð-
ina má sjá vefnum á listin.is.
List án landamæra hefst í dag
- Listamanneskjan í ár er Elfa Björk
Jónsdóttir sem sýnir í Hafnarborg
Listasmiðja Starfsfólk og listafólk Barvolam, tékkneskrar vinnustofu fyrir
taugsegið myndlistarfólk, sýnir För eftir ferð í Gerðarsafni. Laugardaginn
22. október milli kl. 13-15 býður listafólkið upp á listasmiðjur þar sem gest-
um er boðið að taka upp pensilinn og taka þátt í samvinnumálverki.
Dómkórinn
ásamt kammer-
sveit undir stjórn
Kára Þormar
dómorganista
flytur h-moll
messu J.S. Bachs
á tónleikum í
Hallgrímskirkju
í dag, laugardag,
kl. 17. Einsöngv-
arar eru Hallveig Rúnarsdóttir
sópran, Hildigunnur Einarsdóttir
mezzosópran, Þorbjörn Rúnarsson
tenór og Jón Svavar Jósefsson bass-
barítón.
H-moll messan var síðasta kór-
verk Bachs og það eina þar sem all-
ur latneskur texti messunnar er
sunginn. H-moll messan er talin til
áhrifamestu verka klassískrar tón-
listar.
Dómkórinn syngur við messur í
Dómkirkjunni og hefur Kári Þor-
mar stjórnað honum frá árinu 2010.
Flytja h-moll
messu Bachs
Kári Þormar