Morgunblaðið - 15.10.2022, Side 31

Morgunblaðið - 15.10.2022, Side 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2022 Umræðan um Schengen hefur of oft verið á tilfinninga- nótum, þar sem jafnvel lögreglumenn og starfsmenn tollsins hafa mætt á spjallsíður og haldið skrýtnum hlutum fram. Förum aðeins yfir, í rólegheit- um, hverjir eru kostir og þá gallar Schengen. Byrjum á því hvað er Schengen? Schengen er í raun afar lítið annað en gagna- grunnur. Inn í hann eru skráðar upp- lýsingar um alla afbrotamenn sem vitað er um og lögregluþjónar/toll- gæslumenn fá aðgang að sameigin- legum gagnagrunni þar sem allar þjóðir halda gagnagrunn um öll af- brot allra sem skráð hafa verið. Óupplýst brot eru að sjálfsögðu ekki skráð og eflaust hægt að kalla slíkt ókost. Markmið Schengen eru tví- þætt; að afnema persónulegt eftirlit á landamærum til þess að ferðafrelsið innan Schengen-ríkjanna virki og auka samvinnu allra löggæslusveita innan Schengen svo upplýst sé um ferðir hættulegra einstaklinga. Sem sagt að auka frelsi þeirra borgara sem löggæsluyfirvöld telja hættu- lausa til þess að ferðast innan Schengen-svæðisins. Í SOCTA- vinnuhópnum vinnum við með öðrum löndum í að rekja og fylgjast með: 1. Glæpastarfsemi mótorhjólahópa í Evrópu. 2. Glæpastarfsemi hópa frá Aust- ur-Evrópu (sérstaklega Eystrasalts- löndunum). 3. Peningaþvætti og fjármuna- brotum tengdum því. 4. Framleiðslu og dreifingu eitur- lyfja. Þarna er íslenska lögreglan í virku samstarfi með Interpol. Því væri til að dreifa þótt við værum ekki í Schengen en í staðinn hefðum við að- gang að miklum mun minni gagna- grunni. En einnig erum við í sam- starfi við Eurojust sem er með áherslu á skipulagða fjölþjóðlega brotastarfsemi. Þá höfum við vegna þessa aðgang að evrópsku handtöku- skipuninni, ef við þurfum að hafa hendur í hári glæpamanna utan Ís- lands. „Schengen gerir það að verkum að enginn þarf vegabréf.“ Þessu er stundum haldið fram. Svo er alls ekki. Hvaða flugfélag sem er getur krafist vegabréfs. Ekkert land hleypir fólki inn án gildra persónuskilríkja. Ísland hefur ákveðna sérstöðu þar sem ein- ungis vegabréf eru talin gild persónu- skilríki hér á landi. En án skilríkja getur enginn komið. Ferðamönnum er bara ekki gert skylt að sýna landa- mæraverði það við komu, en sé þess krafist einhverra hluta vegna þá er engum heimilt að ferðast án skilríkja. Ekkert annað kerfi er til í heiminum sem er öflugra til að berjast gegn skipulögðum glæpum en þetta kerfi. Europol er hluti af þessu kerfi og er virk samvinna milli þeirra og kollega þeirra í Ameríku. Allir farþegar allra flugvéla sem koma til Íslands eru bornir saman við gagnagrunn í svo- kölluðu G-kerfi sem er svo borinn saman við sérstakan gagnagrunn lög- reglu. Þannig að alla sem koma til landsins og eru taldir hættulegir er strax vitað um, og það áður en flugvél lendir. Lögreglusamvinnan: Þar hafa allir aðgang að nokkrum kerfum, SIS- kerfið er þar stærst. Þar er haldið upplýsingum um 32 milljónir ein- staklinga/skráningar, þá sem hafa komist upp á kant við lög. SIRENE-skrifstofa er í hverju að- ildarlandi, hluti af alþjóðadeild ríkis- lögregluskóla. Lögreglan hefur að- gang að menntun innan Cepol sem er alþjóðlegur lögregluskóli. Svo er ís- lenska lögreglan aðili að Prum, sem er samstarf um samvinnu lögreglu gegn hryðjuverkum og glæpastarf- semi yfir landamæri. Þar höfum við aðgang að fingrafara- og erfðaefnaskrám sem og ökutækjaskrám. Kostir: Menntun er alltaf til góðs, við getum auðvitað lært af reynslu annarra þjóða. Gallar: Þótt menntun sé til boða er ekki endilega öruggt að allir hafi vilja eða getu til að meðtaka hana. Sumir sem starfa innan þessa kerfis virðast ekkert hafa lesið sér til um það og vekur það spurningar um hæfi þeirra og getu til að sinna starfi sínu. „Við opnum landamæri okkar upp á gátt.“ Þetta hefur einnig heyrst. Svo er einnig ekki. Schengen setur engu landi slíkar takmarkanir. Gott dæmi um heimildir til lokunar er þeg- ar Danmörk lokaði landamærum sín- um að Svíþjóð. Slík lokun þarf hins vegar rökstuðning. Sá rökstuðningur gæti verið til dæmis að glæpum hafi fjölgað, ef við teljum (með rökstuðn- ingi) að öryggi borgara hafi minnkað. Þá getum við tekið upp nákvæmlega allt það eftirlit sem við sjálf viljum. En slíkt kostar gríðarfé. Við tökum nú á móti nokkrum milljónum ferða- manna. Við myndum þurfa að hafa mjög mikinn viðbúnað en stóra spurningin er: hvað ætlum við að skoða? Hver einasti maður sem kom til Íslands er búinn að fara í gegnum gagnagrunninn þannig að ef um brotamann/konu er að ræða þá var það vitað áður en flugvélin lenti. Við höfum engan annan gagnagrunn til að leita í en þennan Schengen-gagna- grunn þannig að stóra spurningin er: að hverju á að leita í mjög svo hertu landamæraeftirliti? Kosturinn við Schengen er þarna að við vitum alltaf ef glæpamenn eru á leið til landsins. Gallinn við að hætta Schengen yrði gríðarkostnaður og mjög miklar tafir. En til að finna svo hvað? Leita að hverju? Ef við höfum ekki aðgang að stærsta gagnagrunni um glæpamenn sem til er í veröldinni, hvernig á toll- vörður/lögregla að vita hver af kom- andi ferðamönnum er hættulegur? Schengen hefur bókstaflega ekkert með það að gera hverjir fá starfsleyfi/ atvinnuleyfi á Íslandi. Þar má benda á að lönd innan ESB hafa mjög ólíkar reglur. Þýskaland til dæmis vísar hverjum þeim úr landi sem er ekki kominn með vinnu og byrjaður að greiða skatta þremur mánuðum eftir komu til Þýskalands. Þess utan þá væri samstarf okkar við hinar Norðurlandaþjóðirnar í uppnámi værum við ekki í Schengen. Schengen er því alþjóðasamvinna að- ildarríkja gegn glæpum og sér í lagi gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Þeir sem eru á móti þessu sam- starfi skulda okkur hinum því nokkr- ar útskýringar: 1. Það er auðvelt að vera á móti, erf- iðara að vera með. Hvað á að koma í staðinn? Hvernig yrði slíkt eftirlit framkvæmt, byggt á hverju, hver væri kostnaðurinn og eftir hverju væri far- ið? Ef fólk telur að „tilfinning“ toll- varða eigi að ráða þá er slíkt oftast kallað „racial profiling“ og væri Ísland komið í hóp landa eins og N-Kóreu og Rússlands ef slíkt yrði tekið upp. 2. Að hvaða leyti hefur Schengen brugðist okkur? Hvaða glæpir hafa verið framkvæmdir á Íslandi sem fjarvera okkar frá Schengen hefði komið í veg fyrir? Það hlýtur að vera krafa á þá sem telja þetta ómögulegt að koma með aðra sýn. Hvað á að koma í staðinn? Hvað árangri hafa aðrar þjóðir sem standa utan Schengen (Bretland til dæmis) náð sem er okkur til eftir- breytni? Aðild að Schengen – kostir og gallar Þórður Áskell Magnússon Þórður Áskell Magnússon » Schengen er í raun afar lítið annað en gagnagrunnur. Höfundur er atvinnurekandi og áhugamaður um upplýsta umræðu. Sökum heimspestar- innar hafa alþjóðleg samtök hafísþjónustu og –rannsókna (Internat- ional Ice Charting Working Group (IICWG)) ekki getað hó- að til árlegs fundar eða málþings sl. tvö ár nema á netinu. Þótti það betra en ekki neitt en þó ekki talið fullnægjandi til lengdar. Menn urðu því harla fegnir að geta nú hist í eigin per- sónu. Fundur ársins fór fram í Buenos Aires í Argentínu í lok september og sóttu hann um 50 sérfræðingar frá þátttökulöndunum. En að þessu sinni var ákveðið að halda líka uppteknum hætti og halda fundinn á netinu sam- tímis. Tóku þannig um 60 manns víðs vegar í heiminum þátt í málþinginu á netinu. Þetta notfærði ég mér og skráði mig eins og síðastliðin ár á fund- inn til að forvitnast um þróun mála á þessu gamla sviði mínu á Veðurstofu Íslands. Þetta var jafnframt gott tæki- færi til að halda við heilafrumunum! Að loknum fimm daga fundinum var gefin út fréttatilkynning og skal hér greint frá fáeinum atriðum. Könnun á hafís á stórum mælikvarða fer mikið fram með hjálp gervihnatta og eru um borð í þeim margvíslegir skynjarar. Á fundinum var fjallað um árangur rann- sókna á notkun tækja með mismun- andi bylgjulengdir og samanburður á þeim við fjarkönnun á hafís. Hafísþjón- usta Argentínu og Síle hefur með höndum könnun á hafís í Suðurhöfum við Suðurheimskautsland og kynntu gestgjafarnir starfsemina á þeim slóð- um. Þá voru ræddar nýjar aðferðir við mat á hættu af hafís, bæði í Norður- og Suðurhöfum, og kortagerð þar að lút- andi. Skilgreiningar á mörkum mestu útbreiðslu syðra svipað og verið hefur í norðri voru ræddar með tilliti til fjar- könnunar úr gervihnöttum. Þá var t.d. umræða um miðstöðvar fyrir kennslu og þjálfun sjófarenda á ísilögðum svæðum. Athyglisverðir viðburðir Þótt útbreiðsla hafíss fari minnkandi er hún mjög breytileg frá ári til árs. Hámarks- útbreiðsla sl. ár hér norður frá varð 25. febr- úar 2022, en minnsta út- breiðsla líklega 18. sept- ember. Hún var þá um 4,7 milljón ferkílómetrar eða um það bil 10. minnsta frá byrjun fjar- könnunar fyrir 44 árum. Borgarís í Norður- Atlantshafi var í minna lagi þriðja árið í röð. Í Eystrasalti var ísavet- urinn mildur en nokkuð langdreginn. Í Suðurhöfum við Suðurheimskautsland var slegið met þar sem útbreiðslan (í febrúar 2022) varð í fyrsta sinn minni en tvær milljónir ferkílómetra. Þar syðra fóru líka á kreik víðfeðmustu borgarísjakar sem um getur. Annar þeirra hélst furðulengi en hinn splundraðist í þúsund mola árið 2020. Á málþinginu var sagt frá alþjóð- legum leiðangri sem var í heimsfrétt- unum fyrir nokkru þar sem greint var frá fundi rannsóknaskips á hafsbotni við Suðurheimskautsland. Hafði skipið kramist í hafísnum og sokkið árið 1915. Skip þetta hét Endurance og var skip Ernests Shackletons, hins fræga breska landkönnuðar. Furðuvel hafði skipið varðveist þessa liðlegu öld á hafsbotni. Skipaferðir að loknu Covid- tímabili – nýir ísbrjótar Afturkippur varð á siglingum um hafísslóðir meðan á heimsfaraldrinum stóð en vel horfði á ný. Bjartsýni stóð stutt því að hætt er við að innrás Pút- íns í Úkraínu dragi því miður úr við- reisn í þessum efnum. Að lokum skal frá því sagt að ís- brjótafloti heimsins fer stækkandi. Ástralía hleypti nýjum slíkum af stokk- unum nýlega og hefur nú þegar upp- götvað neðansjávargjá í Suðurhöfum og fært vistir til ástralskra rannsókna- stöðva til Suðurheimskautsins. Síle eignast ísbrjót eftir tvö ár. Þá hafa Bretar eignast nýtt, vel ísstyrkt, rann- sóknaskip sem þeir nefna eftir sínum manni sem allir kannast við, David Attenborough. Kanada fær senn þrjú öflug skip fyrir ísaslóðir og Banda- ríkjamenn hafa tekið kipp og munu taka í gagnið fyrsta stóra ísbrjótinn af þremur snemma árs 2025. Kínverski ísbrjóturinn Xue Long randar nú á milli heimskautanna og reynist vel. Því miður neyddust rússneskir vinir okkar í hinu alþjóðlega hafíssamfélagi til að vera fjarri góðu gamni að þessu sinni en Rússland er sannarlega stór- veldi á þessu sviði sökum reynslu í Norður-Íshafi, þekkingar sinnar og rannsókna. Ánægjulegt samstarf allra þjóða á norðurslóðum hefur því miður splundrast eins og ísjaki. Vonandi ræt- ist úr. Um IICWG Fundurinn í Argentínu var sá 23. frá stofnun árið 1999. Formleg þátt- tökulönd eru 13 talsins, Argentína, Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Grænland, Ísland, Kanada, Noregur, Pólland, Rússland, Síle, Svíþjóð og Þýskaland. Frá löndunum koma fulltrúar hafísþjónustu í löndunum, landhelgisgæslu, háskólum og rann- sóknastofnunum. Þátttaka á fundunum er öllum opin og hafa þar t.d. verið vís- indamenn á eigin vegum, fulltrúar Kína og Japans o.s.frv. Fundirnir hafa verið haldnir tvisvar á Íslandi í boði Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands. Þess má geta að for- seti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, brást vel við beiðni skipuleggjenda um að ávarpa ráðstefnurnar. Næsti fundur verður haldinn í Cambridge á Eng- landi. Kjörið væri að Ísland tæki með öflugum hætti þátt í rannsóknum á hafís og veðurfari á norðurslóðum, Grænlandssundi, Norður-Íshafi og siglingaleiðum um Norður-Íshaf. Þetta er nágrenni okkar. Sjá nánar: https://nsidc.org/noaa/iicwg. Alþjóðlegur hafísfundur í Arg- entínu – 23. ársþing IICWG Þór Jakobsson »Hinn 23. alþjóðlegi ársfundur samtaka hafísþjónustu og -rann- sókna fór nýlega fram í Argentínu, bæði með mannfundum þar og vefrænt um heiminn. Þór Jakobsson Höfundur er veðurfræðingur. thor.jakobsson@gmail.com Bjartaland í Flóahreppi Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000 er með til sölu jörðina Bjartaland í Flóahreppi örstutt frá Selfossi. Afar glæsilegur húsakostur og landstærð 46,4 hektara eignarland. Íbúðarhús á einni hæð 158,2 m2 byggt 2010, skiptist í anddyri, stofa, eldhús, gott baðherbergi, þrjú svefnherbergi, sjónvarpshol, þvottahús og geymslu. Glæsileg 700 m2 reiðskemma byggð 2011 og einnig 279 m2 bygging sem er skráð sem hesthús, þar er innréttuð u.þ.b 53 m2 gestaíbúð og um 63 m2 tækjageymsla, u.þ.b. 57 fermetra hlaða og hesthús 63 fermetra fyrir 10 hesta. Eignin er öll hin glæsilegasta enda allt nýlegt og gefur húsakostur möguleika á margs konar nýtingu ef það hentar. Sjón er sögu ríkari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.