Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2022
SKVÍSAÐU ÞIG UPP
FYRIR SUMARIÐ
STÆRÐIR 1428
Comfy Peysukjóll
9.990 kr
Stærðir 42-60
Zip Ullarpeysa
10.990 kr
Stærðir 42-60
Wool Hneppt peysa
7.990 kr
Stærðir 42-60
Fransa Curve peysa
12.990 kr
Stærðir 42-56
Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is
PEYSUTÍMINN
ER KOMINN
Frábært úrval af fatnaði í stærðum 42-60
Þú getur skoðað úrvalið og
pantað í netverslun www.curvy.is
Afgreiðslutímar í verslun Curvy
í Hreyfilshúsinu við Grensásveg
Alla virka daga frá kl. 11-18
og Laugardaga frá kl. 11-16
ÚR BÆJARLÍFINU
Sigurður Ægisson
Siglufirði
Í Grunnskóla Fjallabyggðar eru
þennan veturinn 218 nemendur, og
er skiptingin þannig, að 114 eru á
Siglufirði og 104 í Ólafsfirði. Í
Menntaskólanum á Tröllaskaga
voru í upphafi haustannar um 480
nemendur. Um 90% eru fjarnemar
víða á landinu, langflestir þó af höf-
uðborgarsvæðinu.
- - -
Skógræktarfélag Siglu-
fjarðar var stofnað árið 1940. Það
hefur alla tíð haft umsjón með skóg-
ræktinni í Skarðdal, sem nú hýsir
nyrsta skóg á Íslandi. Í honum er
m.a. að finna sveppategundina
grænblínu (Stropharia aeruginosa),
sem hvergi annars staðar hefur
fundist á landinu. Sveitarfélagið hef-
ur undanfarin ár stutt við starfsem-
ina með árlegum framlögum, ásamt
því að útvega starfsmann í 2-3 mán-
uði yfir sumartímann. Í sumar var
starfsmaðurinn Páll Helgi Baldvins-
son. Einnig var þar fjöldi sjálfboða-
liða sem undanfarin ár hefur komið
að ýmsum verkefnum í skóginum,
og þar ber helst að nefna Bjarna
Þorgeirsson, Sigurjón Erlendsson
og Guðrúnu Kjartansdóttur, en þau
áttu hugmynd að útsýnispalli fyrir
fatlaða og byggðu hann norðan við
bílastæðið þar inn frá. Norræna fé-
lagið á Siglufirði gaf skógræktar-
félaginu 100 þúsund krónur og voru
þær notaðar í efniskaup við útsýn-
ispallinn. Einnig var gerður rampur
við snyrtingu til að bæta aðgengi
fyrir fatlaða. Fyrir milligöngu Ró-
berts Guðfinnssonar og fram-
kvæmdastjóra Veraldarvina fékk
skógræktarfélagið vinnuframlag
ungs fólks, sem kom víðs vegar að
úr heiminum, og naut góðs af starfi
þess. Borin var möl í stíga, end-
urgerð þrep, hreinsað, sagað og náð
út ómældu magni af greinum og
ónýtum trjám eftir mikið óveður í
desember 2019, gras var slegið og
reynt að hafa allt sem snyrtilegast.
Ómæld vinna var lögð fram af
stjórn félagsins, aðallega þeim Rut
Viðarsdóttur og Kristrúnu Hall-
dórsdóttur. Gróðursettar voru á
annað þúsund plöntur – blágreni,
lerki, birki, sitkagreni o.fl. Auk þess
var borinn áburður á áður gróð-
ursettar plöntur sunnan Leynings.
Þessi demantur Siglufjarðar hefur
sjaldan eða aldrei verið fallegri en
nú í sumar og bera skrif í gestabók
merki um það.
- - -
Árið 2022 er orðið það
stærsta í sögu Síldarminjasafnsins
hvað gestafjölda varðar, að sögn
Anitu Elefsen safnstjóra. Þeir eru
nú orðnir um 28.000 og enn nokkuð
til áramóta. Bókanir skipulagðra
hópa hafa aldrei verið fleiri og rútu-
hópar eru bókaðir daglega, ýmist
einn eða fleiri á dag, til loka þessa
mánaðar. Erlendir gestir eru í mikl-
um meirihluta, eða 78%. Síldarsalt-
anir á planinu við Róaldsbrakka
voru 62 talsins og hafa aldrei verið
fleiri. Við safnið starfa þrír heils-
ársstarfsmenn, en yfir háönn sum-
arsins voru starfsmenn þrettán.
Þegar um hægist í gestakomum
taka við fagleg störf – skráning
safnkosts, rannsóknir og vinna við
nýjar sýningar, áframhaldandi upp-
bygging Salthússins, vinna við nýj-
an ljósmyndagagnagrunn, sem telur
um 200.000 ljósmyndir, og sömuleið-
is nýjan vef og þannig mætti áfram
telja.
- - -
Undanfarna daga hefur staðið
yfir bátasmíðanámskeið í Slippnum
og komust færri að en vildu. Þátt-
takendur eru tíu og koma víða að,
en alls sótti 21 um pláss og því ljóst
að áhuginn er mikill. Síldarminja-
safnið hefur skipulagt og boðið upp
á slík námskeið árlega í sex ár, eða
frá árinu 2016. Hafliði Aðalsteinsson
bátasmiður sinnir kennslunni. Unn-
ið er að viðgerð tveggja súðbyrtra
báta, annar er tveggja brúttólesta,
afturbyggður, en hinn færeyskur
árabátur. Skipta þarf um umför í
byrðingi, bönd, þóftur, hnífla og
borðstokka og eru viðfangsefnin
þannig fjölbreytt og krefjandi. Þess
má geta að nýlega var handverkið
við smíði súðbyrðinga samþykkt á
heimsminjaskrá UNESCO yfir
óáþreifanlegan menningararf.
- - -
Björgunarskipið Sigurvin var
smíðað árið 1969 og er því komið til
ára sinna. Það kom til Siglufjarðar
árið 2006 og hefur nýst vel, en að
meðaltali sinnir það um 35 útköllum
og aðstoðarbeiðnum á ári. Haf-
svæðið sem Sigurvin sinnir er mjög
stórt, nær vestur frá Skagatá og
austur fyrir Húsavík og nefna má að
skipið er skráð sem fyrsta viðbragð
ef alvarlegir atburðir eiga sér stað í
Grímsey. Nýr Sigurvin er væntan-
legur til heimahafnar í byrjun næsta
árs. Um er að ræða nýsmíði sem er
hönnuð sérstaklega sem björgunar-
skip í skipasmíðastöð í Finnlandi og
er þetta hluti af endurnýjun alls
björgunarskipaflota Landsbjargar.
Fyrsta skipið kom til Vestmanna-
eyja fyrir skemmstu, en alls verða
skipin þrettán. Heildarkostnaður
hvers skips er um 300 milljónir
króna og þurfa heimamenn að
standa undir fjórðungi þeirrar upp-
hæðar, sem er dágóð summa fyrir
litla sveit. Með nýja skipinu eykst
allt öryggi á svæðinu til muna og
viðbragðstími styttist. Meðalgang-
hraði gamla skipsins er um 12 hnút-
ar en nýja skipið gengur á um 35
hnútum. Þannig tekur það um eina
og hálfa klukkustund að ná til Sauð-
árkróks, en sú sigling tekur í dag
um þrjár og hálfa klukkustund. Þá
er öll aðstaða mun betri í nýja skip-
inu, bæði fyrir björgunarsveitarfólk
sem og þau sem sinna þarf, en skip-
ið getur tekið allt að 40 farþega í
neyð.
- - -
Nýbyggingar eru í pípunum á
tveimur stöðum á Siglufirði, annars
vegar á gamla malarvellinum, vest-
an Túngötu, en þar hefur Verk-
stjórn ehf. sótt um fjölbýlishúsalóðir
nr. 1, 2, 3, 4, 5 og 6, og hins vegar í
suðurbænum, norðan við Langeyr-
artjörn, en þar hefur Berg ehf. sótt
um leyfi fyrir byggingu parhúsa,
nánar tiltekið við Eyrarflöt 11-13 og
22-28.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Skarðdalur Byggður hefur verið útsýnispallur fyrir fatlaða við bílastæðið á skógræktarsvæðinu í Skarðdal í Siglufirði og aðgengið að svæðinu bætt.
Gestir í Síldarminjasafninu aldrei fleiri
Ytri hluti aðalhafnargarðsins á
Akranesi verður lengdur um 120
metra og verður eftir lenginguna
220 metrar. Samkvæmt upplýsing-
um frá Akranesbæ mun stækkunin
bæta aðstöðu fyrir fiskiskip og
stærri skip og farþegaskip í milli-
stærð geta lagst að bryggju í Akra-
neshöfn þegar framkvæmdum lýkur.
Áætlað er að verkið verði boðið út
í lok árs 2022 og að framkvæmdir
hefjist á fyrri hluta árs 2023. Útboð á
stálkaupum fyrir framkvæmdina fór
fram fyrr á þessu ári og var stálið af-
hent á Akranesi nú í september.
Framkvæmdatími verksins er áætl-
aður 1,5-2 ár og verður bakkinn því
tilbúinn til fullrar notkunar árið
2024.
Í tilkunningunni er haft eftir Sig-
urði Jökli Ólafssyni, markaðsstjóra
Faxaflóahafna, að stækkun bryggj-
unnar hafi þegar verið kynnt útgerð-
um farþegaskipa og var fram-
kvæmdinni mjög vel tekið. Hún
muni þýða að farþegaskip í milli-
stærð geti lagst að bryggju í Akra-
neshöfn. Nú þegar hafi verið bókað-
ar skipakomur á Akranes fyrir
sumarið 2023 og áætlað er að þær
verði enn fleiri sumarið 2024 þegar
bryggjan verður tilbúin.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Akraneshöfn Aðalhafnargarðurinn verður lengdur um 120 metra.
Hafnargarðurinn á
Akranesi lengdur
- Framkvæmdum á að ljúka 2024