Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 15
Auðlindin okkar Taktu þátt í umræðunni Samræðufundir á landsbyggðinni verða haldnir sem hluti af verkefninu Auðlindin okkar. Fundirnir eru opnir, öll þau sem hafa áhuga og láta sig málefni auðlindarinnar og sjávarútvegsins varða eru hvött til að mæta. Fundunum er ætlað að vera vettvangur umræðu og skoðanaskipta. Leitað er eftir að kynnast viðhorfum, skoðunum og þekkingu fundargesta fremur en að setið sé fyrir svörum. Meginmarkmið verkefnisins Auðlindin okkar er að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum ásamt því að meta þjóðhagslegan ávinning af fiskveiðistjórnunarkerfinu. Áhersla er lögð á að verkefnið sé opið, þverfaglegt og gagnsætt. Fundunum verður streymt á audlindinokkar.is og visir.is Ísafirði, Edinborgarhúsinu 25. október | 17:00–19:00 fundarstjóri: Gylfi Ólafsson formaður bæjarráðs Ísafjarðar Eskifirði, Valhöll 1. nóvember | 17:00–19:00 fundarstjóri: Stefán Þór Eysteinsson formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar Vestmannaeyjum, Akóges-salnum 8. nóvember | 17:00–19:00 fundarstjóri: Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum Akureyri, Hofi 15. nóvember | 17:00–19:00 fundarstjóri: Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri audlindinokkar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.