Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2022
Björn Bjarnason fjallar um frétt
sem birtist á forsíðu Morgun-
blaðsins í gær þar sem fram kom að
margir þeirra sem
Alþingi hefur veitt
ríkisborgararétt
uppfylltu ekki al-
menn skilyrði, gátu
ekki gert grein fyrir
hverjir þeir væru og
voru jafnvel á boð-
unarlista Fangelsismálastofnunar,
svo nokkuð sé nefnt.
- - -
Björn segir að í fréttinni hafi
vinnubrögðum alþingis verið
lýst „án þess þó að segja söguna
alla um frekjuna sem píratar hafa
beitt á alþingi til að þröngva af-
greiðslu umsókna um ríkisborgar-
arétt í þann farveg sem þeim er
þóknanlegur“.
- - -
Björn segir einnig að engin
greinargerð fylgi „frá alþing-
ismönnum við afgreiðslu á rétt-
inum til að verða íslenskur ríkis-
borgari. Verðfelling réttarins á
þennan hátt snertir þó alla íslenska
ríkisborgara og hvern þann sem
ber íslenskt vegabréf. Fulltrúar
annarra ríkja auk útsendara
glæpasamtakanna sem skipuleggja
smygl á fólki fylgjast náið með af-
greiðslum af þessu tagi. Sölumenn
smyglferða á milli landa gleðjast að
sjálfsögðu, þeir hækka gjald sitt
fyrir að koma fólki til Íslands. Í
ýmsum löndum stundar ríkisvaldið
sölu á vegabréfum og ríkisborg-
ararétti. Hér er sölumennskan í
höndum annarra en alþingismenn
veita réttinn.“
- - -
Björn Bjarnason er meðal ann-
ars fyrrverandi dómsmálaráð-
herra og lýsing hans á því hvernig
þingið vinnur þessi mál og hvernig
glæpasamtök nýta sér vinnubrögð
þingsins er þess vegna afar athygl-
isverð. Ætla þeir sem nú sitja á
þingi að láta þetta viðgangast
áfram?
Eiga píratar að
ráða ferðinni?
STAKSTEINAR
Bókasafn Hafnarfjarðar fagnar 100
ára afmæli í ár en bókasafnið byrjaði
í litlu herbergi uppi á lofti Barna-
skólans við Suðurgötu í Hafnarfirði.
Nú er safnið á þremur hæðum og
með yfir 100.000 bækur og árlega
koma á bókasafnið um 125.000 gestir
á öllum aldri.
Fram kemur í tilkynningu frá
Hafnarfjarðarbæ að bókasafnið hafi
verið til húsa á Strandgötu 1 í 20 ár
en stefnt sé að því að það flytji í nýtt
húsnæði á Strandgötu 26 árið 2025
og verður þá allt safnið á einni hæð.
Við flutning í hentugra og jafnvel
stærra húsnæði sé hægt að nýta það
rými sem bókasafnið muni hafa til
umráða á mjög fjölbreyttan hátt.
Meðal hugmynda að þjónustu í
nýju húsnæði eru hönnunarsmiðja,
upptökuver, hljóðver, bókakaffi, úti-
svæði fyrir börn, stærri barnadeild,
ungmennadeild, stærri fjölnota sal-
ur, fundaraðstaða, sýnilegri tónlist-
ardeild, staður fyrir alla og lengri af-
greiðslutími.
Veisla í dag
Afmælisveisla verður haldin í dag
klukkan 13-15 þar sem ýmislegt
verður sér til gamans gert. Á afmæl-
isdaginn, næsta þriðjudag klukkan
14, verður teboð að breskum sið og
verður Albert Eiríksson veislustjóri.
Bókasafn Hafnarfjarðar 100 ára
- Flytur í nýtt húsnæði 2025 - Afmæl-
isveisla og teboð í tilefni afmælisins
Bókasafn Ungir gestir í Bókasafni
Hafnarfjarðar sem á aldarafmæli.
Tugir Íslendinga eru á leið til Dan-
merkur til að skoða svæði þar sem
vindorka er nýtt í miklum mæli og
kanna hvernig undirbúningur
framkvæmda fór fram. Í boði eru
allt að 50 sæti og í gær höfðu 36
skráð sig, fólk úr íslensku atvinnu-
lífi, sveitarfélögum, stjórnsýslu og
félagasamtökum.
State of Green í Danmörku útbjó
dagskrá vettvangsferðarinnar sem
farin verður 24.-27. þessa mánaðar,
í samvinnu við sendiráð Dana á Ís-
landi, og setti sig síðan í samband
við systursamtök sín á Íslandi,
Grænvang, sem tók að sér að
kanna áhuga hagaðila á þátttöku.
Íslandsstofa hefur einnig tekið
þátt í að kynna ferðina vegna
tengsla sinna við atvinnuþróuna-
félög landshlutanna.
Rætt við ólíka hagsmunaaðila
Samkvæmt upplýsingum frá
Arnari Guðmundssyni, fagstjóra
erlendra fjárfestinga hjá Íslands-
stofu, er meginefni ferðarinnar
heimsóknir í sveitarfélög þar sem
vindorka hefur verið virkjuð í
miklum mæli. Þátttakendur muni
eiga kost á samtali við ólíka hags-
munaaðila á hverjum stað, svo sem
fulltrúa orkufyrirtækja, sveitarfé-
laga, náttúruverndarsamtaka og
ferðaþjónustu. Tilefnið er að sögn
að kanna hvernig samtal og undir-
búningur verkefna fór fram og
hvort og þá hvernig sátt náðist
milli sjónarmiða orkuvinnslu, nátt-
úruverndar, ferðaþjónustu og sam-
félagsins.
State of Green sér um fram-
kvæmd dagskrárinnar í Danmörku
en hver þátttakandi ber kostnað af
þátttöku sinni.
Hópur fer í kynnis-
ferð um vindorku
- Kannaður verður
undirbúningur fram-
kvæmda í Danmörku
AFP
Orka Vindorkugarðar rísa víða um
heim. Danir standa þar framarlega.
SÍÐUMÚLA 23, 108 REYKJAVÍK, FASTBORG.IS
Til leigu 135 m2 skrifstofu/heildsölu-
húsnæði á 2. hæð að Krókhálsi 4
LEIGUVERÐ KR. 269.000.- á mánuði.
Pláss er fyrir 6-8 starfstöðvar í rýminu.
Snyrting og eldhússaðstaða.
Nánari upplýsingar veitir Héðinn Birnir Ásbjörnsson í síma
848 4806, tölvupóstur hedinn@fastborg.is
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/