Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2022 Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Yfirnefnd Mannréttindadómstóls Evrópu hafnaði því í vikunni að taka fyrir mál Arnars Helga Lárussonar, formanns SEM- samtakanna, gegn íslenska ríkinu. Arnar Helgi, sem hlaut mænu- skaða í umferðarslysi árið 2002 og lamaðist við það fyrir neðan brjóst, höfðaði mál á hendur Reykjanesbæ á þeim grundvelli að aðgengi fyrir fatlaða í Duus-húsi og 88 húsinu, væri ófullnægjandi og bryti í bága við samning Sam- einuðu þjóðanna um réttindi fatl- aðs fólks. Var bæjarfélagið sýknað í héraðsdómi og sú niðurstaða staðfest í Hæstarétti en Reykja- nesbær kvaðst vera að vinna að úrbótum í samræmi við verkefnið Gott aðgengi. Arnar Helgi vísaði málinu til Mannréttindadómstólsins og í maí sl. hafnaði undirnefnd dómstólsins kröfu Arnars Helga á þeirri for- sendu, að Reykjanesbær hefði sýnt fram á að grípa ætti til nægi- legra ráðstafana til þess að tryggja aðgengi fatlaðra, með til- liti til fjárhagslegs bolmagns og sjónarmiða um verndun menning- arminja, en elsti hluti Duus-húss var byggður árið 1877 og 88 húsið var byggt árið 1963. Í vikunni hafnaði yfirnefndin því síðan að taka málið fyrir. Tímamótadómur Daníel Isebarn Ágústsson, lög- fræðingur Arnars Helga, segir að þrátt fyrir að dómurinn virðist sýna að Reykjanesbær hafi ekki brotið á réttindum Arnars Helga, þá sé svo alls ekki. „Við vildum vissulega fara enn lengra, en dómurinn er engu að síður tímamótadómur hjá Mann- réttindadómstólnum, því þetta er í fyrsta sinn sem dómstóllinn fellst á það að skortur á aðgengi að opinberri byggingu falli undir frið- helgi einkalífs og réttinn til að njóta einkalífs. Það hefur aldrei verið viðurkennt áður. Það er auð- vitað mjög stórt skref í aðgengis- málum fatlaðs fólks. Í rauninni er fallist á brot, en fyrst hinn brotlegi er búinn að lofa að bæta fyrir brotin og sýna fram á áætlun um umbætur, þá sleppa þeir við áfellisdóm. En öll grundvallarmálin eru viðurkennd, þ.e.a.s. að Arnar Helgi eigi rétt á því að geta komist inn í viðkom- andi byggingar því það sé hluti af hans einkalífi og rétti hans til að taka þátt í menningu til jafns við aðra,“ segir Daníel. Hann bætir við að dómurinn sé í raun gálga- frestur og fylgst verði vel með að efndir fylgi loforðum „Arnar hefur verið að berjast í þessu máli mjög lengi og hefur mætt mjög litlum skilningi hjá ís- lenskum stjórnvöldum. Hann er frábær fyrirmynd og mikill hug- sjóna- og baráttumaður sem fylgir öllu eftir með gjörðum og er ekki spar á sinn tíma. Hann hefur mik- ið unnið með fólki sem er nýbúið að slasast og hjálpað því í gegnum fyrstu vikurnar þegar fólk er að venjast tilhugsuninni um að vera í hjólastól. Þessi dómur sem er til- kominn vegna áralangrar baráttu hans er sá fyrsti í Evrópu þar sem aðgengismál eru talin falla undir friðhelgi einkalífs. Þetta mun opna dyrnar bókstaflega fyrir því að þessi réttindi fái að þróast áfram fyrir Mannréttindadómstólnum.“ Daníel segir að Mannréttinda- dómstóllinn sé varfærinn dómstóll en margir lögfræðingar í Evrópu hafi haft samband við sig vegna málsins og möguleikanna sem það opnar. „Arnar Helgi er að marka hér mun dýpri spor en hann áttar sig á sjálfur. Þessi langa og erfiða barátta er þrátt fyrir allt að skila árangri.“ Baráttujaxl í öllu sem hann gerir - Máli vegna aðgengis fatlaðra lokið fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu - Lögmaður segir samt um að ræða tímamótamál í jafnréttisbaráttu fatlaðs fólks - Gæti skapað fordæmi fyrir næstu dóma Morgunblaðið/Þórður Mannréttindadómstóllinn Bygging Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í Frakklandi. Daníel Isebarn Ágústsson Arnar Helgi Lárusson Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is Jóladagatölin eru komin! VIÐ erumRÆKTENDUR BREYTINGA B E R N H A R Ð L A X D A L Skipholti 29b • S: 551 4422 Opið 11-16 VETRAR YFIRHAFNIR FRÁ Skoðið netverslun laxdal.is Matur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.