Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2022 ✝ Guðni Ás- mundsson var fæddur 9. sept- ember árið 1938 í húsinu Borg á Djúpavogi. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Eyri á Ísafirði 8. október 2022. Foreldrar hans voru Ásmundur Guðnason frá Djúpavogi og Guðfinna Sig- urveig Gísladóttir frá Kambs- nesi í Dölum. Hann átti 2 systk- ini, Ásgerði Ásmundsdóttur og Örn Ásmundsson, þau eru bæði látin. Hann bjó á Djúpavogi til árs- ins 1945 þegar hann fluttist til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni. Hann flutti til Hnífsdals sumarið 1959 og svo til Ísa- Hinn 24. desember 1958 kvæntist Guðni Sigrúnu Vern- harðsdóttur, f. 29. júní 1940, þau eiga 4 börn: Ásmundur Guðnason, fæddur 1959, kvæntur Ólínu Jónsdóttur og eiga þau 2 börn og 1 barna- barn. Vernharð Guðnason, fæddur 1962, kvæntur Ester Martinsdóttur og eiga þau 3 börn og 1 barnabarn. Margrét Katrín Guðnadóttir, fædd 1972, gift Jóni Arnari Sigurþórssyni og eiga þau 3 börn. Jóhanna Jóhannesdóttir, kjördóttir þeirra, fædd 1967, gift Pálma Kristni Jónssyni og eiga þau 3 börn og 5 barnabörn. Ásta Al- bertsdóttir, stjúpdóttir Guðna, fædd 1956, gift Kare Engelsen. Hún á 4 börn og 9 barnabörn. Guðný Ragnheiður Hólmgeirs- dóttir, dóttir Sigrúnar, gift Sigurði Mar Óskarssyni og eiga þau 4 börn og 5 barnabörn. Útför Guðna fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 15. október 2022, klukkan 13. fjarðar árið 1988. Hann kláraði skólagöngu sína í Reykjavík og að loknu grunnnámi hóf hann nám við húsasmíði sem hann lauk svo á Ísafirði árið 1962. Guðni starfaði lengst af við húsa- smíðar, hann var húsasmíðameistari og vann seinni ár við verslunarstörf og húsvörslu Menntaskólans á Ísafirði. Hann var mjög virkur í Litla leikklúbbnum á Ísafirði, var einn af stofnendum Golfklúbbs Ísafjarðar, hann starfaði með Bridgefélagi Ísafjarðar og lét til sín taka í hinum ýmsu félagsstörfum í Hnífsdal og á Ísafirði Elsku pabbi minn. Ég get ekki ímyndað mér að heyra ekki rödd- ina þína eða finna ekki fyrir hlýju faðmlagi þínu. Við tvö áttum einstakt samband, þú varst mér yndislegur faðir, Jóni Arnari varstu virkilega góður tengdafaðir og hlýr og gefandi afi varstu börnunum okkar. Það sem við brösuðum ekki saman, mér er sagt að þú hafir far- ið með mig á skíði fyrst þegar ég var tveggja ára gömul og áttum við margar skíðastundirnar eftir það. Ég man hvað það var mikið æv- intýri að fara með þér í fjallið á kvöldin í upplýstar brekkurnar. Líka hvað þú varst reiður þegar ég fór í fyrsta sinn upp í efri lyftu, ég var svo hrædd og missti stjórnina og brunaði alla leiðina niður og náði einhvern veginn að standa í lapp- irnar. Þegar þú komst til mín bál- reiður og ég háskælandi þá skipt- irðu skapi á nóinu og hughreystir mig og huggaðir. Þú varst náttúr- lega bara hræddur eins og ég, en beint upp aftur skyldum við fara, ekki mátti láta hræðsluna sitja í sér. Við fórum saman á skauta og þú kenndir mér golf. Þú kenndir mér líka að spila og ófáir rakkarnir, mannarnir og kanarnir voru spil- aðir og mjög glatt var á hjalla var þegar við þrjú spiluðum manna, ég, þú og Jón Arnar, þá var oft erfitt að hætta. Þú varst svo þolinmóður við mig þegar ég stalst í dótið þitt í bíl- skúrnum til að byggja kofa á sumr- in. Ófáa hamrana, smíðabeltin og naglapakkana þurftirðu að sækja út á kofasvæði, aldrei fékk ég mikl- ar skammirnar. Þú studdir mig líka í leiklistinni og tókst að þér leikstjórn eftir pöntunum dóttur- innar. Ég hugsa oft um morgnana sem við áttum saman, oftar en ekki varst þú með klárt te fyrir mig og ristað brauð með osti þegar ég kom fram. Ég minnist einnig allra skemmtilegu ferðalaganna sem ég fór með þér og mömmu. Þið sýnd- uð mér landið og kennduð mér að meta náttúrufegurðina. Svo er það dýrabrasið á mér, kanínur fékk ég að hafa í bílskúrnum hjá þér og naggrísi og hunda í rúminu mínu. Þér fannst ekkert tiltökumál að leyfa stelpunni þetta. Mig langar að setja hér með tvö erindi úr uppáhaldsljóðinu þínu, Stjörnufák eftir Jóhannes úr Kötl- um. Þú last þetta ljóð fyrir mig þegar ég var barn og við táruðumst saman yfir örlögum hins fagra stjörnufáks. Hóf þá skepnan höfuð lotið hristi taglið, stutt og rotið, snoðinn færðist flipi að vanga, - flæddi um myrkrið kraftaverk: Hokinn karl varð hraustur strákur, húðarbikkjan stjörnufákur. Fram undan var leiðin langa, - ljómaði morgunsólin sterk. Fór á bak hinn frjálsi piltur, - frýsaði jórinn logagylltur og af stað með stormsins hraða stökk í bjarta norðurátt. Hafsins voð’ann heitur þæfði, höfuð rautt við skýin gnæfði. Heyra mátti um geiminn glaða glymja tíðan hófaslátt. (Jóhannes úr Kötlum) Þú lékst við mig, þú söngst fyrir mig, þú last fyrir mig, þú hlúðir að mér, þú kallaðir mig ljósablómið þitt, þú sýndir mér elsku þína á hverjum degi og ég mun alltaf geyma þig í hjarta mér. Meira á www.mbl.is/andlat Þín dóttir, Margrét Katrín. Afi Guðni. Elsku afi, þú kenndir mér svo margt. Byggja hús í Fljótavík, veiða, spila á alls konar spil og hvernig ég gat leikið mér í kjall- aranum í Fjarðarstrætinu. Minn- ingar af alls konar föndri, drasli á háaloftinu, skemmtilegu sjón- varpsefni eru svo góðar með þér. Minningar af því þegar þú skamm- aðir mig svo blíðlega þegar að ég skemmdi eitthvað á háaloftinu eða tróð mér í bólið hjá Týru gömlu. Minningar af því að kúra upp í rúmi hjá þér og ömmu því myrkrið var svo hræðilegt. Minningar af öll- um þeim sögum sem þú sagði mér um leið og ég benti á myndirnar á veggjunum þínum. Ég mun sakna þín mikið og ég veit að þú saknar allra okkar. Þín, Helena Jakobína. Guðni Ásmundsson HINSTA KVEÐJA Umhyggjusamur, hæfi- leikaríkur, ljúfur, hjálp- samur og húmoristi eru orð sem koma í hugann þegar ég hugsa um elsku afa Guðna. Hann var einstakur og góður maður sem ég er afar þakklát fyrir að hafa haft í mínu lífi. Þótt döpur sé nú sálin, þó mörg hér renni tárin, mikla hlýju enn ég finn þú verður alltaf afi minn. (Heba Dögg Jónsdóttir) Takk fyrir allt elsku afi. Í hjarta mér þú verður alla tíð. Þín afastelpa, Hulda Pálmadóttir. Við Stebbi kynnt- umst daginn eftir að ég flutti til Vest- mannaeyja. Örn Hafsteinsson trompetleikari var þá að spila í hljómsveit með bróð- ur mínum í Reykjavík og fannst eðlilegt að láta lúðrasveitarstjórn- anda Eyjamanna vita af komu minni. Stebbi hringdi í mig, að mig minnir á sunnudegi, kynnti sig og sagðist stjórna lúðrasveit- inni. Spilar þú á básúnu? Ég játti því. Það er æfing á mánudaginn. Ókei, sagði ég, símtalið varð ekk- ert mikið lengra. Ég mætti svo á æfingu daginn eftir. Hann sagði mér seinna að hann hefði nú verið að grínast með því að sletta þessu svona strax fram og varð hálf- hissa hvað ég tók þessu vel. Það kom svo í ljós seinna að við Stebbi höfðum svipaðan húmor og urðum við mjög góðir vinir. Stebbi var alltaf með alla anga úti við að halda lúðrasveitarstarfinu gang- andi og lánaði gjarnan dætur sín- ar til að passa meðan foreldrar voru á æfingu. Ég var þar engin undantekning og tókust góð kynni með okkar fjölskyldum. Stebbi rak skósmíðastofu í Eyjum og þurfti ég stundum að leita til hans þar. Á skósmíðastof- unni naut hans skemmtilegi húm- or sín vel. Ef hann þurfti að Stefán Sigurjónsson ✝ Stefán Sig- urjónsson fæddist 29. janúar 1954. Hann lést 1. október 2022. Útför Stefáns fór fram 14. október 2022. skreppa frá setti hann miða í gluggann. „Skrapp frá í 5 mínútur – kem eftir korter“. Það gat verið erfitt að fá að borga hon- um almennilega fyr- ir það sem hann gerði fyrir mig og sagði hann stundum, þú ert á fjölskyldu- afslætti. Einu sinni féll talsverður snjór í Eyjum. Þá átti ég traktorsgröfu og var að moka snjó eldsnemma að morgni þegar mér datt í hug að nú gæti ég gert eitthvað fyrir hann. Fór og mokaði innkeyrsl- una hjá honum fyrir allar aldir. Þegar ég hitti hann síðar um dag- inn þakkaði hann mér kærlega fyrir. Svo kom á andlit hans þessi skemmtilegi sposki svipur og brosið gegnum snyrtilegt skegg- ið. Þá sagði hann mér að þegar hann sá útgerðarmanninn og ná- granna sinn moka sig út að bíln- um sínum í innkeyrslunni, dreif hann sig út, vatt sér að nágrann- anum og sagði: Hva, eru sjálfur að moka innkeyrsluna, ég pantaði gröfu til að moka fyrir mig. Svona var Stebbi alltaf fljótur að hugsa og húmorinn aldrei langt undan. Það var honum mikið áfall þeg- ar faðir hans lést, langt fyrir aldur fram, úr þeim hræðilega sjúkdómi Parkinson. Það var honum einnig erfitt þegar hann greindist sjálfur með þennan illvíga sjúkdóm nokkrum árum síðar. Síðast þegar við hittumst varst þú kominn á sjúkrahúsið á Sel- fossi. Þú varst glaður að sjá okkur hjónin og sýndir okkur alla hæð- ina sem þú varst á. Dróst okkur meira að segja út á svalir til að sýna okkur nýtt hús sem ætlað er eldri borgurum á Selfossi. Þú virtist sáttur við þitt hlutskipti, sagðist hafa verið hundveikur en þetta væri allt að koma. Það voru ófá skiptin sem lúðra- sveitaræfingar enduðu heima hjá öðrum hvorum okkar þar sem við dreyptum á koníaki og ræddum heimsmálin, næstu lúðrasveitar- tónleika, pólitík eða efnilega nem- endur í tónlistarskólanum. Það voru skemmtilegar stundir og þannig vil ég minnast þín kæri vinur, nú þegar þú ert horfinn yf- ir móðuna miklu. Aðstandendum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Hinsta kveðja, Eggert Björgvinsson. Stefán Sigurjónsson var skó- smiður og rak skóvinnustofu, lengst af í Vestmannaeyjum. Hann kenndi einnig á hljóðfæri við Tónlistarskólann í Vest- mannaeyjum. Síðustu starfsár sín gegndi hann starfi skólastjóra skólans. Hann lék lengi í Lúðrasveit Vestmannaeyja áður en hann tók að sér stjórn sveitarinnar og gegndi því starfi í áratugi. Þar lágu leiðir okkar saman og mig langar að minnast hans lítillega í því samhengi. Stefán hélt lúðrasveitinni sam- an af fádæma elju á erfiðum tím- um, þegar félögum hennar fækk- aði með hverju ári og fáir mættu til æfinga. Stefán var einstakur í að leysa vandamál sem upp komu í starfi LV en einnig að finna til- efni til gleðistunda í starfinu sem eru ekki síður nauðsynlegar en æfingarnar. Ég tel að ef hans hefði ekki notið við hefði starf- semi LV sennilega lognast út af. Hann var mjög vakandi yfir starfinu, stöðugt á útkikki eftir nýjum hljóðfæraleikurum, hvort sem það voru nemar í Tónlistar- skólanum sem nota mætti eða því að einhver hefði flutt í bæinn sem kynni að leika á hljóðfæri. Hann sá um eigur LV og nótnasafn af stakri prýði og gekk hart fram í að endurheimta nótur eftir tónleika til að þær væru tiltækar næst þegar sveitin þyrfti þeirra með. Eitt árið vantaði í margar raddir í lúðrasveitinni. En Stefán dó ekki ráðalaus og fór óhefð- bundnar leiðir. Fékk mig til að spila með sveitinni á gítar til að fylla upp í eyður. Það gekk vel og hélt sveitin tónleika tvö ár í röð með þessu fyrirkomulagi. Hann fékk mig síðan til að endurnýja kynnin við tenórhorn sem ég hafði spilað á í tíð Oddgeirs Kristjáns- sonar. Ég tókst á við það og spilaði á hljóðfærið í 12 ár í LV undir stjórn Stefáns. Er ég ævinlega þakklátur Stefáni fyrir að fá tæki- færi til að starfa með sveitinni. Kynni okkar Stefáns urðu mun meiri eftir að ég tók að starfa með LV og ekki síst eftir að ég gerðist formaður sveitarinnar um 10 ára skeið. Á þeim tíma fór starfið vax- andi. Hann var góður samstarfs- maður og félagi og saman rædd- um við gjarnan um hag sveitarinnar og hvernig mætti styrkja hana til dáða. Stefán átti við veikindi að stríða í alllangan tíma sem smátt og smátt drógu úr þreki hans. Hann var góður félagi og vinur sem ég minnist með hlýju og þakklæti fyrir ánægjuleg kynni. Ég færi fjölskyldu hans og öðr- um aðstandendum samúðarkveðj- ur. Með honum er genginn góður drengur. Hafsteinn G. Guðfinnsson. Elsku hjartans eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF ÞÓREY EYJÓLFSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans 6. október. Útförin fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 17. október klukkan 13. Ármann Þórður Haraldsson Ingibjörg Lóa Ármannsdóttir Þorvaldur Ingvarsson Sigríður Olsen Ármannsd. Jóhannes Árnason Ingólfur Örn Ármannsson barnabörn, langömmubörn og aðrir aðstandendur Elsku systir okkar og frænka, SIGRÍÐUR KARLSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 8. október. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 20. október klukkan 13. Athöfninni verður streymt á: https://www.facebook.com/profile.php?id=100047440662347 Hlekk á streymi má einnig nálgast á mbl.is/andlat. Jón Karl Karlsson Hildur Svava Karlsdóttir Aðalbjörg Karlsdóttir systkinabörn og fjölskyldur þeirra Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS SÍMONARDÓTTIR, Arnarási 1, Garðabæ, lést 11. október á líknardeild Landakots. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 20. október klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Bjarni Garðarsson Þröstur Bjarnason Áslaug Þórðardóttir Sigurlaug María Bjarnadóttir Halldór Eraclides Gunnar Helgi Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SJAFNAR LÁRU JANUSDÓTTUR, sem lést á Sólvangi 22. september. Útförin fór fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 6. október. Janus Friðrik Guðlaugsson Sigrún Edda Knútsdóttir Kristinn Guðlaugsson Hanna Ragnarsdóttir Brynhildur Garðarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, SVAVAR PÉTUR EYSTEINSSON tónlistarmaður og hönnuður, lést fimmtudaginn 29. september. Útför hans verður gerð frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 20. október klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein. Berglind Häsler Elskulega móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURVEIG BENEDIKTSDÓTTIR frá Þverá í Öxarfirði, Furugerði 8, lést þriðjudaginn 4. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kristján Olgeirsson Olgeir Olgeirsson Jóhanna Bjarnadóttir Arnar, Sigurrós, Olgeir Sturla, Kristófer Máni, Benedikt Bjartur, Brynja, Tinna, Ari, Leif, Elísa, Sonja Þórey og Hanna Berglind

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.