Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 39
DÆGRADVÖL 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2022 Ilmur er litalína Slippfélagsins hönnuð í samstarfi við Sæju innanhúshönnuð. Línan er innblásin af jarðlitum, dempaðir tónar með gulum og rauðum undirtónum. Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga slippfelagid.is slippfelagid.is/ilmur-litakort Hör Leir Truffla Börkur Myrra Krydd Lyng Kandís Lakkrís Innblástur og fleiri litir á slippfelagid.is „AÐ HANN SKULI DIRFAST AÐ FLAUTA SVONA Á EFTIR OKKUR!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að bíða þolinmóður eftir henni. ÉG ER BÚINN AÐ GLÁPA ALLTOF MIKIÐ Í DAG ÉG ER SVODDAN DUGNAÐARFORKUR ÉG ÞARF STUÐNING NÆSTA UNDIRMANNS! TAKTU ÞÉR EINS LANGAN TÍMAOG ÞÚ ÞARFT! „ÉG ER MEÐ FULLKOMNA HEYRN. ÉG ER BARA HÆTT AÐ SKILJA NOKKURN MANN.“ Íslands. Þau hafa búið í Kópavogi frá 1981 og eru búsett í Ástúnshverfi í austurbæ við Fossvogsdal. Foreldrar Sigurveigar: Sigrún Valdimarsdóttir, f. 9.1. 1936, d. 6.5. 2001, bankafulltrúi og leiðsögumaður og var búsett í Reykjavík, og Sigurður Ingvarsson, f. 16.8. 1934, framkvæmdastjóri í Reykjavík, búsettur í Reykjavík. Síð- ari maki Sigrúnar er Björn Dag- bjartsson. Síðari maki Sigurðar er Vélaug Steinsdóttir. Börn Sveins og Sigurveigar eru 1) Hjörtur Friðrik Hjartarson, f. 8.11. 1973, yfirlæknir bæklunarlækninga LSH, búsettur í Garðabæ. Maki: Sig- urlaug Gísladóttir hjúkrunar- fræðingur. Börn Hjartar Friðriks eru Sveinn Hjörtur Hjartarson, f. 2005, Jóhannes Ernir Hjartarson, f. 2006 og Guðmundur Logi Hjartar- son, f. 2013; 2) Valdimar Gunnar Hjartarson, f. 15.4. 1982, lögmaður, sérfræðingur hjá EFTA, búsettur í Brussel, Belgíu, Maki: Stella Vest- mann stjórnmálafræðingur. Börn þeirra eru Lilja Vestmann Valdi- marsdóttir, f. 2007 og Bjarni Vest- mann Valdimarsson, f. 2013; 3) Sigrún Huld Hjartardóttir, f. 26.7. 1987, hjúkrunarfræðingur og master í lýðheilsu, búsett í Malmö í Svíþjóð. Maki: Malachi Arunda, dr. í lýð- heilsufræðum við Háskólann í Lundi og sérfræðingur hjá Karolinska In- stitutet í Stokkhólmi. Börn þeirra eru Daníel Arunda, f. 2019 og Amelía Huld Arunda, f. 2022. Systkini Sveins eru Stefanía Hjartardóttir, f. 21.10. 1950, hús- freyja í Hafnarfirði; Þórunn Ingi- björg Hjartardóttir, f. 17.4. 1958, þroskaþjálfi, búsett í Kópavogi, og Axel Garðar Hjartarson, f. 11.8. 1959, leiðsögumaður, búsettur í Kópavogi. Foreldrar Sveins voru hjónin séra Hjörtur Hjartarson, f. 8.12. 1930, d. 26.7. 2012, sóknarprestur að Ásum í Skaftártungu og þjónaði einnig í Kópavogi og Grindavík, og Unnur Axelsdóttir, f. 31.5. 1931, d. 14.2. 2019, húsfreyja og stjórnarráðs- fulltrúi í félagsmálaráðuneytinu. Þau voru búsett í Kópavogi. Sveinn Hjörtur Hjartarson Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík Stefán Jónsson sjómaður frá Galtarholti í Borgarfirði, bjó í Reykjavík Stefanía Stefánsdóttir húsfreyja í Reykjavík Valdimar Axel Gunnarsson togarasjómaður og starfsmaður Reykjavíkurhafnar, bjó á Eyrarbakka og í Reykjavík Unnur Axelsdóttir húsfreyja og stjórnarráðsfulltrúi í félagsmálaráðuneyti, bjó í Kópavogi IngibjörgGuðmundsdóttir húsfreyja á Eyrarbakka Gunnar Jónsson trésmiður, sjómaður og veitingamaður á Eyrarbakka Valgerður Bjarnadóttir húsfreyja á Gillastöðum Sveinn Sveinsson bóndi á Gillastöðum í Reykhólasveit Jensína Sveinsdóttir húsfreyja og fiskverkunarkona á Ísafirði og í Reykjavík Jón Hjörtur Finnbjarnarson söngvari og prentari á Ísafirði og í Reykjavík Elísabet Guðný Jóelsdóttir húsfreyja á Ísafirði Finnbjörn Hermannsson verslunarmaður hjá Ásgeirsverslun á Ísafirði Ætt Sveins Hjartar Hjartarsonar Séra Hjörtur Hjartarson sóknarprestur að Ásum í Skaftártungu og þjónaði einnig í Kópavogi og Grindavík Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Fénu á gaddinn gefið er. Gjarnan spyrnt er kolli frá. Er á landi blettur ber. Beran má á ýmsum sjá. Helgi R. Einarsson leysir gátuna þannig: Fé á skalla fóðra má. Fimir skalla markið á. Skalli á landi er blettur ber. Með beran skalla margur er. Guðrún B. á þessa lausn: Með féð á skalla skaust í leik og skallaði þar bolta í mark. Á skallasvæði vörnin veik og víst bauð sköllótt gæslan hark. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Hey á skalla hjörðin fær. Hörkuskalla Jón burt slær. Skalli á landi blettur ber. Björn með skalla kominn er. Þá er limra: Tveir skrítnir og sköllóttir kallar og skegglausir rugludallar í hár fóru saman og höfðu af því gaman, er hvor annan skölluðu skallar. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Liðin er nóttin langa, létt strýkur blærinn vanga, gott er með sjónum að ganga og gátu mér auðnast að fanga: Hryssa þetta heiti ber. Hetja kvikmyndanna er. Vínsopi það vera má. Vel á lofti megum sjá. Þessi vísa og limra fylgdu lausn Helga R. Einarssonar, en þau hjón eru nýkomin heim úr dýrindisferð til Sikileyjar: Megrun Ákaflega er nú heitt af mér lekur spikið í glímu við að gera’ ei neitt og gleðst því fyrir vikið. För á Etnu Ég fór með mínum maka að morgni út að aka. Við fórum á ról í sumri og sól, en snerum rennblaut til baka. Hér eru talin upp afrek böðuls, lausavísa: Berja, gelda, bíta, slá, blinda, klóra, flengja, brenna, reka útlegð á, aflífa og hengja. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Setið með sveittan skallann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.