Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2022
www.kofaroghus.is - Sími 553 1545
TIL Á LAGER
Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik
STAPI - 14,98 fm
Tilboðsverð
779.000kr.
25%
afsláttur
BREKKA34 - 9 fm
Tilboðsverð
489.000kr.
25%
afsláttur
NAUST - 14,44 fm
Tilboðsverð
539.000kr.
30%
afsláttur
VANTAR
ÞIGPLÁSS?
Afar einfalt er að reisa
húsin okkar. Uppsetning
tekur aðeins einn dag
TILBOÐÁGARÐHÚSUM!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Grafendur sjást sjaldan í Reykjavík
enda eru þær farfuglar sem vitja
vetrarstöðva sinna í byrjun október.
Árni Árnason sem er áhugamaður
um fuglaljósmyndun sá eitt par á
tjörn í Vatnsmýrinni í fyrradag og
segist ekki hafa séð grafendur fyrr
hér í borginni. Steggurinn er mun
litfegurri og syndir á eftir kollunni.
Graföndin verpir víða um land en
stærstu varpstöðvarnar eru á Norð-
urlandi og Úthéraði, að því er fram
kemur á Fuglavefnum. Kjörlendi
þeirra er blautar flæðimýrar, fen og
lífrík vötn og tjarnir með aðliggj-
andi mýrum. Um 500 varppör eru í
stofninum hér. Vetrarstöðvar graf-
andar eru víða um vestanverða Evr-
ópu en stöku fuglar sjást flesta vetur
á Suðvesturlandi.
Grafandarpar í Vatnsmýri
- Varpstöðvar
eru á Norðurlandi
Ljósmynd/Árni Árnason
Á sundi Litfagur steggurinn syndir á eftir kollunni í Vatnsmýrinni.
Tveir karl-
menn á þrí-
tugsaldri, sem
grunaðir eru
um skipulagn-
ingu hryðju-
verka hér á
landi, hafa ver-
ið úrskurðaðir
í áframhaldandi gæsluvarðhald
næstu fjórar vikurnar. Héraðs-
dómur Reykjavíkur féllst í gær á
beiðni héraðssaksóknara um að
framlengja varðhald yfir mönn-
unum. Mennirnir hafa báðir kært
úrskurðinn til Landsréttar. Ekki var
farið fram á að mennirnir yrðu
áfram í einangrun, en þeir hafa setið
í einangrun í þrjár vikur.
Eins og kom fram í fjölmiðlum á
dögunum ræddu mennirnir tveir um
það að drepa Sólveigu Önnu Jóns-
dóttur og Gunnar Smára Egilsson.
Voru þau kölluð í vitnaleiðslu vegna
þessa.
Verða í
varðhaldi í
fjórar vikur
Vopn Hluti vopna
sem lagt var hald á.
- Mennirnir ekki
lengur í einangrun
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Aðstæður núna eru fólki og fyrir-
tækjum hér í Eyjum ekki bjóðandi,
segir Íris Ró-
bertsdóttir, bæj-
arstjóri í Vest-
mannaeyjum.
Verulegar rask-
anir hafa síðustu
daga verið á
ferjusiglingum
milli lands og
Eyja og áætlun
ekki staðist.
Herjólfur IV er
nú í slipp í Hafn-
arfirði og verður í minnst þrjár vik-
ur.
Biðu í fjóra klukkutíma
Herjólfur III, sem alla jafna er í
útleigu í Færeyjum, er nú í Eyjum.
Það skip ristir dýpra en Herjólfur
hinn nýrri og því hefur síðustu daga
ekki alltaf verið fært í Landeyja-
höfn vegna ónógs dýpis eða öldu-
hæðar. Skipið sigldi því í gær t.d. til
Þorlákshafnar frá Eyjum og fór
tvær ferðir. Til samanburðar fer nýi
Herjólfur sjö ferðir í Landeyjahöfn
á dag.
Á fimmtudagsmorgun henti að
ekki tókst að ræsa vél Herjólfs III
þegar halda átti í fyrstu ferð dagsins
klukkan 7:30. Farþegar voru komnir
um borð, en var gert að bíða þar
enda talið lítið mál að koma skipinu í
gang. Leið svo og beið. Klukkan 11
um morguninn var fólki sagt að
halda heim, enda yrði haft samband
þegar viðgerðum væri lokið. Laust
fyrir hádegi var lagt af stað og komið
í Landeyjahöfn kl. 12:20. Farþegar
sem áttu bókað far með skipinu
höfðu sumir gert sínar áætlanir sem
með þessu fóru út um þúfur.
„Með hálfs árs fyrirvara átti ég
bókaðan tíma hjá lækni í Reykjavík.
Að svona færi er mjög slæmt. Auð-
vitað er vélarbilun óviðráðanleg, en
stóra málið er bara að fá afleysinga-
skip sem kemst með góðu móti inn í
Landeyjahöfn. Einnig að meðan
svona stendur á sé haldið uppi flugi
hingað til Eyja. Þetta ástand geng-
ur ekki upp,“ sagði Jóhanna Lilja
Eiríksdóttir, íbúi í Vestmannaeyj-
um, í samtali við Morgunblaðið.
Ríkið komi að málum
„Við erum mjög ósátt við stöð-
una,“ sagði Íris Róbertsdóttir. Sá
vandi sem röskun áætlana Herjólfs
fylgi fyrir íbúa og aðra sé bæjaryf-
irvöldum ljós enda hafi verið óskað
eftir því að ríkið komi að málum
strax. Sjálf segist Íris þessa dagana
vera í miklum samskiptum við
Vegagerðina og innviðaráðuráðu-
neytið vegna samgöngumálanna.
Þrýst sé á innviðaráðherra um að
tímabundið áætlunarflug milli Eyja
og Reykjavíkur verði sett upp og í
framhaldinu ríkisstyrkt flug til
lengri tíma. Til þess ætti að vera
svigrúm þegar samgöngur séu
skertar eins nú vegna slipptöku
Herjólfs lV.
„Að samgöngur á sjó séu í skertar
og ekkert áætlunarflug sé í gangi á
sama tíma gengur ekki upp. Stjórn-
völd hljóta því að svara kalli okkar
um úrbætur fljótt,“ segir bæjar-
stjórinn um stöðu mála.
Bilanir og höfnin í Eyjum oft ófær
- Herjólfur III er nú í Eyjum - Öldur og ónægt dýpi í Landeyjum - Áætlanir raskast - Aðstæður
ekki bjóðandi, segir bæjarstjóri sem vill flugferðir strax - Þrýst á innviðaráðherra um að bregðast við
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Ferja Gamli Herjólfur sinnir siglingum við Eyjar þessa dagana. Á ýmsu
gengur í útgerðinni og kurr er meðal fólks vegna þessarar stöðu mála.
Íris
Róbertsdóttir
Farið er að kólna í veðri og ekki lengur sjálf-
gefið að geta setið að spjalli utandyra. Þessir
kipptu sér þó ekki upp við það og fóru yfir stöðu
mála fyrir framan veitingastað við Skólavörðu-
stíg í gær. Vissara var þó að dúða sig vel og þá
var mönnunum ekkert að vanbúnaði.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Mannamót í
miðbænum