Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 40
40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2022 England Brentford – Brighton............................... 2:0 Staða efstu liða: Arsenal 9 8 0 1 23:10 24 Manchester City 9 7 2 0 33:9 23 Tottenham 9 6 2 1 20:10 20 Chelsea 8 5 1 2 13:10 16 Manchester Utd. 8 5 0 3 13:15 15 Newcastle 9 3 5 1 17:9 14 Brighton 9 4 2 3 14:11 14 Brentford 10 3 4 3 18:17 13 Svíþjóð Rosengård – Eskilstuna.......................... 1:0 - Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn fyr- ir Rosengård. Staða efstu liða: Rosengård 23 18 3 2 66:24 57 Kristianstad 22 15 4 3 50:18 49 Linköping 22 16 1 5 54:23 49 Häcken 22 14 5 3 50:18 47 Hammarby 22 12 2 8 36:27 38 Piteå 22 11 4 7 29:19 37 Vittsjö 22 10 6 6 33:22 36 Eskilstuna 23 11 3 9 27:26 36 Elfsborg – Degerfors .............................. 1:1 - Sveinn Aron Guðjohnsen lék fyrstu 65 mínúturnar fyrir Elfsborg og Hákon Rafn Valdimarsson varði mark liðsins. Staða efstu liða: Häcken 25 14 9 2 54:31 51 Djurgården 25 14 6 5 46:20 48 Hammarby 25 13 7 5 49:22 46 Kalmar 25 13 5 7 31:20 44 AIK 25 12 8 5 40:30 44 Malmö FF 25 12 6 7 33:23 42 Elfsborg 26 9 10 7 46:34 37 Gautaborg 25 11 3 11 34:30 36 Danmörk Lyngby – AaB .......................................... 0:2 - Sævar Atli Magnússon kom inn á sem varamaður á 61. mínútu hjá Lyngby en Al- freð Finnbogason lék ekki með liðinu vegna meiðsla. Freyr Alexandersson þjálfar liðið. Holland B-deild: Almere City – Jong Ajax ........................ 2:3 - Kristian Nökkvi Hlynsson fór af velli á 90. mínútu hjá Jong Ajax. Venlo – Dordrecht................................... 0:1 - Kristófer Ingi Kristinsson var ónotaður varamaður hjá Venlo. Tyrkland Alanyaspor – Antalyaspor ..................... 3:2 - Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Al- anyaspor. 4.$--3795.$ Grill 66 deild kvenna Víkingur – HK U .................................. 38:34 Grótta – FH .......................................... 31:23 Staðan: Grótta 3 3 0 0 89:64 6 FH 3 2 0 1 76:75 4 Víkingur 3 2 0 1 90:78 4 ÍR 2 1 1 0 55:32 3 Fram U 2 1 0 1 54:50 2 Afturelding 1 0 1 0 19:19 1 Valur U 1 0 0 1 21:29 0 Fjölnir/Fylkir 2 0 0 2 37:57 0 HK U 3 0 0 3 71:108 0 Þýskaland Bikarkeppnin, 32 liða úrslit: Göppingen – Sachsen Zwickau ......... 28:30 - Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 6 mörk fyrir Sachsen Zwickau. %$.62)0-# Subway-deild karla Grindavík – Valur ................................. 67:68 Haukar – Þór Þ..................................... 90:84 Staðan: Breiðablik 2 2 0 247:233 4 Haukar 2 2 0 188:176 4 Keflavík 2 2 0 174:166 4 Tindastóll 2 1 1 165:152 2 Stjarnan 2 1 1 170:168 2 Valur 2 1 1 144:151 2 ÍR 2 1 1 153:162 2 Grindavík 2 1 1 155:151 2 Njarðvík 2 1 1 168:169 2 KR 2 0 2 216:224 0 Höttur 2 0 2 178:189 0 Þór Þ. 2 0 2 184:201 0 1. deild karla Skallagrímur – Þór Ak....................... 106:74 Ármann – Álftanes ............................... 79:87 Fjölnir – Hrunamenn....................... 106:111 Selfoss – ÍA ......................................... 116:87 Hamar – Sindri ..................................... 96:86 Staðan: Álftanes 4 4 0 369:347 8 Selfoss 4 3 1 399:324 6 Sindri 4 3 1 349:301 6 Hamar 4 2 2 379:361 4 ÍA 4 2 2 332:356 4 Ármann 4 2 2 367:374 4 Hrunamenn 4 2 2 382:397 4 Skallagrímur 4 2 2 356:327 4 Fjölnir 4 0 4 343:401 0 Þór Ak. 4 0 4 283:371 0 4"5'*2)0-# KÖRFUBOLTINN Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Íslandsmeistarar Vals unnu sinn fyrsta deildarsigur á tímabilinu þegar annarri umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Subway- deildarinnar, lauk með tveimur leikjum í gærkvöldi. Liðið hafði þar naumlega betur gegn Grindavík, 68:67, í sannköll- uðum hörkuleik í Grindavík. Eins og lokatölurnar gefa til kynna var mikið jafnræði með lið- unum hartnær allan leikinn. Staðan var 36:35, Val í vil, í leikhléi og var mikil spenna allt til enda. Undir blálokin náði Valur sex stiga forystu, 64:58, en síðustu rúmu mínútuna tókst Grindavík að saxa á forskotið og setti til að mynda niður þriggja stiga körfu á lokasekúndunni en hún kom ögn of seint og eins stigs sigur Vals nið- urstaðan. Bæði Valur og Grindavík hafa því unnið einn leik og tapað einum í fyrstu tveimur umferðunum. Stigahæstir voru Ozren Pavlovic hjá Val með 14 stig og David Azore hjá Grindavík, einnig með 14 stig. Annar sigur Hauka Nýliðar Hauka unnu þá sterkan 90:84-sigur á Þór frá Þorlákshöfn í Ólafssal í Hafnarfirði. Haukar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu 55:45 í leikhléi. Í síðari hálfleik gerðu Þórsarar nokkrum sinnum áhlaup og komust yfir um stund í þriðja leikhluta. Það varði þó stutt og Haukar náðu aftur undirtökunum. Í blálokin náði Þór að minnka muninn niður í þrjú stig, 87:84, en Hilmar Smári Hennings- son svaraði með þriggja stiga körfu og tryggði sigurinn. Haukar hafa unnið báða deild- arleiki sína til þessa en Þór hefur tapað báðum sínum. Hilmar Smári var stigahæstur í leiknum með 23 stig fyrir Hauka. Norbertas Giga átti sömuleiðis stór- leik og skoraði 20 stig fyrir Hauka ásamt því að taka 17 fráköst. Alonzo Walker var stigahæstur í liði Þórs með 18 stig. Hann tók auk þess 11 fráköst. Valur vann sinn fyrsta leik - Nýliðar Hauka með fullt hús stiga Morgunblaðið/Árni Sæberg Troðsla Hilmar Smári Henningsson treður á meðan Josep Pérez fylgist með. Hilmar Smári var stigahæstur í leik Hauka og Þórs með 23 stig. Körfuknattleiks- og frjálsíþrótta- konan Hanna Þráinsdóttir hefur verið tilnefnd í hóp þrjátíu bestu íþróttakvenna í bandarísku háskól- unum á þessu ári, en úr þeim hópi verður valin kona ársins í janúar 2023. Það er Háskólaíþróttasam- band Bandaríkjanna (NCAA) sem stendur að valinu en þar er tekið til- lit til íþróttaárangurs, námsárang- urs, leiðtogahæfileika og samfélags- legrar virkni. Hanna er fyrsta ís- lenska konan sem hefur hlotið slíka tilnefningu en hún lauk námi frá Georgian Court-háskóla í vor. Tilnefnd sem kona ársins 2023 Ljósmynd/Georgian Court Tilnefnd Hanna Þráinsdóttir í leik með liði Georgian Court. Styrmir Snær Þrastarson, lands- liðsmaður í körfuknattleik, er genginn aftur í raðir uppeldisfélags síns, Þórs frá Þorlákshöfn. Á síðasta tímabili lék Styrmir, sem er 21 árs, með liði Davidson í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Tímabilið þar á undan hjálpaði hann Þór að verða Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins, þá að- eins 19 ára gamall. Hvergi var formlega tilkynnt um endurkomu Styrmis til Þórs en hann var skyndilega mættur í byrj- unarliðið gegn Haukum í gær. Styrmir aftur til Þorlákshafnar Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Þorlákshöfn Styrmir Snær Þrast- arson er kominn aftur í Þór. Elín Klara Þorkelsdóttir, 18 ára leikstjórnandi úr Haukum, og Ethel Gyða Bjarnasen, 17 ára markvörð- ur úr HK, eru nýliðar í tuttugu manna landsliðshópi kvenna í hand- knattleik sem Arnar Pétursson landsliðsþjálfari tilkynnti í gær. Þær hafa vakið athygli með frammistöðu sinni í úrvalsdeildinni í haust, sem og með U18 ára lands- liðinu sem þær léku báðar með fyrr á þessu ári. Ethel Gyða hefur haft nóg að gera í marki HK sem hefur átt erfiða byrjun á Íslandsmótinu en Elín Klara er markahæsti leik- maður Hauka í haust með 20 mörk í fyrstu þremur leikjunum í deild- inni. Íslenska liðið leikur tvo vináttu- landsleiki í Færeyjum 29. og 30. október en mætir síðan Ísrael í tveimur leikjum í forkeppni heims- meistaramótsins á Ásvöllum 5. og 6. nóvember. Hópurinn er þannig skipaður: MARKVERÐIR: Ethel Gyða Bjarnasen, HK Hafdís Renötudóttir, Fram Sara Sif Helgadóttir, Val AÐRIR LEIKMENN: Aldís Ásta Heimisdóttir, Skara Andrea Jacobsen, EH Aalborg Berglind Þorsteinsdóttir, HK Díana Dögg Magnúsd., Zwickau Elín Klara Þorkelsd., Haukum Hildigunnur Einarsdóttir, Val Jóhanna M. Sigurðard., Skara Lovísa Thompson, án félags Perla Ruth Albertsdóttir, Fram Rakel Sara Elvarsdóttir, Volda Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór Sandra Erlingsdóttir, Metzingen Steinunn Björnsdóttir, Fram Sunna Jónsdóttir, ÍBV Thea Imani Sturludóttir, Val Unnur Ómarsdóttir, KA/Þór Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram Ungir nýliðar í 20 manna landsliðshópi Ljósmynd/IHF Nýliði Elín Klara Þorkelsdóttir í leik með U18 ára landsliðinu. Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, tók þátt á æfingu liðsins í Tallinn í Eist- landi í gær fyrir leik þess gegn heimamönnum í riðli 3 í undankeppni EM 2024 í dag. Aron gat ekki tekið þátt í öruggum 36:21-sigri Íslands gegn Ísrael í fyrsta leik beggja liða í undankeppninni í liðinni viku vegna smávægilegra meiðsla en ferðaðist með liðinu til Tallinn. Alls fóru 17 leikmenn út til Eistlands og tóku þeir allir þátt á æfingunni í keppnishöllinni Kalevi Spordihall í höfuðborg Eistlands í gær. 16 leikmenn verða, sem venja er, á leikskýrslu og því kemur það í ljós í dag hvort Aron verði einn þeirra og taki þátt í leiknum, sem hefst klukkan 16.10 að íslenskum tíma. Engir aðrir leikmenn íslenska liðsins hafa glímt við meiðsli undanfarna viku og ættu því að vera klárir í slaginn. Eistland tapaði fyrsta leik sínum í undankeppninni, 31:23, þegar liðið sótti Tékkland heim síðastliðinn miðvikudag. gunnaregill@mbl.is Aron æfði í Eistlandi í gær Aron Pálmarsson ÍBV freistar þess um helgina að fylgja Valskonum eftir og komast í þriðju umferð Evrópubikarsins í handbolta. Eyjakonur mæta Ionias frá Grikk- landi og fara báðir leikir liðanna fram í Vestmannaeyjum í dag og á morg- un en þeir hefjast klukkan 14 báða dagana. Sæti í 32ja liða úrslitum keppn- innar er í húfi. Ionias er frá Nea Ionia, úthverfi Aþenu, og hefur fimm sinnum orðið grískur meistari. Liðið vann þá fimm titla á jafnmörgum árum, frá 2014 til 2018, en frá þeim tíma hefur PAOK frá Þessaloníku einokað meistaratit- ilinn. Ionias lék um árabil í Evrópukeppni, nær óslitið frá aldamótum til 2019, en spilar nú fyrstu Evrópuleiki sína í þrjú ár. Síðast komst liðið áfram árið 2015, gegn enska liðinu London HC, en féll út gegn mótherjum frá Portú- gal, Tyrklandi og Rússlandi í fyrstu atrennu þar á eftir. ÍBV þekkir vel til gríska handboltans eftir að hafa slegið út grísku liðin PAOK (53:51 samanlagt) og Panorama (55:44 samanlagt) á síðasta tímabili en þá komust Eyjakonur í átta liða úrslit Evrópubikarsins. Tveir Evrópuleikir í Eyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.