Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 48
Sýning með verkum eftir mæðgurnar Louisu Matthías- dóttur (1917-2000) og Temmu Bell (f. 1945) verður opnuð kl. 14 í dag, laugardag, í nýjum sýningarsal, List- heimum í Súðarvogi 18. Verkin hafa ekki verið sýnd áð- ur hér á landi. Verk Louisu hafa áratugum saman notið mikilla vinsælda, hér á landi og í Bandaríkjunum. Louisa lagði ætíð áherslu á að koma til Íslands með verk að sýna. Temma, einkadóttir hennar, hefur haldið áfram að uppfylla þá ósk móður sinnar en hún er einnig listamaður og sýnir reglulega vestanhafs. Þetta er í þriðja skipti sem hún sýnir sín eigin verk hér á landi. Sýna verk mæðgnanna Temmu Bell og Louisu Matthíasdóttur LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 288. DAGUR ÁRSINS 2022 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.330 kr. Áskrift 8.383kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Íslandsmeistarar Vals í körfuknattleik karla höfðu naumlega betur gegn Grindavík, 68:67, í 2. umferð Subway-deildarinnar í Grindavík í gærkvöld og unnu þar með sinn fyrsta deildarsigur á tímabilinu. Nýliðar Hauka báru sigurorð af Þór frá Þorlákshöfn, 90:84, í Ólafssal að Ásvöllum, og hefur Hafnarfjarðar- liðið unnið báða leiki sína í deildinni til þessa. »40 Fyrsti sigur Vals og Haukar með fullt hús stiga ÍÞRÓTTIR MENNING gefnar um 200 máltíðir á dag og opið sé alla daga ársins. „Það fara um 150 til 200 lítrar af mjólk á viku á kaffi- stofunni og um 30 lítrar af súpu á dag, en við njótum mikillar góðvildar og fáum gefins mat frá fyrirtækjum og einstaklingum.“ Í því sambandi segir hún frá eldri hjónum á Suður- landi, sem hafi bakað vænan skammt af hjónabandssælu, döðlubrauði og bananabrauði og gefið kaffistofunni baksturinn á dögunum. „Þau hringdu daginn eftir og spurðu hvernig hefði líkað en þá var allt bú- ið.“ Edda segir að Samhjálp fái jafn- framt fjárframlög frá einstaklingum og fyrirtækjum og sé í samstarfi við stjórnvöld og sveitarfélög um rekst- urinn. „Fólk er mjög þakklátt og já- kvætt í garð Samhjálpar.“ Sjálfsaflafé stendur að stórum hluta undir rekstrinum og þar skipt- ir kótilettukvöldið mjög miklu máli, en auk þess eru tekjur af Samhjálp- arblaðinu, sölu dagbóka og merkja- sölu, sem stendur yfir til loka októ- ber. Á næsta ári verður landssöfnun fyrir nýju varanlegu húsnæði fyrir kaffistofuna. „Kótilettukvöldið er tækifæri til þess að kynna starfsem- ina og um leið mikilvæg fjáröflun,“ leggur Edda áherslu á. „Það er helsti viðburðurinn í starfsemi Sam- hjálpar.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kótilettukvöld Samhjálpar verður í veislusal Knattspyrnufélagsins Vals á Hlíðarenda nk. þriðjudag, 18. októ- ber. „Við höfum verið með þessa fjáröflun árlega frá 2006 nema hvað við urðum að gera hlé vegna sam- komutakmarkana í Covid,“ segir Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, en aðgöngumiðar eru komnir í sölu (tix.is). Fyrstu árin var skemmtunin hald- in í húsnæði Samhjálpar við Stang- arhyl og síðan var hún í mörg ár í Súlnasal Hótel Sögu. „Kótilettu- kvöldið hefur alltaf verið vel sótt og þegar við fórum að leita að heppilega stóru húsnæði buðu Valsmenn okkur veislusal sinn án endurgjalds. Við þáðum það með miklum þökkum enda dýrt að leigja svona sal.“ Edda bætir við að félagar í Klúbbi mat- reiðslumeistara sjái um matreiðsl- una. „Þeir gera það í sjálfboðavinnu, vilja leggja sitt af mörkum til Sam- hjálpar og samfélagsins rétt eins og tónlistarfólkið sem kemur fram. Það hefur alltaf gefið sína vinnu og til dæmis hefur Kristján Kristjánsson, KK, verið fastagestur.“ Dagskráin stendur frá klukkan 19 til 22 og þá verða m.a. sagðar reynslusögur og boðið upp á þögult uppboð. Samhjálp í hálfa öld Samhjálp var stofnuð 31. janúar 1973 í þeim tilgangi að hjálpa þeim sem eru á jaðri samfélagsins og hef- ur það verið markmiðið allar götur síðan. Hlaðgerðarkot, elsta meðferð- arheimili landsins, var opnað 6. júlí 1974, vísir að kaffistofu Samhjálpar tók til starfa 1981 og byrjað var að bjóða þar heitan mat 1983. Sam- hjálparblaðið kom fyrst út 1983 og er gefið út þrisvar á ári. Samhjálp rek- ur tvö áfanga- og stuðningsheimili, annað í Kópavogi og hitt í Reykjavík, auk áfangaheimilis í Reykjavík sem tengist Hlaðgerðarkoti. Edda segir að starfið hafi gengið mjög vel. Þörfin hafi lengi verið stöð- ug en aukist undanfarin ár. Í kaffi- stofu Samhjálpar í Borgartúni séu Samhjálp gefur um 200 máltíðir á dag - Kótilettukvöldið á þriðjudag helsta fjáröflun félagsins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á skrifstofunni Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.