Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2022 Á fund „Við erum farin á ríkisráðsfund,“ sagði Guðni forseti sposkur á svipinn þegar hann og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra prófuðu þessi fjórhjól á Landbúnaðarsýningunni í gær. Eggert Í vikunni mælti ég fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um réttindi og skyld- ur starfsmanna ríkis- ins. Markmið frum- varpsins er að auka sveigjanleika í opin- beru starfsmanna- haldi og einfalda reglur um starfslok ríkisstarfsmanna. Breytingarnar miða aðallega að því að fella niður þá skyldu forstöðumanns að áminna starfsmann með formlegum hætti vegna brots hins síðarnefnda á starfsskyldum eða þegar hann hefur ekki staðið undir þeim kröfum sem leiða af starfi hans. Þetta ferli er enda bæði þung- lamalegt og tímafrekt. Með breytingunum sem lagðar eru til er sömuleiðis stigið lítið skref í þá átt að jafna réttarstöðu rík- isstarfsmanna og starfsmanna á almennum markaði. Lög um réttindi og skyldur rík- isstarfsmanna voru upphaflega sett árið 1954, en gildandi lög eru frá árinu 1996. Umræddar reglur um áminningu og uppsagnir, sem frumvarpið tekur til, hafa í megin- atriðum haldist óbreyttar frá upp- hafi. Á sama tíma hafa aðstæður í samfélaginu og hjá hinu opinbera gjörbreyst. Verkefni ríkisins hafa breyst, þau eru orðin umfangsmeiri og oft og tíðum hliðstæð verkefnum á al- mennum markaði, auk þess sem stofnun umboðsmanns Alþingis og setning stjórnsýslulaga hafa stór- aukið starfsöryggi ríkisstarfs- manna. Starfsmannahald hins opinbera hefur vaxið jafnt og þétt og fjölg- un opinberra starfa hefur verið mikil, en samkvæmt tölum Hag- stofunnar voru launþegar hjá hinu opinbera um þriðj- ungur af heildarfjölda launafólks í landinu á síðasta ári. Laun op- inberra starfsmanna hafa líka hækkað mun hraðar á undan- förnum árum en laun á almenna mark- aðnum. Þar eru að verða umskipti frá því sem áður var. Laun og tengdur kostnaður eru um fjórðungur af út- gjöldum ríkisins. Það er mikil- vægt að þessir fjármunir nýtist sem best og starfsemin sé eins hagkvæm og skilvirk og mögu- legt er. Það skal áréttað að breytingar- frumvarpið snýr ekki að því að af- nema réttaröryggi opinberra starfsmanna í samskiptum við vinnuveitanda sinn. Það verður áfram mun meira en það sem launþegar á almennum vinnu- markaði búa við. Umræða um breytingu á lögum um ríkisstarfsmenn hefur verið tekin margsinnis á Alþingi, en Ríkisendurskoðun hefur gert at- hugasemdir við málsmeðferð við uppsagnir ríkisstarfsmanna og lagt til að breyta þurfi lögunum á þennan hátt. Það er von mín að nú verði loksins gerðar löngu tímabærar breytingar á þessum lögum. Diljá Mist Einarsdóttir » Það er mikilvægt að þessir fjármunir nýtist sem best og starf- semin sé eins hagkvæm og skilvirk og mögulegt er. Diljá Mist Einarsdóttir Höfundur er þingmaður Sjálfstæð- isflokksins. Löngu tímabærar breytingar á lögum um ríkisstarfsmenn Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur fullyrðir að „að öll opinber og sam- þykkt markmið snúa að því að draga úr bílaum- ferð“ (frétt mbl. 1.10. ’22). Þetta er tímaskekkja. Á síðustu 10 árum hafa sér- fræðingar Evrópu í um- ferðarmálum orðið sam- mála um að þetta mark- mið megi ekki setja. Hér segir skipulagsfulltrúi beint að öll opinber markmið þjóni þessum eina tilgangi. Umferð er einkenni borga og for- senda lífsgæða íbúa hennar. Því stærri sem borgin er því hreyfanlegri þurfa íbúar hennar að vera og því meiri umferð. Umferðin er það sem gerir verðmæti borgarlandsins meira en annars lands. Það er hlutverk yf- irstjórnar borgarinnar, að svo miklu leyti sem fjárhagur borgarinnar og eldra skipulag leyfir, að sjá íbúunum fyrir nægu ferðarými þar sem þeir komast um eins hratt og öryggissjón- armið leyfa. Bíllinn er hér á landi það tæki sem þjónar íbúum borgarinnar best á lengri vegalengdum en hjóla- færi. Jafnframt hefur hann stuðlað að efnahagslegum og menningarlegum framförum landsins alls og höfuðborg- arsvæðisins sérstaklega. Að setja sér það markmið að draga úr bílaumferð er að vísa íbúum borgarinnar aftur á bak til fátækari fortíðar. Mikil umferð bíla hefur vissulega ýmsa ókosti í för með sér, svo sem mengun. Hér er mengun svo lítil að fréttnæmt þykir fari hún yfir viðmið- unarmörk, auk þess sem orkuskiptin munu verulega minnka hana. Erlend- is þar sem mengun er vandamál er það frekar hreina loftið sem er frétt- næmt. Aðferð nútímans, þegar reynt er að kljást við vanda umferðar, er ekki sú að tefja fyrir bílum heldur beina um- ferð þangað sem betra er að hafa hana. Fyrstu skrefin eru að áætla þörf íbúanna fyrir hreyfan- leika eftir því hvernig menn sjá borgina vaxa. Síðan er gerð áætlun um hve miklum hreyf- anleika borgin treystir sér til að halda við og það verður sú lykil- áætlun sem meira og minna stýrir framtíð- aruppbyggingu. Slík áætlun er ekki til hér eftir því sem næst verður komist. Stefnumörkun mið- ar síðan að því að gera íbúana minna háða bílnum, ekki því að hefta för bíla. Boðið er upp á fleiri hjóla- og göngu- stíga og þar sem þessi umferð bland- ast bílaumferð þarf að huga sér- staklega að öryggisatriðum sem kunna að tefja bílana. Þegar umferð- artafir eru orðnar svo miklar að strætó á sérakrein yrði fljótari í förum en einkabíllinn, þrátt fyrir öll sín stopp, þá er kominn tími á sérakreinar og efldar almenningssamgöngur, fyrr ekki. Hins vegar þarf að vera búið að marka þeim pláss miklu fyrr. Sjá þarf fyrir með góðum fyrirvara hvaða hverfi það verða þar sem íbúarnir munu búa við svo langan ferðatíma að þeir leiti frekar í almenningssam- göngur á sérakrein en í einkabílinn en við það minnkar umferð bíla sjálf- krafa. Frekari ráðstafanir liggja síðan í ákvörðunum um landnotkun. Bílaum- ferð er leidd fram hjá miðborginni svo umferð þar minnkar enn meir. Minnk- andi bílaumferð leiðir til að hægt verð- ur að auka rými fyrir gangandi veg- farendur og fækka bílastæðum, jafn- vel hækka stæðisgjöld sem hvetur til notkunar annarra fararmáta. Þannig verður hægt að skapa fólki betri íverustaði innan borgar þar sem fólk sinnir erindum sínum, mörgum á sama stað. Einnig má ræða um að fjölga borgarmiðjum. Áhrifaríkustu aðgerðirnar hafa sýnt sig að vera þær þar sem einn þátturinn er umferðargjöld sem nýtt eru til að stýra umferðinni. Allar að- gerðir verða þó að framkvæmast á réttum tíma við rétt ástand umferðar til að nýtast vel og þarf til þess mikla fyrirhyggju og góðar spár. Hjá ESB er í gangi sérstakt prógramm til að hjálpa minni borgum að tileinka sér þau fræði sem til þarf við að efla sam- ráð og spá um framtíðina með árangri. Allar miða þessar ráðstafanir að því að auðvelda íbúum borganna lífið, ekki að því að tefja þá eða flækjast fyrir þeim. Það hefur hins vegar sýnt sig að þar sem svo háttar til að stór- borgin samanstendur af mörgum lög- sagnarumdæmum og eitt er stærst með stærsta viðskiptakjarnann, flest- ar stjórnarbyggingar og áhugaverð- ustu staðina, þar hneigist sá stóri aðili stundum til að þrengja að umferð inn í miðborgina og hefta þannig för þeirra sem í útborgum búa til vinnu sinnar. Þetta skapar vandamál. Reykjavík hefur gert þetta með því að leggjast á móti vel virkum mislægum gatnamót- um innan sinna vébanda og vill að sögn skipulagsfulltrúa tefja umferðina enn meir. Þessar tafir leggja hömlur á lífsgæðasköpun og verðmætasköpun íbúa svæðisins og geta valdið ótíma- bærri stöðnun höfuðborgarsvæðisins þegar fram í sækir. Umferðartafir kosta íbúa, fyrirtæki og stofnanir á höfuðborgarsvæðinu mikið og eru líklega farnar að kosta um 50 milljarða á ári. Þetta er mikil blóðtaka fyrir þjóðarbúið, samsvarar svona einni loðnuvertíð árlega og menn kvarta vel ef loðnan hverfur. Það er ekki ásættanlegt ef stærsta sveitarfélag landsins, Reykjavík, með úreltum vinnubrögðum og rangsnú- inni stefnumörkun stuðlar að slíkri blóðtöku engum til gagns. Elías Elíasson »Umferðin er það sem gerir verðmæti borgarlandsins meira en annars lands. Elías Elíasson Höfundur er verkfræðingur. Liggja markmið skipu- lagssviðs Reykjavíkur aftur í fátækt fortíðar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.