Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 41
Leikurinn gegn Ísrael á mið-
vikudagskvöldið sýndi hversu
gríðarleg breidd er um þessar
mundir í íslenska karlalandslið-
inu í handknattleik.
Um þessar mundir leika sjö
Íslendingar í sterkustu keppni
heims, riðlakeppni Meistara-
deildarinnar, þar sem sextán
bestu lið Evrópu etja kappi í allan
vetur. Aðeins tveir þeirra, Gísli
Þorgeir Kristjánsson og Bjarki
Már Elísson, spiluðu gegn Ísrael.
Hins vegar voru í íslenska lið-
inu á miðvikudag átta leikmenn
úr þýsku 1. deildinni, sterkustu
landsdeild heims, og þar vantaði
þó þann sterkasta, Ómar Inga
Magnússon.
Einhverjir vissu ekki hver
þetta var sem spratt upp í stöðu
Ómars sem örvhent skytta og
varð markahæstur Íslendinganna
í leiknum. Þetta var Kristján Örn
Kristjánsson og hann spilar með
einu af bestu liðum Frakklands,
sem er fastagestur í Evrópu-
keppni.
Kristján hefur verið á meðal
markahæstu manna í frönsku
deildinni síðustu tvö ár en hefur
verið þriðji maður í sína stöðu í
íslenska landsliðinu, á eftir Óm-
ari Inga og Viggó Kristjánssyni.
Þá á liðið ennþá inni Hauk
Þrastarson sem er enn korn-
ungur og að byggja sig upp á ný
eftir erfið meiðsli hjá pólska
stórliðinu Kielce, sem er eitt af
bestu liðum Evrópu.
Það skemmtilega við þetta
landslið í dag er hversu ungir
liðsmennirnir eru að árum. Bjarki
og Aron Pálmarsson eru orðnir
gömlu mennirnir ásamt hinum
ódrepandi Björgvini Páli Gúst-
avssyni sem virðist eiga mörg ár
eftir enn.
Íslenska liðið mætir Eist-
landi í Tallinn í dag. Það getur
orðið snúinn útileikur en spili lið-
ið af sama krafti og gegn Ísrael
frá byrjun verður hann ekki
spennandi!
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2022
KNATTSPYRNA
Besta deild karla:
Breiðholt: Leiknir R. – ÍA ..................... L14
Keflavík: Keflavík – FH......................... L14
Víkin: Víkingur R. – KA......................... L17
Kópavogur: Breiðablik – KR............ L19.15
Úlfarsárdalur: Fram – ÍBV ................... S17
Hlíðarendi: Valur – Stjarnan ............ S19.15
HANDKNATTLEIKUR
Evrópubikar kvenna:
Eyjar: Ionias – ÍBV................................ L14
Eyjar: ÍBV – Ionias ................................ S14
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
Úlfarsárdalur: Fram – Haukar ............. L14
Garðabær: Stjarnan – HK ..................... L14
KA-heimilið: KA/Þór – Selfoss.............. L15
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Úlfarsárdalur: Fram U – Aftureld... L16.15
Hlíðarendi: Valur U – Fjölnir/Fylkir .... S16
KÖRFUKNATTLEIKUR
VÍS-bikar karla, 32ja liða úrslit:
Akureyri: Þór Ak. – Stjarnan ................ S15
Egilsstaðir: Höttur – Þór Þ............... S19.15
Meistaravellir: KR b – KR ................ S19.15
1. deild kvenna:
Smárinn: Breiðablik b – Stjarnan......... L18
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót karla, Hertz-deildin:
Akureyri: SA – SR............................. L16.45
Íslandsmót kvenna, Hertz-deildin:
Akureyri: SA – SR ............................. S16.45
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Meistaramót Íslands í víðavangshlaupum
fer fram í Laugardal í Reykjavík í dag og
hefst við tjaldstæðið kl. 10 með yngstu
flokkum. Elstu flokkarnir leggja síðan af
stað klukkan 11. Keppt er í bæði einstak-
lings- og sveitakeppni.
UM HELGINA!
N’Golo Kanté, miðjumaður enska
knattspyrnufélagsins Chelsea og
franska landsliðsins, verður frá í
um þrjá mánuði vegna alvarlegra
meiðsla aftan á læri. Þar með miss-
ir hann af HM 2022 í Katar, sem
hefst í næsta mánuði. The Athletic
greindi frá í gær.
Kanté hafði verið frá vegna
meiðsla aftan á læri síðan 14. ágúst
en hóf æfingar að nýju í lok sept-
ember. Í liðinni viku meiddist hann
aftan á læri að nýju og eru meiðslin
enn alvarlegri að þessu sinni. Kanté
vann HM 2018 með Frakklandi.
Kanté missir af
HM í Katar
AFP
Meiddur N’Golo Kanté verður ekki
með á HM 2022 í næsta mánuði.
Breski framherjinn Callum Lawson
er kominn aftur til Íslandsmeistara
Vals í körfuknattleik karla eftir
stutta dvöl hjá franska B-deildarlið-
inu JA Vichy.
Lawson gekk til liðs við Vichy í
júní síðastliðnum en var á dögunum
leystur undan samningi. Valur
hafði því hraðar hendur og samdi
við hann að nýju. Samningurinn
gildir út yfirstandandi tímabil.
Lawson hefur orðið Íslandsmeist-
ari tvö tímabil í röð, fyrst með Þór
frá Þorlákshöfn á síðasta ári og svo
með Val síðastliðið vor.
Aftur til Íslands-
meistaranna
Morgunblaðið/Kristinn
Íslandsmeistari Callum Lawson er
kominn aftur á Hlíðarenda.
FÓTBOLTI
Ólafur A. Pálsson
oap@mbl.is
Arnar Grétarsson var á dögunum
ráðinn þjálfari karlaliðs Vals í knatt-
spyrnu en hann lét af störfum hjá
KA í september. Arnar skrifaði und-
ir fjögurra ára samning við Hlíðar-
endafélagið. Hann segir það að
ákveðnu leyti hafa verið auðvelda
ákvörðun að semja við Val enda sé
um að ræða eitt mest spennandi fé-
lagið hér á landi en jafnframt hafi
verið erfitt að kveðja KA því hann
hafi notið tíma síns á Akureyri og
eigi þar marga góða vini í dag.
Blaðamaður settist niður með
Arnari á heimili hans í Kópavogi og
talið barst strax að vistaskiptunum.
„Þegar Valur kom inn í myndina
var ég ekki búinn að fá tilboð frá
KA. Forsvarsmenn félagsins höfðu
talað um það opinberlega að til stæði
að ræða við bæði mig og einhverja
leikmenn eftir síðasta leik í deildar-
keppninni. Eftir síðasta leikinn, sem
var einmitt gegn Val, hafði óháður
aðili samband og spurði hvort ég
hefði áhuga á að hitta forsvarsmenn
Vals. Þarna átti ég um það bil fimm
vikur eftir af samningi og er svo
bara samningslaus og þetta er auð-
vitað mín vinna,“ segir Arnar.
Arnar féllst á að hitta forsvars-
menn Vals og skömmu seinna fékk
hann samningstilboð frá félaginu.
Arnar segist hafa látið forsvarsmenn
KA vita og hafi beðið svara sem hafi í
raun ekki borist. Hann segir að Hlíð-
arendaliðið hafi þrýst á ákvörðun af
hans hálfu og þar sem KA hafi ekki
brugðist við hafi Arnar gefið Val lof-
orð sitt.
„Nokkru síðar hafa forsvarsmenn
KA samband við umboðsmann minn
og spyrja hvort enn sé tími til að
gera mér tilboð og þá var þeim tjáð
að ég væri búinn að taka ákvörðun,“
bætir hann við.
Ber engan kala til KA
Arnar segir í sjálfu sér ómögulegt
að segja í hvaða átt hann hefði farið
ef KA hefði gert honum tilboð í tæka
tíð. Hann segir jafnframt að hann
hafi gefið félaginu tíma til að sýna
sinn hug og hafi tekið endanlega
ákvörðun á þeim forsendum.
„Ég ber engan kala til KA og skil
sáttur við félagið. Ég var svekktur
að ná ekki Evrópusæti í fyrra en við
kepptum bæði árin um Íslands-
meistaratitilinn og ég er stoltur af
því. KA er með frábæran dreng í
Hallgrími Jónassyni og ég óska hon-
um og félaginu alls hins besta. Ég er
þakklátur fyrir minn tíma fyrir norð-
an og fyrir allt góða fólkið sem ég
kynntist á tíma mínum hjá félaginu.
Ef KA hefur í raun og veru viljað
halda mér, þá vona ég að félagið læri
á því og bregðist frekar við fyrr en
seinna í sambærilegum málum í
framtíðinni.“
Hrifinn af umhverfinu
Arnar segir að hann hafi auðvitað
vilja klára keppnistímabilið með KA
en á sama tími skilji hann ákvörðun
félagsins að láta leiðir skilja þegar
hann hafði samið munnlega við ann-
að félag. Hann segist virkilega
spenntur fyrir verkefninu hjá Val
enda sé allt til alls á Hlíðarenda.
Hann segir mjög mikinn metnað og
sterka hefð innan félagsins og það sé
markmið þess að slást um alla titla
sem í boði eru.
„Mér finnst mjög aðlaðandi að
starfa fyrir félag sem gerir alltaf
kröfur um árangur. Ég er hrifinn af
umhverfinu innan félagsins en það
er mikil samheldni og samgangur á
milli deilda, svolítið eins og hjá KA
en á stærri skala. Hjá KA var mikil
samvinna og samheldni milli sér-
staklega fótboltans og handboltans
en hjá Val erum við með körfubolt-
ann líka og allt stærra,“ segir Arnar.
Ferskt blóð en engin bylting
Hann segist ekki ætla að bylta
leikmannahópnum hjá Val. Arnar
segir að hann vilji ekki fá tíu nýja
leikmenn og senda tíu leikmenn frá
félaginu en að auðvitað verði ein-
hverjar breytingar.
„Við verðum að fá ferskt blóð inn.
Það eru einhverjir leikmenn að
verða samningslausir en þetta snýst
frekar um að fá inn þrjá eða fjóra
leikmenn til að fríska upp á hópinn.
Valur hefur verið að berjast á toppn-
um undanfarin ár, ef við tökum síð-
ustu sex ár þá er Valur með helming-
inn af titlunum. Vissulega höfum við
horft upp á tvö mögur ár en engu að
síður hefur liðið haft á að skipa
svakalega flottum leikmannahóp
sem hefur af og til spilað glimrandi
flottan bolta. Við viljum reyna að
skerpa aðeins á hlutunum og svo er
það alltaf þannig að með nýju fólki
koma einhverjar nýjar áherslur.“
Arnar segist vera kominn langt
með að mynda starfslið í kringum sig
hjá Val. Hann segist vera kominn
með bæði aðstoðarþjálfara og mark-
mannsþjálfara en sé enn á höttunum
eftir styrktarþjálfara. Arnar segist
aðspurður ekki geta rætt persón-
ur og leikendur í því sambandi en að
það komi allt saman í ljós á næst-
unni. Hann segir að verið sé að setja
saman flott þjálfarateymi þar sem
menn verði í fullu starfi hjá félaginu.
Erum á eftir Blikum og Víkingi
Arnar segir það ekkert launung-
armál að Valur vilji vera á pari við
Breiðablik og Víking þegar kemur
að umræðunni um Evrópukeppni en
hann segir að það komi til með að
þýða mikla vinnu hjá þjálfurum, leik-
mönnum og öllum í kringum liðið.
„Við sjáum það á hlaupatölum og
ýmsum tölum sem mæla form leik-
manna að Valur er aðeins fyrir aftan
Breiðablik, Víking og KA. Það tekur
svolítinn tíma fyrir þjálfara að koma
að sínum hugmyndum en þegar þú
ert með marga góða leikmenn, eins
og raunin er hjá Val, þá tekur það
minni tíma. Draumurinn okkar er að
komast inn í riðlakeppni í Evrópu.
Það er ekki auðvelt en það er alls
ekki útilokað og það er allt í lagi að
leyfa sér að dreyma um slíka hluti en
þá þarf að gera allt rétt. Menn þurfa
að hugsa vel um sig og æfa vel. Við
þurfum að nýta öll þau greiningar-
tæki sem standa okkur til boða til að
reyna að bæta litlu hlutina og bæta
leikmennina. Ef þú gerir það þá er
hægt að gera ótrúlegustu hluti,“ seg-
ir Arnar.
Fagmennska Arnars og Óskars
Arnar segir mikið bil á milli ís-
lensku liðanna og þeirra evrópsku
liða sem hafa verið að leika í riðla-
keppnum í Evrópu en með því að
vinna af fagmennsku að öllu innan
félaganna, líkt og nafni hans Gunn-
laugsson og Óskar Hrafn Þorvalds-
son hafa gert hjá Víkingi og Breiða-
bliki, þá minnki bilið.
„Þeir hafa unnið af mikilli fag-
mennsku og þeim hefur tekist að há-
marka það sem þeir eru með í hönd-
unum og það er auðvitað markmið
okkar að gera slíkt hið sama hjá Val.
Það er svo mikilvægt í nútímafót-
bolta að nota þær tölfræðiupplýs-
ingar sem liggja fyrir. Hér áður fyrr
voru evrópsku liðin með mikil njósn-
arateymi en það hefur dregið veru-
lega úr því með tilkomu tölfræði-
upplýsinga á undanförnum árum.
Þeir sem eru góðir í að nota þessar
upplýsingar geta náð mjög langt,“
segir Arnar Grétarsson, nýráðinn
þjálfari Vals, í samtali við Morgun-
blaðið.
Draumurinn okkar er að
komast í riðlakeppnina
- Arnar Grétarsson skilur sáttur við KA og ætlar sér langt með Valsliðið
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Hlíðarendi Arnar Grétarsson stýrði KA til fjórða sætis 2021 og skildi við lið-
ið í þriðja sæti í ár. Hann tekur nú við Val sem er sem stendur í sjötta sæti.