Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2022 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sýning á verkum Zanele Muholi, samtímalistamanns og aðgerðasinna frá Suður-Afríku, verður opnuð í dag, 15. október, í þremur af sölum Lista- safns Íslands. Á henni má sjá yfir hundrað ljósmyndir auk vídeóverka eftir Muholi sem er samtímaljós- myndari og kýs að nota persónu- fornafnið hán. Eru verk háns í til- kynningu sögð gefa innsýn í líf svarts fólks sem tilheyri hinsegin samfélag- inu í Suður-Afríku og víðar. „Þá varpa myndir háns ljósi á og leitast við að fræða áhorfendur um það mis- rétti sem þessir hópar verða fyrir samtímis því að skapa jákvæðar birt- ingarmyndir fyrir hópa sem er síður fjallað um eða fjallað um á villandi hátt. Muholi beinir linsunni einnig að sjálfu sér en hán býr til sjálfsmyndir sem takast á við hugmyndir um kyn- þátt, sögu og sýnileika,“ segir m.a. í tilkynningunni. Aðskilnaðarstefnan í Suður-Afríku var opinberlega afnum- in árið 1994 en þrátt fyrir að stjórnar- skrá hins suðurafríska lýðveldis, sem tekin var í gildi 1996, hafi verið sú fyrsta í heiminum til að banna mis- munun á grundvelli kynhneigðar með lögum, er hinsegin samfélagið þar í landi enn skotspónn fordóma, haturs- glæpa og ofbeldis, eins og bent er á. Sýningin var upphaflega sett upp í Tate Modern í London og fór þaðan í Bildemuseet í Umeå í Svíþjóð og Kunstforeningen GL Strand í Kaup- mannahöfn. Sýningarstjórar eru Yasufumi Nakamori, yfirsýningar- stjóri frá Tate Modern; Harpa Þórs- dóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, og Vigdís Rún Jónsdóttir, sýningar- stjóri í sama safni, og sýningar- hönnuður er Helgi Már Kristinsson. Sýningin er skipulögð af Tate Mod- ern í samstarfi við Listasafn Íslands, GL Strand og Bildmuseet Umeå. Tími til kominn Blaðamaður sló á þráðinn til Naka- mori í fyrradag og spurði hann fyrst að því hvers vegna Tate Modern hefði ákveðið að setja upp sýningu á verk- um Maholi. Hann svarar því til að Maholi hafi verið meðal mikilvægustu myndlistarmanna undanfarin tíu ár eða þar um bil, af þeim sem nota ljós- myndir og vídeó sem miðil. Því hafi verið tími til kominn að kafa dýpra í list háns með yfirlitssýningu í Bret- landi og færa það samfélag sem hán hafi skrásett með verkum sínum inn í safnið. Verk háns séu mikilvæg og falleg og mikil að gæðum. Eitt af lykilverkum Muholi, Som- nyama Ngonyama, má sjá á sýning- unni en hán hóf að vinna að því árið 2012. Verkið er samsett úr fjölda sjálfsmynda Muholi sem eru bæði undurfallegar á að líta og skoða um leið þá pólitík sem felst í hugmyndum um kynþátt og spurningum um sýni- leika. Á sýningunni eru verkin á dökkmáluðum vegg sem kallast á við áherslur Muholi í ljósmyndunum því hán eykur í þeim andstæður svarts og hvíts og gerir húðlit sinn dekkri. Nakamori bendir á að heitið Som- nyama Ngonyama þýði „Heill svörtu ljónynjunni“ á súlúsku, móðurmáli Maholi, sem talað er af Súlúum. Andlit og áfangar Önnur áhugaverð syrpa er Faces and Phases sem Muholi hóf að vinna að mun fyrr, árið 2006, og telur yfir 500 verk. Þar er á ferðinni fjöldaport- rett sem hyllir og heldur á lofti nafni þátttakenda sem heimild um líf svartra samkynhneigðra kvenna, trans fólks og kynsegin einstaklinga, eins og segir í tilkynningu og hvað tit- ilinn varðar þá vísar „faces“ eða „and- lit“ til þeirra sem sitja fyrir á mynd- unum og „phases“ eða „áfangar“ í það ferðalag sem fyrirsæturnar eiga að baki og hvert þær eru komnar í lífinu. Nakamori segir Maholi hafa í fram- haldi af þessari syrpu fengið áhuga á því að beina linsunni að sjálfu sér og gert tilraunir með lýsingu og eftir- vinnslu sem geri það að verkum að húðliturinn sé misdökkur. Þessar myndir hefur hán tekið víða um heim. Talið berst að aðgerðasinnanum Maholi og notkun háns á ljósmynda- miðlinum í því skyni. Nakamori bend- ir á að þessi notkun á ljósmyndum sé ekki ný af nálinni í myndlist og að rekja megi hana til heimildar- ljósmyndunar. „Heimildarljósmynd- arar hafa tekið afstöðu með aðgerða- sinnum í sínum verkum og hvað Maholi varðar er ljósmyndun hluti af aktívismanum,“ bendir Nakamori á og að myndavélin sé öflugt vopn í baráttunni fyrir frelsi og réttindum. Í tilkynningu kemur fram að margir samstarfsaðilar háns séu jafnframt hluti af samvinnuhópnum Inkanyiso sem þýði „ljós“ á súlúsku, móðurmáli Muholi, og að yfirlýst markmið Ink- anyiso sé að stuðla að fræðslu og búa til og deila þekkingu til margs konar hópa en sér í lagi til þeirra sem eiga undir högg að sækja eða eru sýndir í ófögru ljósi af helstu fjölmiðlum. Lykilverk og syrpur Á sýningunni má sjá mörg ólík verk og syrpur sem Muholi hefur gert á ferli sínum, allt frá árinu 2002. Only Half the Picture (2002-2006) nefnist fyrsta syrpan og fjallar um þolendur hatursglæpa í Suður- Afríku. Being er önnur og hóf Muholi að vinna að henni árið 2006. Í henni eru ljósmyndir af pörum og sýna vel þá nánd sem ríkir þeirra á milli og hvert par er sýnt í skjóli staðar sem það telur öruggan. Einnig eru á sýn- ingunni portrett af transkonum, sam- kynhneigðum karlmönnum og kyn- segin fólki sem myndað hefur verið á almannafæri sem er hluti af aktívism- anum sem Muholi er þekkt fyrir. Margir þeirra staða hafa mikla þýð- ingu þegar kemur að sögu Suður- Afríku. Ekki eru síður áhrifaríkar ljósmyndir Muholi af jarðarförum fórnarlamba hatursglæpa og fólki sem berst gegn hatri í garð þel- dökkra, samkynhneigðra, transfólks og annarra kúgaðra hópa. Syrpan Brave Beauties er einnig talin meðal lykilverka og í henni beinir hán lins- unni að transkonum og kynsegin fólki með portrettum af manneskjum sem skilgreina kyn sitt með öðrum hætti en karl eða kona, líkt og Muholi gerir sjálft. Minna þau verk á tísku- ljósmyndir þó umfjöllunarefnið sé auðvitað allt annars eðlis. Spjall fyrir opnun Áður en opnun hefst í dag mun Nakamori ræða við Muholi um verk háns, kl. 13.30, og fer það samtal fram í Safnahúsinu á Hverfisgötu 15. Að því loknu hefst opnun í Listasafni Ís- lands með ávarpi Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra. Nakamori er spurður að því um hvað hann ætli að ræða við Maholi og segist hann m.a. ætla að spyrja út í þau verk sem hán hafi unnið á tímum heimsfaraldursins en Maholi hafi snúið sér að skúlptúr og málverkum meðfram ljósmyndun. „Það hefur orðið einhver breyting á listsköpun háns sem mig langar að vita meira um. Maholi setti líka á laggirnar lista- stofnun þar sem hán hefur verið að kenna ungum listamönnum og mig langar líka að vita meira um hana,“ segir Nakamori. Sýningin stendur yfir til 12. febrúar 2023. Ljósmynd/Zanele Muholi /Birt með leyfi Listasafns Íslands Ljónynja Úr syrpunni Somnyama Ngonyama eða Heill svörtu ljónynjunni. Verkið heitir Ntozakhe II, Parktown Johannesburg, frá árinu 2016. Myndavélin er öflugt vopn - Yfirlitssýning á verkum Zanele Muholi verður opnuð í Listasafni Íslands í dag - Aðgerðasinni og samtímaljósmyndari - Sýningarstjóri hjá Tate Modern segir verk Muholi mikilvæg og falleg Þessi atburður er umfjöllunarefni nýjustu bókar Einars Kárasonar, Opið haf. Söguþráðurinn lýsir að- draganda slyssins, atvikum við það og það sem mestu varðar hvernig upplifun Guðlaugs var á þeim tíma er hann var við það að missa vonina og reyna að bjarga eigin lífi á sundi og gangi til byggða. Sagan er einföld og skýr. Lesandi á þegar í upphafi auðvelt með að setja sig inn í tíðaranda sjávarpláss á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, hugarheim og bakgrunn Guð- laugs. Höfundur fylgir vel lýsingum Á rið 1984, nánar tiltekið að- faranótt 12. mars þess árs, sökk 75 tonna eikar- báturinn Hellisey VE 503, austur af Heimaey. Um borð voru fimm ungir menn og fórust fjórir þeirra. Einn bjargaðist með undra- verðum hætti með því að synda í land um sex kílómetra leið er tók hann jafn- margar klukku- stundir og gekk loks í þrjá tíma í viðbót í gegnum úfið hraun til byggða. Mað- urinn var Guðlaugur Friðþórsson og er sund þetta talið eitt mesta afrek Íslendings á síðari tímum þar sem hann sigraði óblíð náttúruöflin. Guðlaugs á slysinu eins og þær komu fram í viðtali Árna Johnsen er tekið var nokkrum dögum eftir slys- ið og þeim flóknu pælingum er fóru um huga Guðlaugs þann tíma sem hann var að reyna að komast til lands og byggða. Höfundur gæðir þessar frásagnir lífi með sínum skýra og fallega frásagnarstíl þar sem hárbeittur húmor höfundar skín í gegn. Margar atvikslýsingar í bókinni eru eftirminnilegar og má þar sér- staklega nefna frásögn af upplifun 12 ára drengs á Heimaeyjargosinu í janúar 1973. Lesandi upplifir sterkt hve ógnvekjandi sá atburður hefur verið fyrir íbúa Vestmannaeyja og tímabundnir búferlaflutningar erf- iðir þeim er án fyrirvara þurftu að yfirgefa heimkynni sín. Opið haf er vel skrifuð saga um hræðilegt slys þar sem fjórir menn á tvítugs- og þrítugsaldri létu lífið en einn lifði af með undraverðu afreki. Hún fjallar um vonir og væntingar, ástina, lífið eftir dauðann og margt annað sem mannfólkið veltir fyrir sér á erfiðum tímum en fyrst og fremst er hún skrifuð af nærgætni og virðingu gagnvart þeim fjöl- mörgu sjómönnum sem látið hafa líf- ið við að brauðfæða íslenskt efna- hagskerfi. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Einar Kárason „Opið haf er vel skrifuð saga um hræðilegt slys“ þar sem einn lifði af með undraverðu af- reki, segri gagnrýnandinn. Vel skrifuð saga um hræðilegt slys Skáldsaga Opið haf bbbbn Eftir Einar Kárason. Mál og menning 2022. Innbundin, 126 bls. PÁLL EGILL WINKEL BÆKUR Ólafur Elíasson píanóleikari kemur fram á tónleikum í menningarhús- inu Hofi á Akureyri á morgun, sunnudag, klukkan 16. Hann leikur þar prelódíur og fúgur eftir J.S. Bach úr „velstillta píanóinu“ og sónötu Op. 110 eftir L.V. Beet- hoven. Ólafur var nemandi Rögnvaldar Sigurjónssonar píanóleikara hér á landi en stundaði fyrst framhalds- nám í París hjá hinum þekkta píanóleikara Vlado Perlemuter og síðar í Englandi, meðal annars við konunglega tónlistarháskólann í London. Hann hefur komið fram í þekktum tónlistarhúsum á borð við Wigmore Hall í London, Carnegie Hall í New York og Kennedy Cent- er í Washington. Undanfarin sex ár hefur Ólafur leikið tónlist eftir J.S. Bach á vikulegum tónleikum í Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Ólafur Elíasson píanóleikari í Hofi Morgunblaðið/Heiddi Einleikarinn Ólafur Elíasson flytur á morg- un tónlist eftir J.S. Bach og Beethoven. Bassasöngvarinn Bjarni Thor Kristinsson kemur fram á einsöngs- tónleikum ásamt Ástríði Öldu Sig- urðardóttur píanóleikara í Sel- tjarnarneskirkju kl. 16 á morgun, sunnudag. Á dagskránni eru fjöl- breytileg íslensk sönglög, ljóða- söngvar og amerískir sálmar. Tón- leikarnir eru haldnir í tilefni af 30 ára afmæli listahátíðar kirkjunnar. Á hátíðinni eru einnig til sýnis 18 málverk eftir Louisu Matthías- dóttur úr einkasafni Sigurðar Arn- grímssonar, frænda hennar. Bjarni Thor er einn af fremstu óperusöngvurum þjóðarinnar. Hann hefur verið fastagestur við víðkunn óperuhús, meðal annars í Vín, Berlín, Chicago og Róm. Allir eru velkomnir á viðburði listahátíð- arinnar og aðgangur ókeypis. Bjarni Thor syngur í Seltjarnarneskirkju Morgunblaðið/Eggert Söngvarinn Bjarni Thor Kristinsson kemur fram ásamt Ástríði Öldu Sigurðardóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.