Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2022 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Vefverslun brynja.is 30% afsláttur af öllum vörum ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum 15. október 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 144.27 Sterlingspund 162.4 Kanadadalur 104.52 Dönsk króna 18.888 Norsk króna 13.572 Sænsk króna 12.761 Svissn. franki 144.47 Japanskt jen 0.9829 SDR 184.46 Evra 140.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 173.0645 BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Elsti bílaframleiðandi Kína hefur innreið sína á íslenska markaðinn í dag þegar BL kynnir til leiks rafmagnað flaggskip Hongqi. Nafnið er flestum framandi hér á landi en afar þekkt í heimalandinu, enda framleiðandi að þekktum glæsi- vögnum sem m.a. eru notaðir til þess að ferja hinn sífellt atkvæðameiri Xi Jinping, forseta landsins. Ísland er í hópi fyrstu Evrópuríkja sem fá hinn íturvaxna Hongqi E-HS9 á markað en Norðmenn riðu á vaðið fyrr á þessu ári í kjölfar þess að umboðsaðili framleiðandans þar í landi hóf að taka við pöntunum í hann undir lok síðasta árs. Viðtökurnar þar í landi hafa verið góðar enda norska þjóðin óseðjandi þegar kemur að rafbílum. Segir Brynjar Elefsen Óskarsson, fram- kvæmdastjóri sölusviðs BL, að 1.300 eintök hafi selst þar í landi til dagsins í dag. Fimm bílar seldust strax Viðtökurnar virðast ekki heldur ætla að láta standa á sér hér. „Við sendum út tilkynningu um frumsýninguna í gær [miðvikudag] og við erum búin að selja fimm bíla í dag. Allt í allt eru þetta því orðnir um 8 bílar,“ segir Brynjar og brosir. Hann segir að Hongqi sé gamal- gróið bílamerki í Kína og hafi auk þess komið að smíði bíla fyrir evrópska og japanska framleiðendur fyrir Kínamarkað á síðustu áratug- um, m.a. Toyota og Audi. „Þetta eru engir nýgræðingar og búa að mikilli þekkingu og reynslu,“ útskýrir hann. Spurður út í hvernig það hafi komið til að BL tók við um- boði fyrir kínverska framleiðandann segir Brynjar að fulltrúar Hongqui hafi átt frumkvæðið. „Þeir vilja vinna með reynslumikl- um aðilum. Við búum nú þegar yfir þekkingu á þjónustu og öðru varð- andi rafbíla og þá erum við einnig komin með góða reynslu af MG en það eru einnig kínverskir bílar.“ Sífellt fleiri kínverskir Þegar rýnt er í sölutölur nýrra bíla sem Bílgreinasambandið heldur til haga má sjá að á fyrstu níu mánuðum þessa árs voru nýskráðir 228 bílar af gerðinni Polestar sem Brimborg flytur inn. Það er kínverskur bíla- framleiðandi sem farið hefur mikinn að undanförnu, ekki aðeins hér á landi heldur einnig í Noregi. Þá voru nýskráðir á fyrstu níu mánuðum ársins 29 Maxus-bílar sem einnig eru kínverskir að uppruna. Fyrrnefndir MG-bílar voru nýskráðir í 240 eintök- um. Þótt hlutdeild þessara framleið- enda sé enn tiltölulega smá í heildar- samhengi hlutanna þá verður að taka tillit til þess að Kínverjar hafa ekki gert sig gildandi á bílamarkaði hér á landi fram til þessa. 100 bílar á nýju ári Daníel Snær Sigfússon er vöru- merkjastjóri hjá BL. Hann segir að ráð sé gert fyrir 30 Hongqi-bílum til landsins á þessu ári, til viðbótar við þá fjóra sem nú þegar eru komnir. „Við erum svo að gera ráð fyrir um 80-100 bílum á næsta ári sem við teljum ágætt miðað við stærð og verð bílsins,“ segir Daníel. Brynjar tekur undir það en segir að ekki verði staðar numið þar. Stefnt sé að því á síðari hluta næsta árs að minni tegund frá framleiðandnum verði einnig komin á markað hér. „Þá gerum við ráð fyrir því að fimm rafbílar frá Hongqi verði komnir á markað hér árið 2024,“ segir Brynjar. Öllu flaggað Rauða flaggið, eða Hongqi, sem nú er farið að sjást á götum borgarinnar lætur taka eftir sér enda ytra byrði bílsins afar íburðarmikið. En það á einnig við um innanstokkinn sem er allur hinn veglegasti. Bíllinn kemur raunar í tveimur útfærslum hvað rafhlöðu varðar og einnig sætafjölda. Þannig er minni rafhlaðan 84 kWh og er gefið upp að hún tryggi bílnum drægi allt að 396 kílómetrum (sennilega nær 320). Stærri rafhlaðan sem er 99 kWh á að skila 465 kílómetrum en dregur sennilega eitthvað í kringum 100 km lengra en sú minni. Með minni rafhlöðunni kostar bíllinn frá 10,7 milljónum króna og með stærri rafhlöðunnifrá 12,3 milljónum. Kína lætur til sín taka á bílamarkaði Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Risi Hongqi E-HS9 er engin smásmíði. Vegur tæp 3 tonn og er 5 metrar og 20 sentímetrar á lengd. Hann kemur í sex og sjö sæta útfærslu. Þykir honum að mörgu leyti svipa til Rolls-Royce þótt sitt sýnist hverjum um það. Rauða flaggið » Hongqi merkir á kínversku rauða flaggið. » Fyrirtækið var stofnað árið 1959 og er í eigu FAW Car Company. » Bílar á borð við Audi 100 og Lincoln Town Car voru á sínum tíma framleiddir í Kína og seld- ir þar í landi undir merkjum Hongqi. - Sífellt fleiri kínverskir bílar í boði - Sterkir á rafbílamarkaði - Framleiðendur með reynslu af bílasmíði fyrir alþjóðleg vörumerki - Risavaxinn Hongqi sem svipar til Rolls-Royce fæst fyrir rúmar 10 m.kr. Brynjar Elefsen Óskarsson Daníel Snær Sigfússon « Hagnaður byggingafélagsins Jáverks á Selfossi nam í fyrra rúm- um 742 milljónum króna, saman- borið vði 640 milljónir króna árið áður. Tekjur félagsins voru rétt rúmir níu milljarðar króna og jukust um tæpa 1,4 milljarða króna á milli ára. Laun og launatengdur kostnaður nam um 892 milljónum króna á árinu og hækkaði um 80 milljónir króna á milli ára. Jáverk er í eigu GG ehf., sem er að mestu í eigu þeirra Gylfa Gíslasonar, framkvæmdastjóra Jáverks, og Guð- mundar B. Gunnarssonar, yfirmanns framkvæmda. Eigið fé félagsins var í árslok rúmir 2,6 milljarðar króna en félagið greiddi einn milljarð króna í arð til eigenda sinna á árinu. Gylfi Gíslason Jáverk hagnaðist um rúm- ar 740 milljónir króna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.