Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Efla þarf haf- rannsóknir hér á landi. Þetta er niður- staða nýrrar skýrslu, sem Jó- hann Sigurjóns- son, fyrrverandi forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, hefur skilað til Svandísar Svavars- dóttur matvælaráðherra. Það þarf ef til vill ekki að koma á óvart að fyrrverandi stjórnandi stofnunar komist að því að hana þurfi að efla. Stað- reyndin er hins vegar að sú vinna sem innt er af hendi í Hafrannsóknastofnun er mjög veigamikil fyrir eina af undir- stöðuatvinnugreinum þjóðar- innar. Úthlutun aflamarks í kvóta- kerfinu byggist á niðurstöðum stofnunarinnar og því er mik- ilvægt að hún hafi burði og bol- magn til að vinna sín störf sómasamlega. Þeir sem sækja sjóinn gagn- rýna iðulega niðurstöður Hafró. Sú gagnrýni getur vel verið rétt, en það styrkir hana ekki að allajafna fylgir að veiðiflotinn verði var við mun meiri fisk í sjónum en fram komi í mælingum stofnunar- innar, og því mætti kvótinn vera meiri. Í skýrslu sinni segir Jóhann að efla þurfi rannsóknir á ný- liðun nytjastofna, á erfðasam- setningu þeirra og hugsan- legum áhrifum þrýstings vegna veiða í ára- tugi og vali á stærð veiðarfæra. Þá þurfi að kortleggja og greina búsvæði á hafsbotni og vakta smærri fiski- stofna á grunnslóð. Hann leggur áherslu á að þau vöktunarverkefni, sem séu undirstaða fiskveiðiráðgjafar- innar, verði tryggð þannig að ávallt sé hægt að gera þau með sama hætti ár eftir ár. Það ætti auðvitað að vera sjálfsagt því að mælikvarðinn þarf alltaf að vera sá sami eigi niðurstöður að vera sambærilegar. Eins og Jóhann bendir á get- ur skortur á rannsóknum hæg- lega leitt til þess að stofnar verði annaðhvort vannýttir eða ofnýttir. Útgerðin hefur verið kjöl- festa í íslensku athafnalífi. Mikilvægi fiskveiðanna sást best þegar bankarnir fóru á hliðina. Þá hjálpaði sjávar- útvegurinn að halda sjó þar til sprengingin varð í ferða- mennsku. Fiskveiðarnar þurfa að vera sjálfbærar. Þar er mikið í húfi. Vísindunum kann að vera áfátt í ýmsu. Er þá ekki verið að varpa rýrð á þau. Staðreyndin er einfaldlega sú að höfin eru erfitt og flókið rannsóknar- verkefni. Að því leyti eru vís- indin eins og lýðræðið, þau kunna að vera gölluð, en við höfum ekkert betra. Skortur á rann- sóknum getur leitt til of- eða vannýtingar} Efling hafrannsókna Mótmælin í Ír- an hafa nú staðið í tæpan mánuð. Rúmlega hundrað manns liggja í valnum, karlar, konur og börn. Hin nýju fórnarlömb vekja ekki síður reiði en grimmileg örlög Möhsu Amini, sem lést 16. september eftir illa meðferð í höndum írönsku siðgæðislög- reglunnar, sem hefur stundað það að áreita konur standi hárlokkur undan hinum skyldubundna höfuðklúti og handtaka. Stjórnvöld hafa brugðist við með fullri hörku, skotið gúmmíkúlum og alvöruskotum, ráðist á fólk með barsmíðum og notað táragas. Í vikunni fyrirskipaði yfir- maður dómskerfisins síðan dómurum að sýna for- sprökkum mótmælanna enga vægð. Óverðskulduð samúð og vægð væru óréttlæti gagnvart írönsku þjóðinni. Þetta eru uggvekjandi skila- boð, ekki síst í ljósi þess að nú situr á forsetastóli harðlínu- maður með flekkaðar hendur. Ebrahim Raisi var kjörinn forseti í fyrra. Hann var í lok níunda áratug- arins einn af fjór- um saksóknurum í svokallaðri dauðanefnd í um- dæminu Teheran. Ruhollah Khomeini erkiklerkur skipaði slíkar dauðanefndir á laun um allt land til að uppræta andóf í landinu. Sett voru á laggirnar sýndarréttarhöld og dæmdu nefndir þessar að talið er fimm þúsund pólitíska fanga til dauða. Margir þeirra voru ungir að árum, unglingar eða rétt rúmlega tvítugir. Raisi stuðlaði að því að dauðadóm- unum var fullnægt með hraði. Raisi hefur gætt þess í dómskerfinu æ síðan að refsi- vendinum væri haldið hátt á lofti. Á því fékk fjöldi manna að kenna, sem hlutu þunga dóma fyrir að taka þátt í mót- mælum árið 2009 gegn stjórn- völdum fyrir að hagræða úr- slitum forsetakosninga. Nú á enn að nota þennan refsivönd afskræmds réttar- ríkis til að kveða þjóðina niður. Í Íran er afskræming réttarríkisins notuð sem refsivöndur} Enga vægð Í lögum um eftirlit með viðskiptahátt- um og markaðssetningu er kveðið á um að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skulu vera á ís- lensku. Neytendastofa hefur tekið til meðferðar átta mál vegna tungumáls í auglýs- ingum sem eiga að höfða til íslenskra neyt- enda frá árinu 2005, og er eitt mál til skoðunar hjá stofnuninni. Í öllum tilfellum var auglýs- ingunum breytt vegna athugasemda stofn- unarinnar. Ákvæði sem þetta skiptir máli og það er ánægjulegt að sjá fyrirtæki taka þessi tilmæli Neytendastofu til sín – en betur má ef duga skal. Íslensk tunga stendur á krossgötum móts við bjarta framtíð eða menningarlegt stórtjón ef ekki er staðið vel að málefnum hennar. Stjórnvöld hafa á undanförnum árum lagt mikla áherslu á að snúa vörn í sókn fyrir tungumálið með ýmsum hætti, en heildarframlag stjórnvalda nam rúmum 10 milljörðum króna á síðasta kjörtímabili til slíkra verkefna. Þingsályktun um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi sem samþykkt var á Alþingi í júní 2019 og aðgerðaáætlun sem henni fylgdi. Meginmarkmið hennar var að íslenska væri notuð á öllum sviðum sam- félagsins, íslenskukennsla og menntun yrði efld á öllum skólastigum og að framtíð íslenskrar tungu í stafrænum heimi yrði tryggð. Aukinheldur hefur fjármunum verið forgangsraðað í að styðja skapandi greinar þar sem ís- lenska er aðalverkfærið. Þannig var til að mynda íslensk bókaútgáfa efld með stuðningskerfi fyrir íslenska bóka- útgáfu sem felur í sér endurgreiðslu allt að 25% útgáfukostnaðar íslenskra bóka með frá- bærum árangri. Verkefnið er samt sem áður stórt og kallar á að við sem samfélag tökum þá ákvörðun að gera okkar eigin tungumáli hátt undir höfði. Ég skynja að vitundarvakning undanfarinna ára sé farin að skila árangri. Það gladdi mig að sjá Icelandair tilkynna nýverið um breytt fyrirkomulag við að ávarpa farþega um borð í vélum sínum með því að ávarpa fyrst á ís- lensku og svo á ensku. Þannig fá hin fleygu orð „góðir farþegar, velkomin heim‘‘ að hljóma strax við lendingu í Keflavík, sem mörgum finnst notalegt að heyra. Annar áfangi á þessari vegferð náðist í vik- unni þegar stjórn ISAVIA samþykkti bókun þess efnis að íslenska verði framvegis í for- grunni tungumála við endurnýjun merkingakerfis í flug- stöð Leifs Eiríkssonar en hingað til hafa merkingar verið fyrst á ensku og svo íslensku. Ofantalið skiptir máli og er ég þakklát hverjum þeim sem leggur sitt af mörkum til þess að gera tungumálinu okkar hærra undir höfði. Ég mun halda áfram að hvetja bæði fólk og fyrirtæki til þess að huga að tungumálinu okkar. Þrátt fyrir að íslenska sé ekki útbreidd í alþjóð- legum samanburði þá er hún er lykillinn að menningu okkar og sjálfsmynd. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Árangur fyrir íslenskuna okkar Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra og varafor- maður Framsóknar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Liz Truss, forsætisráðherra Bret- lands, vék í gær Kwazi Kwarteng, fjármálaráðherra sínum, til hliðar á sama tíma og hún lýsti því yfir að ríkisstjórn hennar hygðist breyta um stefnu í fjármálum ríkisins. Markaðir í Bretlandi hafa verið í uppnámi frá því að Kwarteng kynnti uppfærð fjárlög, þar sem meðal ann- ars átti að afnema hátekjuskatt, sem og að draga til baka fyrirhugaða skattahækkun á fyrirtæki. Truss lýsti því yfir í gær að hætt hefði nú verið við hvort tveggja, auk þess sem hún skipaði Jeremy Hunt í embætti fjármála- ráðherra í stað Kwartengs. Hann var áður utanríkisráðherra í rík- isstjórn Theresu May frá 2018-2019, auk þess sem hann keppti við Boris Johnson um leiðtogaembætti Íhalds- flokksins árið 2019. Truss vonast til þess að geta lægt þær öldur sem verið hafa í breskum stjórnmálum síðustu vik- urnar með aðgerðunum í gær, og lagði forsætisráðuneytið sérstaka áherslu á að engu öðru yrði breytt í fjárlögunum umdeildu. „Ég hef tek- ið afgerandi ákvarðanir í dag, því forgangsmál mitt er að tryggja efna- hagslegan stöðugleika okkar. Sem forsætisráðherra mun ég alltaf gera það sem er í þjóðarhag,“ sagði Truss á blaðamannafundi sínum í gær. Truss farin fyrir jól? Umbrot síðustu daga hafa hins vegar vakið upp þá spurningu hversu lengi enn hún muni endast sem forsætisráðherra Bretlands. Truss virðist nefnilega hafa náð að reita alla arma Íhaldsflokksins til reiði, bæði þá þingmenn sem voru andvígir efnahagsstefnu hennar og Kwartengs, og nú þá sem voru hlynntir breytingunum sem nú hafa verið látnar ganga til baka. Samkvæmt heimildum breska dagblaðsins Daily Telegraph, sem jafnan þykir vera hægra megin við miðju, velta óbreyttir þingmenn Íhaldsflokksins því fyrir sér hvort Truss verði enn forsætisráðherra um jólin. Heyrst hafa ýmsar kenn- ingar, bæði um hvernig brottför hennar verði háttað, sem og hver gæti verið í stakk búinn til þess að taka við ef hún yfirgefur embættið. Truss tók hins vegar sérstaklega fram á blaðamannafundinum í gær, að hún hefði ekki í hyggju að segja af sér. Það flækir málin nokkuð, að flokkurinn er nýbúinn að ganga í gegnum vantrauststillögu á leiðtoga sinn, og má því samkvæmt reglum hans ekki efna til annarrar slíkrar atkvæðagreiðslu í næstum því ár. 1922-nefndin, sem í sitja þeir þing- menn Íhaldsflokksins sem ekki sitja í ríkisstjórninni gæti hins vegar breytt þeim reglum, sér í lagi ef nógu margir þingmenn ákveða að lýsa yfir vantrausti á Truss með því að skila inn vantraustsbréfi til nefndarinnar. Þá hafa einnig heyrst háværar raddir innan þingflokksins, um að ef að það þyrfti að efna til nýs leiðtoga- kjörs, væri það brýn nauðsyn fyrir framtíð flokksins að fundinn yrði einstaklingur, sem gæti sameinað flokkinn að baki sér. Þannig yrði um leið komið í veg fyrir langa og harða kosningabaráttu um leiðtogaemb- ættið í annað sinn á mjög skömmum tíma. Er eining í kortunum? Sá möguleiki, sem nefndur hef- ur verið oftast, er að Penny Mor- daunt og Rishi Sunak, sem voru næst Truss í síðasta leiðtogakjöri, myndu komast að nokkurs konar samkomulagi um að deila með sér leiðtogaembættinu. Ólíklegt þykir þó að sú hug- mynd geti gengið eftir. Ekki síst vegna þess að innan raða þing- flokksins eru margir, sem eru sárir út í Sunak fyrir það hvernig hann beitti sér fyrir því að Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, missti leiðtogaembættið. Hafði breska ríkisútvarpið BBC eftir einum þingmanni að ef sú staða kæmi upp myndi hann sjálfur bjóða sig fram til þess að koma í veg fyrir að Sunak yrði „krýndur“ sem leið- togi flokksins. Aðrir sem nefndir hafa verið sem mögulegir arftakar eru Ben Wallace, varnarmálaráðherra, sem þykir hafa staðið sig vel í Úkra- ínustríðinu, en hann neitaði að bjóða sig fram eftir að Johnson sagði af sér í sumar, og Kemi Badenoch, ráð- herra alþjóðaviðskipta, sem náði góðum árangri í leiðtogakjörinu. Þá hafa sumir þingmenn flokks- ins sagt opinberlega, að þeir vilji að Boris Johnson taki aftur við leið- togaembættinu, þar sem hann sé sá eini, sem geti forðað flokknum frá afhroði í næstu kosningum. Verka- mannaflokkurinn mælist nú með 30 prósentustiga forskot á Íhaldsflokk- inn. Það er þó alls óvíst að Johnson hefði áhuga á því að snúa aftur, auk þess sem hann þykir mjög umdeild- ur meðal þingmanna flokksins. Það er því óvíst að hann gæti sameinað þá að baki sér, eftir allt sem á undan er gengið. U-beygja í breskum stjórnmálum AFP/Daniel Leal Í vanda Liz Truss hefur ekki átt sjö dagana sæla sem forsætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.