Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2022 Julep www.vest.is • Ármúli 17 • Sími: 620 7200 Stjórnendur Niceair, sem flýgur til Akureyrar og frá, eru að undirbúa sumaráætlun næsta árs og verður hún kynnt á næstunni. Fram- kvæmdastjórinn segir að áfanga- stöðum verði fjölgað og flogið oftar til meginlands Evrópu. Niceair hefur frá því í vor flogið tvær ferðir í viku til Kaupmanna- hafnar og eina til Tenerife. Varð fé- lagið að hætta við flug til Englands vegna þess að flugrekstrarleyfi Evr- ópusambandsins gaf ekki möguleika á því eftir að Bretar gengu úr sam- bandinu. Þorvaldur Lúðvík Sigur- jónsson framkvæmdastjóri segir að eftirlitsaðilar séu að vinna í þeim málum. Hann geti ekki svarað því hvenær flug hefjist til Bretlands því úrlausn leyfismála sé ekki í höndum Niceair. Þorvaldur segir reksturinn í meg- inatriðum eftir áætlun, þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður, meðal annars hátt olíuverð og hátt gengi banda- ríkjadals. Þá hafi það sett strik í reikninginn að fá ekki farþega frá Bretlandi nú í vetur. Félagið er með eina vél í notkun og er vegið meðaltal sætanýtingar 73% frá því rekstur hófst. Segist Þorvaldur ánægður með það. Spurð- ur hvort til standi að fjölga flug- vélum segir hann að flugvélakost- urinn verði í samræmi við áætlun næsta árs, sem kynnt verður á næst- unni. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Akureyri Fyrsta flugi Niceair til Kaupmannahafnar var fagnað í vor. Flogið oftar til meginlands Evrópu - Niceair kynnir sumaráætlun fljótlega Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Umboðsmaður Alþingis telur að túlkun innviðaráðuneytisins á lögum um búfjárhald og lögum um afrétta- málefni standist ekki. Beinir hann þeim tilmælum til innviðaráðuneyt- isins að það taki leiðbeiningar sem það hefur gefið út um viðbrögð sveit- arfélaga við ágangi búfjár á önnur heimalönd til endurskoðunar. Eigandi lögbýlis, sem stundar skógrækt en er ekki með fjárbúskap sjálfur, fór fram á það við bæjar- stjóra sveitarfélagsins í júní 2020 að hann sæi til þess að fé annarra sem gengur á landi hans verði smalað og komið til eigenda á þeirra kostnað. Bæjarstjórinn hafnaði þessu og sömuleiðis lögreglustjóri umdæm- isins. Næsta ráð eiganda jarðarinnar var að kvarta til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins með ósk um að bæjarstjórn yrði gert að fara að lögum og láta fjarlægja féð. Ráðuneytið leysti úr erindinu ári síðar með því að gefa út almennar leiðbeiningar um þær réttarreglur sem það taldi gilda um slík tilvik, það er að segja þegar óskað væri eft- ir smölun á landi þar sem lausa- ganga væri almennt leyfð af sveitar- félagi. Sættir sig ekki við lagatúlkun Í leiðbeiningunum kemur fram sú túlkun að ákvæði laga um búfjárhald gangi framar ákvæðum laga um af- réttarmálefni, fjallskil og fleira. Í því felist að umráðamanni lands beri sjálfum að taka ákvörðun um að til- tekið og afmarkað landsvæði sé frið- að til að umgangur og beit búfjár sé þar bönnuð. Jafnframt þurfi hann að ganga úr skugga um að vörslugirð- ingar uppfylli kröfur. Komist búfé eigi að síður inn á friðað land skuli hann ábyrgjast handsömun þess og koma því í örugga vörslu. Í þessu felst að landeigandinn getur ekki óskað eftir því við sveitarstjórn að hún láti smala ágangsfé sem heimilt er að hafa í heimahögum og reka þangað sem það á að vera á kostnað eiganda þess. Landeigandinn hélt áfram og kvartaði til umboðsmanns Alþingis. Í áliti sínu sem nú hefur verið birt telur umboðsmaður varhugavert að skýra ákvæði laga um búfjárhald frá árinu 2013 á þá leið að vilji löggjaf- ans hafi staðið til þess að kollvarpa aldagömlu réttarástandi og tak- marka eignarrétt umráðamanns lands með tilliti til ágangs búfjár. Umrædd ákvæði geti ekki orðið ann- ars efnis eða haft önnur réttaráhrif en þau sem texti þeirra mælir fyrir um, það er að segja að umráðmanni lands sé heimil sérstök friðun sam- kvæmt nánari ákvæðum og njóti þá þeirra heimilda sem kveðið er á um. Hafi umboðsmaður lands hins vegar ekki nýtt sér téða heimild gildi um réttarstöðu hans þær reglur sem að meginstefnu hafa gilt hér á landi frá fornu fari. Niðurstaða umboðsmanns er að sú afstaða ráðuneytisins sem birtist í umræddum leiðbeiningum samrým- ist ekki lögum og beinir hann þeim tilmælum til innviðaráðuneytisins að það taki þær til endurskoðunar með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem koma fram í álitinu og taki mið af þeim framvegis. Jafnframt sendir umboðsmaður afrit af álitinu til mat- vælaráðuneytis og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, vegna þeirrar réttaróvissu sem ríkir um ýmis at- riði málsins. Sveitarfélög þurfa að smala ágangsfé - Umboðsmaður Alþingis telur að túlkun ráðuneytis á lögum um búfjárhald og leiðbeiningar til sveitarfélaga standist ekki - Fjáreigendur gætu þurft að huga betur að vörslu kinda sinna Morgunblaðið/Eggert Kind Umboðsmaður Alþingis túlkar lögin öðruvísi en ráðuneytið. Sýningin Íslenskur landbúnaður 2022 fer fram í Laugardalshöll um helgina og ýmislegt hægt að skoða og smakka eins og sést á meðfylgjandi mynd þar sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Svandís Svav- arsdóttir, matvælaráðherra, ásamt Guðna Ágústssyni og Berglindi Häs- ler, gæða sér á gulrótum. Íslenskt grænmeti, beint frá bónda, er ekki dónaleg fæða og á sýningunni gefst tækifæri til að kynna sér einstaka framleiðslu íslenskra bænda. „Við finnum á viðtölum við bænd- ur að sveitirnar eru að blómstra,“ segir Ólafur M. Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri sýningarinnar. Hann segir að fjölbreytileikinn í fram- leiðslu bænda sé stöðugt að aukast. Hann segir markmið sýningarinnar vera að kynna þá miklu fjölbreytni sem finnst í íslenskum landbúnaði og gæði og hreinleika íslenskrar mat- vælaframleiðslu. Framþróun hefur verið ör í sveitum landsins. Víða eru gripahús orðin svo tölvuvædd að þeim er stjórnað heiman að úr stof- unni. En bændur geta líka sótt sýn- inguna sjálfir til að sjá það allra nýj- asta í tækjum og þjónustu fyrir landbúnaðinn og hlýða á fyrirlestra. Sýningin er opin í dag frá kl. 10-18 og á sunnudag frá kl. 10-17. Morgunblaðið/Eggert Gæddu sér á gómsætum gulrótum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.