Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2022 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Til greina kemur að íbúar á dreifbýl- um svæðum geti sjálfir tekið að sér vegagerð og flýtt þannig samgöngu- framkvæmdum sem tæpast þola bið. Ríkið gæti svo tekið vegina yfir í fyllingu tímans, enda sé gerð þeirra í upphafi samkvæmt ákveðnum skil- yrðum. Þetta er kjarni hugmynda um samfélags- vegi, sem Har- aldur Benedikts- son, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, kynnti á fundi á Hvammstanga á dögunum. Íbúar í Húnaþingi vestra eru langeygir eftir úrbótum á Vatnsnes- vegi, sem er 70 kílómetra löng mal- arbraut. Samkvæmt umferðartaln- ingu fara að jafnaði um 500 bílar á dag um veginn á degi hverjum, en þarna eru ferðamannastaðir svo sem selalátur við Illugastaði og klettadrangurinn Hvítserkur. Einn- ig umferð heimafólks, svo sem vegna sóknar í skóla og til vinnu, flutninga aðfanga til og frá sveita- bæjum og svo framvegis. Uppgreiddur vegur afhentur ríkinu Gildandi samgönguáætlun gerir ráð fyrir að Vatnsnesvegur verði endurbættur á næstu fimmtán ár- um, sem heimamenn telja of seint. Þeir vilja sjálfir og sveitarstjórnin í byggðinni taka málið í sínar hendur, sem lög heimila ekki. Því vill Har- aldur Benediktsson breyta. „Kjarni hugmyndar þeirra sem ég kynnti í Húnaþingi vestra er að heimamenn geti sjálfir tekið frum- kvæðið, svo miklu sem þau skipta fyrir mannlíf og atvinnu,“ segir Har- aldur. Útfærsla málsins er að sveit- arfélögum verði heimilt að standa fyrir stofnun á samgöngufélögum eftir atvikum í félagi með öðrum og leita fjárfesta. Gerður yrði samn- ingur við ríkið og Vegagerðina um verkefnið. Skilyrðin sem sett yrðu gætu þá verið til dæmis þau að fyrir- huguð vegaframkvæmd sé á sam- gönguáætlun til 15 ára, sveitarfélag- ið og fjárfestar geti komið með stofnframlag. Einnig að mælingar sýni að umferð um veginn sé sú að fjárfesting beri sig. Samningurinn við Vegagerðina sé þá að samgöngufélagið fái þau fram- lög, að hluta eða öllu, sem þegar er búið að merkja umræddu verkefni. Ríkið leggi vissulega fé í fram- kvæmd, en veggjöld og hlutafé flýti fyrir. Að þessu fengnu geti sveitar- félagið flýtt vegaframkvæmdum hugsanlega um einhver ár án þess að útgjöld ríkisins aukist eða sam- gönguáætlun sé aftengd. Að framkvæmdum loknum geti viðkomandi félag innheimt veggjöld fyrir notkun á veginum, sem upp- greiddur verður afhentur ríkinu. Í raun er þetta sama fyrirkomulag og gilti með Hvalfjarðargöngin. Þau voru grafin, gerð og rekin af Speli hf. sem afhenti þau ríkinu til eignar og afnota árið 2018, það er eftir tutt- ugu ára gjaldheimtu, utan hvað Hvalfjarðargöng fengu aldrei fram- lög skv. samgönguáætlun. „Hugmyndin byggist á hóflegri gjaldtöku og á móti kemur mun betri búsetukostur með góðum sam- göngum og sterkari innviðum,“ seg- ir Haraldur Benediktsson. „Stund- um er umferð ekki svo mikil að hún verði með öllu greidd með veg- gjöldum eingöngu. Því er hug- myndin sú að umrætt verkefni fái fé samkvæmt samgönguáætlun á áætl- uðum framkvæmdatíma.“ Framkvæmd bæti aðstæður Haraldur segir áhuga fjárfesta og lánveitenda í verkefnum sem þess- um væntanlega ráðast af því hve góða þeir telji fjárfestinguna. Sjálf- ur hafi hann góðar vonir um að áhuginn sé til staðar. „En ég vil ekki bara leggja vegi heldur að framkvæmdin bæti að- stæður bænda, íbúa á svæðinu og ekki síst ferðamanna. Að samhliða séu byggðir áningarstaðir, full- komin fjarskipti og aðstaða fyrir ný- orkubíla. Þetta er fjárfesting í upp- lifun ferðamanna sem koma frekar á svæði þar sem samgöngur eru greiðar og gott aðgengi að náttúru- perlum. Við verðum að hugsa sam- félagsvegi sem mótvægi við að byggð gefi eftir og einnig með tilliti til þess hvernig ferðamenn dreifast um landið, en spár gera ráð fyrir mikilli fjölgun þeirra á næstu ár- um,“ segir Haraldur og heldur áfram: „Ef heimafólk á hverjum stað vill flýta vegaframkvæmdum og er tilbúið að greiða veggjöld og inn- heimta þau af öðrum vegfarendum á ríkið ekki að standa í vegi fyrir slíku, sé Alþingi á annað borð búið að setja í samgönguáætlun að eigi að laga veginn. Ég held einmitt að þessi leið geti virkað vel víða í dreifbýlinu, þar sem vegir svara ekki kröfum nú- tímans. Slíkt er raunin víða til dæm- is í Norðvesturkjördæmi þar sem ég þekki best til, en ég hef einnig skoð- að með sama hætti að ráðast í endurbætur á Skógarstrandarvegi – sem er þá vegur sem stækkar veru- lega atvinnusvæði í landshlutanum.“ Malarvegum verður að fækka Haraldur Benediktsson segir að nú þegar hafi með samgöngusátt- mála höfuðborgarsvæðisins verið að nokkru opnað fyrir þá hugmynda- fræði sem samfélagsvegirnir bygg- ist á. Í borginni eigi að fara í um- fangsmiklar framkvæmdir en úti á landi séu málin í heldur minna broti. „Malarvegum í sveitum verður að fækka. Ég mun leggja fram þingmál þar sem opnað er fyrir þessa samn- inga. Mér finnst þingið ekki geta sagt nei ef íbúar vilja taka málin í eigin hendur. Með því erum við að valdefla sveitarfélög og leyfa þeim að ráða meiru um þróun sinnar byggðar. En ekki bara sitja eftir og vonast eftir að röðin komi að þeim eftir mörg ár. Og nú gerjast þessi hugmynd sem fékk góðar viðtökur í Húnaþingi vestra og sama var í sveitarstjórn Dalabyggðar. Þar er beðið eftir úrbótum á Skógarstrand- arvegi en eftir til vill gæti hug- myndin um samfélagsvegi virkað þar,“ segir Haraldur sem fór fyrir verkefninu Ísland ljóstengt. Í krafti þess voru settar út ljósleiðarateng- ingar víða í dreifbýlinu, sem þar hef- ur gjörbreytt búsetuskilyrðum og skapað ný atvinnutækifæri. Sú reynsla hafi sannfært sig um að heimamenn á hverjum stað séu bestir í að skilgreina þarfir sínar og koma með góðar útfærslur á málum. Mikilvægt sé að byggja á þeirri reynslu, nú í vegamálum. Íbúar taki frumkvæði í vegamálum - Talað fyrir nýrri nálgun - Stofnuð verði samgöngufélög í sveitum - Veggjöld og hlutafé flýti fyr- ir nauðsynlegum framkvæmdum - Sterkari innviðir - Betri búsetukostur með góðum samgöngum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vatnsnes Hlykkjóttur malarvegur sem ekki ber mikla umferð. Heimafólk þrýstir á um úrbætur, en biðin er löng. Hvammstangi Samfélag í örri þróun og vexti. Íbúar í kauptúninu eru nú um það bil 620, eða um það bil helmingur þess fólks sem býr í Húnaþingi vestra. Haraldur Benediktsson Karlotta Líf Sumarliðadóttir karlottalif@mbl.is Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hef- ur ákveðið að hætta rannsókn á til- drögum andláts farþega bifreiðar sem hafnaði utan vegar á Óshlíð árið 1973. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að ekkert bendi til annars en að farþeginn hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. Frá þessu greindi lögreglan á Facebook-síðu sinni síðdegis í gær. Auk ökumanns voru tveir farþegar í bifreiðinni sem hafnaði utan vegar, annar í framsæti og hinn í aftursæti. Hinn látni, sem var í aftursæti, hét Kristinn Haukur Jóhannesson og var aðeins nítján ára gamall. Lögreglan á Vestfjörðum hefur undanfarið verið með ákveðna þætti til rannsóknar, svo sem ljósmyndir af bílflakinu sem blaðaljósmyndarar tóku á sínum tíma. Lögregla gerði einnig kröfu um að heimilað yrði að grafa upp líkamsleifar hins látna, með vitund og samþykki ættingja. Líkamsleifar hins látna voru færð- ar til rannsóknar hjá réttarlækni sem hefur nú skilað lögreglu ítar- legri skýrslu um dánarorsök. Hefur lögregla sem fyrr segir ákveðið að hætta rannsókn málsins, með hlið- sjón af niðurstöðu réttarlæknis og öðrum þáttum sem rannsakaðir voru. Atvikið var á sínum tíma rannsak- að sem umferðarslys, en í aprílmán- uði í fyrra óskuðu nánustu ættingjar hins látna eftir því að málið yrði tek- ið upp á ný þar sem rannsókn máls- ins hefði verið ábótavant. Lögreglu- stjórinn á Vestfjörðum hafnaði þeirri beiðni sökum þess að engin ný gögn hefðu borist. Ættingjar kærðu þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem lagði fyrir lögregluna á Vestfjörðum að skoða ákveðna þætti málsins. Hætta rannsókn á slysi á Óshlíðarvegi - Réttarlæknir skilaði af sér ít- arlegri skýrslu Ljósmynd/Ljósmyndasafn Ísafjarðar Slys Bílflakið í fjörunni undir Ós- hlíðarvegi í september árið 1973.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.