Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2022 Faxafeni 14 108 Reykjavík www.z.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þrjár öflugar dísilrafstöðvar hafa verið settar upp við seiðastöð Arctic Fish í botni Tálknafjarðar. Hver stöð er 1.600 kílóvött að stærð og vegur 10 tonn. Þær eru settar upp saman í sérstakt hús sem byggt er yfir þær. Arctic Fish er að byggja við seiðastöðina svo framleiðslugetan tvöfaldast. Sigurvin Hreiðarsson stöðvarstjóri segir að þær vararaf- stöðvar sem fyrir eru geti ekki ann- að þörfum stöðvarinnar þegar raf- magnið fer af. Nauðsynlegt sé að auka öryggið. Fyrir eru tvær vararafstöðvar, báðar mun minni en þær stöðvar sem nú leysa þær af hólmi. Þess má geta að þegar tvö fisk- vinnslufyrirtæki voru rekin á Tálknafirði þurfti 1.200 kílóvatta vararafstöð fyrir þau og alla íbúa þorpsins. Sýnir þetta hversu mikið fyrirtæki seiðastöð Artic Fish er. Ótryggt rafmagn Sigurvin segir að rafmagnið í Tálknafirði og á Vestfjörðum sé svo ótryggt að nauðsynlegt sé að hafa mikið og öruggt varafl. Hann segir að stöðin sé vel vöktuð og sjáist vel þegar flökt sé á rafmagninu þótt fólkið í þorpinu verði ekki vart við það í sínu daglega lífi. Stöðin er með vatnsendurnýtingarkerfi og er því algerlega háð rafmagni við dæl- ingu vatns. Segir Sigurvin að ef dælurnar stoppa verði fljótt léleg vatnsgæði og súrefnisþurrð. Með vélunum öflugu er keyptur samfösunarbúnaður sem gerir starfsmönnum kleift að hefja keyrslu vélanna og taka þær inn á kerfið án þess að rjúfa straum og aftengja þær með sama hætti. Þrjár öflugar vara- aflstöðvar settar upp - Seiðastöð Arctic Fish þarf öruggt varaafl fyrir reksturinn Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson Flutningur Hver dísilrafstöð vegur 10 tonn. Hér er verið að setja eina þeirra á sinn stað í seiðastöðinni. „Við vorum með áætlun gegn kyn- ferðisáreitni og ofbeldi sem við vor- um nýbúin að endurskoða og við höf- um verið að fylgja henni. Við erum að bíða eftir nýrri áætlun sem ráðu- neytið og Sam- band íslenskra framhaldsskóla- nema ætla að vinna saman,“ segir Steinn Jó- hannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Kynferðisáreiti innan framhaldsskóla komst eiginlega í beina útsendingu frá skólanum fyrr í mánuðinum þegar nemendur höfðu í frammi hörð mótmæli vegna kyn- ferðisbrotamáls sem þolanda fannst ekki tekið nægilega vel á. Þótt eflaust hafi það tekið á að vera í kastljósinu, í þessu viðkvæma máli, segist Steinn fagna um- ræðunni. „Það er brýnt að eiga þetta samtal og mikilvægt að leitast alltaf við að gera betur. Við getum alltaf bætt ferlið og mér finnst umræðan jákvæð í þá átt af hálfu yfirvalda, nemenda og skólaumhverfisins alls.“ Eins og fram hefur komið bað Steinn strax útskrifaðan nemanda, sem var þolandi í máli í skólanum, af- sökunar og þótt ekki hafi allir tekið því vel, hafi hann skynjað hvað við- komandi var létt. „Það að allir séu ekki ánægðir með viðbrögðin, sýnir að það þarf að gera betur og að við þurfum að vanda okkur í þessum málaflokki. Það eru skilaboðin.“ Stuðningur frá ráðuneyti Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, sendi öllum stjórnendum framhalds- skóla bréf dagsett 5. október sl. þar sem beðið er um upplýsingar um hvernig staðið hafi verið að svona málum innan skólanna því ráðuneyt- ið sé að vinna markvisst að því að búa til samræmda aðgerðaáætlun gegn einelti, kynferðislegri áreitni og kyn- ferðisofbeldi fyrir framhaldsskólana. „Skólastjórnendur fagna þessu framtaki hjá ráðuneytinu. Svo er já- kvæð þessi mikla aðkoma nemenda að þeirri vinnu.“ Steinn segir að það sé alltaf að mörgu að huga í skóla- samfélaginu og mikilvægt að nem- endum líði vel í skólanum. „Þessi um- ræða í vikunni, um hatursorðræðu í grunnskólunum, er líka nokkuð sem þarf að taka á og við þurfum fræðslu á öllum skólastigum um það hvernig best sé að taka á henni.“ Nemendum þarf að líða vel í skólanum - Samræmd áætlun gegn kynferðisbrotum Steinn Jóhannsson Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, sagði í samtali við mbl.is í gær að eðli málsins samkvæmt uppfyllti enginn, sem Alþingi veitir íslenskan ríkis- borgararétt, stjórnsýsluleg skilyrði um ríkis- borgararétt. Ef viðkomandi ein- staklingar upp- fylltu skilyrðin færu þeir í gegn- um Útlendinga- stofnun, ekki Al- þingi. Dómsmála- ráðuneytið hefur gagnrýnt vinnulag þingsins við af- greiðslu umsókna um ríkisborgara- rétt, eins og blaðið fjallaði um í gær. Undirnefnd, sem fer yfir umsókn- irnar hverju sinni, hefur ákveðið svig- rúm til að meta og ákveða hverjir það eru sem Alþingi veitir ríkisborgara- rétt. Á boðunarlista í afplánun „Þar eru engin skilyrði fyrir því hvað þingið getur gert, enda er þingið allsráðandi í því,“ sagði Bryndís. Biðtími vegna brota hafi að sögn ráðuneytisins ekki verið liðinn í einu tilviki og í öðru tilviki hafi einstak- lingur verið á boðunarlista Fangels- ismálastofnunar. Dómsmálaráðu- neytið hefur farið þess á leit við allsherjar- og menntamálanefnd að funda með fulltrúum ráðuneytisins um málefni umsækjenda um íslensk- an ríkisborgararétt. Bryndís situr sjálf ekki í undir- nefndinni en hana skipa Birgir Þór- arinsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, sem fer fyrir nefndinni, Jódís Skúladóttir, þingmaður VG, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunn- arsdóttir, þingmaður Pírata. „Þau eru það fólk sem hefur farið í gegnum allar umsóknir og umsagnir. Ég veit að þau hafa þurft að halda marga fundi í kringum það og farið vel yfir þetta. Ég ber mikið traust til þeirra og þeirra vinnu. Þau telja að þessir einstaklingar sem þau leggja til fyrir nefndina, og nefndin hefur svo lagt fyrir Alþingi, séu þess verð- ugir að fá íslenskan ríkisborgara- rétt,“ segir Bryndís. „Það hefur verið ákveðin kergja á milli þings og stofnunarinnar um um- sagnir um umsóknir, afhendingu á þeim og hversu langan tíma það hefur tekið. Mín persónulega skoðun er sú að við þurfum að endurskoða þetta og gera þetta með öðrum hætti. Það er undirnefnd að störfum, sem ég stýri, sem er að fara yfir þá möguleika sem eru í stöðunni. Hvernig væri hægt að gera þetta öðruvísi. Enn sem komið er eru mjög skiptar skoðanir um það hvernig þessu er best fyrirkomið.“ Arndís Anna Kristínardóttir Gunn- arsdóttir, þingmaður Pírata, sem á sæti í undirnefnd allsherjar- og menntamálanefndar, sem fer yfir um- sóknir um ríkisborgararétt, tekur undir orð Bryndísar í samtali við Morgunblaðið. Segir hún það hryggilegt að dóms- málaráðuneytið sjái sér hag í því að koma af stað umræðu í fjölmiðlum um einstök mál. Slíkt setji þá einstak- linga í vonda stöðu sem fengið hafi ríkisborgararétt í gegnum þingið. Nöfn þeirra séu birt opinberlega. „Þetta er bara mjög alvarlegt,“ segir þingmaðurinn. Spurð út í hvernig það megi vera, að fólk á boðunarlista í afplánun fái ríkisborgararétt á Íslandi, segir Arn- dís það útilokað að hún ræði einstök mál við fjölmiðla. „Við skoðum hvert einasta mál og við höfum mjög ítarleg persónuleg gögn um alla umsækjendur. Við ósk- um eftir umsögn lögreglunnar og öll- um upplýsingum um stöðu fólks á Ís- landi. Þeir sem sækja um í gegnum Alþingi eru þeir sem uppfylla ekki öll skilyrði laganna. Fólk þarf að upp- fylla mjög ströng skilyrði til að fara í gegnum Útlendingastofnun og gagn- rýni ráðuneytisins beinist einmitt að þessum þætti,“ segir Arndís Anna. Kergja milli þings og ÚTL - „Ég ber mikið traust til þeirra“ Bryndís Haraldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.