Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2022 Skeifan 8 | Kringlan | Hafnartorg | Glerártorg | casa.is Verð 9.990 – 11.990,- Nýtt frá Specktrum Marmarabakkar 40 ÁRA Rakel er Keflvíkingur en býr í Reykjavík. Hún er bókmennta- fræðingur að mennt frá HÍ og formað- ur Kristilegu skólahreyfingarinnar. FJÖLSKYLDA Eiginmaður Rakelar er dr. Sigurvin Lárus Jónsson, f. 1978, prestur hjá Fríkirkjunni í Reykjavík. Sonur þeirra er Jón Tómas, f. 2015. Stjúpsynir eru Davíð, f. 2003 og Theodór, f. 2004. Foreldrar Rakelar eru hjónin Brynjólfur Nikulásson, f. 1961, múrari, og Ingunn Rögnvalds- dóttir, f. 1961, stuðningsfulltrúi, búsett í Keflavík. Rakel Brynjólfsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Græskulaust gaman er þér að skapi og það er sjálfsagt að lífga upp á tilveruna með þeim hætti. Gríptu tækifær- in sem gefast. 20. apríl - 20. maí + Naut Vendu þig á að taka strax á málum og leysa þau. Þú dregur andann léttar í kvöld. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú munt líklega lesa um allar gáfulegu lausnirnar á vandamáli þínu, en ferð líklega ekki eftir neinum af þeim. Gerðu þér dagamun, þegar allt er í höfn. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Einhver ættingi þinn bankar upp á og er stútfullur af nýjum og spennandi fréttum. Heimsókn gamals vinar kemur skemmtilega á óvart, en þú þarft að vera á varðbergi. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Samræður við vini einkennast af hlýju og vinskap. Einhver sem þú þekkir er á biðilsbuxunum. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Sættu þig við mistök þín og búðu þig undir að halda á vit ævintýranna. Þú ert með mörg járn í eldinum. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú munt áreiðanlega aldrei sjá sjálfa/n þig eins og annað fólk gerir. Þú kynnist spennandi manneskju fljótlega og hún mun fá þig til að endurmeta ýmis- legt. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Forðastu þær aðstæður sem valda þér álagi því þú ert ekki tilbúin/n til að takast á við slíkt núna. Þú mátt alveg eyða smá í sjálfa/n þig í dag. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Nýjar upplýsingar leiða til þess að þú átt erfitt með að taka ákvörð- un. Vertu góð/ur við sjálfa/n þig og aðra. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú ert ánægð/ur og sjálfs- örugg/ur í dag. Hvernig væri að reyna að grynnka á skuldunum? Eyddu næstu vik- um í að skilja hismið frá kjarnanum. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það kallar á heilmikið skipulag þegar margt liggur fyrir bæði í starfi og utan þess. Þú átt auðvelt með að hrista hugmyndir fram úr erminni. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú ættir að bregða þér í smá rannsóknarleiðangur í dag. Fjölskyldumál og annað er varðar heimilið þarfnast at- hygli þinnar núna. verið á sama stað í 33 ár og fór í Leið- sögumannaskólann. Ég leiðsegi ferðamönnum bæði á ensku og sænsku.“ Sveinn var síðast aðal- fyrirlesari á 240 manna ráðstefnu sérfræðinga í Tókýó árið 2019 um fiskveiðistjórnunarkerfið. „Ég komst að því að þótt Japanir séu líklega mesta fiskneysluþjóð í heimi þá eru þeir á byrjunarreit í fiskveiðistjórn- un. Þróunin þar hefur verið sú að þar eldast menn og hætta en enginn tek- aðlaga það í mikilvægum atriðum. Það varð til þess m.a. að gera nauð- synlega endurnýjun fiskiskipaflotans mögulega.“ Eftir að Sveinn hætti sem hag- fræðingur hjá SFS hefur hann starf- að sem leiðsögumaður og verið sjálf- stætt starfandi hagfræðingur. „Ég vildi prófa eitthvað nýtt eftir að hafa S veinn Hjörtur Hjartarson er fæddur 15. október 1952 í Reykjavík en er uppalinn í Kópavogi frá 1953. „Við vorum þarna í árdaga Kópavogs, bjuggum í Hvömmunum og hinum megin í daln- um var Fífuhvammur sem var bónda- bær. Ég æfði sund með Breiðabliki en líka ÍR og svo var ég með dúfur.“ Sveinn gekk í Barnaskóla Kópa- vogs, Gagnfræðaskóla Kópavogs, Gagnfræðaskóla Austurbæjar, varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1975 og lauk hagfræði- prófi (civilekonom) frá Gautaborgar- háskóla 1979. Síðar lauk hann leið- söguprófi frá Leiðsögumanna- skólanum í Kópavogi 2019. Eftir að Sveinn lauk námi var hann hagfræðingur hjá fjármálaráðuneyti, Fjárlaga- og hagsýslustofnun í þrjú ár, síðan rekstrarráðgjafi hjá Hag- vangi hf. og hagfræðingur Lands- sambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), síðar SFS, frá 1985-2018. „Mitt síðasta verk var að taka þátt í síðustu kjarasamningunum sem undirritaðir voru.“ Sveinn var fulltrúi útvegsmanna í Verðlagsráði sjávarútvegsins og síð- ar úrskurðarnefnd sjómanna og út- vegsmanna. Hann vann að kjara- samningum sjómanna og túlkun þeirra, sinnti hagrænni þjónustu við útvegsmenn og var með umfjöllun um málefni sjávarútvegsins á vett- vangi hans bæði heima og erlendis. Hann hefur skrifað greinar um sjávarútveg í blöð og tímarit. „Þegar ég kom til starfa hjá LÍU var fiskveiðistjórnunarkerfið búið að vera í tæp tvö ár til reynslu. Stór hluti af starfinu var að kynna það og kosti þess. Það má segja að starfið hjá mér hafi skipst í tvennt, fyrir og eftir 2000. Það var mikið umbrota- tímabil eftir 1988 og nánast efna- hagshrun. Þjóðarsáttin kemur eftir það og þetta var barátta frá degi til dags við að halda útveginum gang- andi. En eftir 2000 var megin- áherslan í mínu starfi að vinna að kjarasamningum við sjómenn. Árið 2004 náðum við að gera mikilvæga samninga við fulltrúa sjómanna um endurskoðun aflahlutakerfisins og ur við, náttúrulögmálið er þar að verki, en sjómönnum þar hefur fækk- að úr milljón niður fyrir hundrað þús- und á undanförnum áratugum.“ Sveinn var stjórnarformaður Sam- ábyrgðar Íslands á fiskiskipum í 16 ár og sat í framkvæmdastjórn Vinnu- veitendasambands Íslands 1991- 1999. Hann var formaður atvinnu- veganefndar Kópavogs, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, hefur verið félagi í Rótarýklúbbi Kópavogs frá 1992 og forseti klúbbsins 2007/ 2008. Hann hlaut viðurkenningu sem Paul Harris-félagi. Hann var stjórn- arformaður Hjálpartækjabankans í eigu Sjálfsbjargar og Rauða kross- ins. Hann var í aðalstjórn Breiðabliks í tvö ár. Áhugamál Sveins eru tónlist og ferðalög. „Ég tók upp á því að fara í kór á miðjum aldri og er félagi í Söngfélagi Skaftfellinga og sextett- inum Vinum Skúla. Við hjónin erum núna á ferðalagi í Svíþjóð og höldum upp á afmælið í Gautaborg þar sem við vorum bæði í námi. Við kynnt- umst á menntaskólaárunum og gift- um okkur áður en við hófum námið í Gautaborg.“ Fjölskylda Eiginkona Sveins er Sigurveig Huld Sigurðardóttir, f. 1.9. 1954, pró- fessor í félagsráðgjöf við Háskóla Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðingur – 70 ára Með börnunum Frá vinstri: Sigrún Huld, Sveinn Hjörtur, Hjörtur Friðrik, Sigurveig Huld og Valdimar Gunnar. Umbrotatímar í sjávarútvegi Barnabörnin Á myndina vantar Amelíu Huld, sem er 5 mánaða. Hjónin Sigurveig og Sveinn á leið í fyrsta hófið eftir Covid. Til hamingju með daginn Guðný Nanna Stefánsdóttir verður 100 ára á morgun, en hún er fædd 16. októ- ber 1922. Hún ólst upp mestanpart í Keflavík. Foreldrar hennar voru Stefán Jóhannesson, f. 1896, d. 1930, og Þórdís Torfadóttir, f. 1896, d. 1974. Hálfsystir hennar sammæðra var Ástríður Sigurð- ardóttir, f. 1920, d. 2001, og albróðir hennar var Torfi Stefánsson, f. 1925, d. 2006. Guðný Nanna giftist Baldvin Ólafsson frá Vestmannaeyjum, f. 1915, d. 2005. Þau bjuggu megnið af sinni ævi í Keflavík og eignuðust sjö börn. Fyrir átti Guðný Nanna einn son, Stefán Guðmundsson, d. 2022. Börn Baldvins og Nönnu: Gunnar Hjörtur, Marta, d. 2016, Palla, Ásdís, Jóhanna, Ásta og Sóley. Afkomendur eru orðnir 150. Guðný Nanna býr enn í sínu eigin húsnæði á Suðurgötu 4 í Keflavík við góða heilsu. Árnað heilla 100 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.