Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2022 ✝ Anna Júlía Hallsdóttir fæddist í Hallkels- staðahlíð í Hnappa- dal 3. febrúar 1930. Hún lést 5. október 2022 á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Brákarhlíð í Borg- arnesi. Foreldrar henn- ar voru hjónin Hallur Magnússon og Hrafn- hildur Einarsdóttir í Hallkels- staðahlíð. Anna Júlía var eitt tólf barna þeirra hjóna. Þau eru Einar, f. ung að vinna við bú og heim- ilishald foreldra sinna í Hall- kelsstaðahlíð. Anna Júlía fór til náms á Húsmæðraskólann á Laug- arvatni. Hún flutti síðan til Reykjavíkur og vann m.a. í Vinnufatagerð Íslands, var í vist á nokkrum heimilum og starfaði í fiski. Einnig var hún kaupakona á Seylu í Skagafirði. Rúmlega þrítug flutti hún heim í Hallkelsstaðahlíð og bjó þar þar til í lok febrúar árið 2020 en þá flutti hún á Brákarhlíð. Útförin fer fram frá Kol- beinsstaðakirkju í dag, 15. októ- ber 2022, og hefst kl. 14. 1927, Sigríður Her- dís, f. 1928, Sig- fríður Erna, f. 1931, Ragnar, f. 1933, Margrét Erla, f. 1935, Guð- rún, f. 1936, Magn- ús, f. 1938, Svein- björn, f. 1940, Elísabet Hildur, f. 1941, Svandís, f. 1943, og Halldís, f. 1945. Látin eru Magnús, Einar, Guðrún, Svan- dís, Ragnar, Sigríður Herdís og Sigfríður Erna. Anna Júlía eða Lóa eins og hún var ævinlega kölluð byrjaði Elsku Lóa amma okkar allra í fjölskyldunni hefur fengið hvíld og með söknuði kveðjum við einstaka konu sem átti svo mikið í okkur öll- um sem hana þekktum. Þeir sem fengu að kynnast Lóu vita hvað hún var einstaklega ljúf og góð manneskja, en allt var gert í ró- legheitunum með blíðu og hlýju. Við erum nú nokkuð mörg sem fengum að njóta góðs af samveru með Lóu sem börn og búum vel að því alla ævi. Það er mitt happ að vera eitt af þeim börnum sem ólust upp í Hlíð og þá var nú gott að hafa Lóufaðm til að leita í. Ekkert var meira nota- legt en að skríða upp í rúm á kvöldin þegar mamma var farin í fjósið, fá svo Lóu til að lesa fyrir sig sögu og liggja svo hjá sér þar til ég í sofnaði værum svefni vitandi af því að hún væri að passa mig. Alltaf gaf Lóa sér tíma til að hjálpa manni, en ef ég fann ekki hlutina þá vissi Lóa alltaf hvar allt var. Það eru ófá börnin sem Lóa hefur kennt að spila og eitt af mínu fyrstu minningum er að sitja inn í dagstofu við gamla borðið og spila við Lóu Ól- sen Ólsen. Auðvitað leyfði hún mér oft að vinna en hafði hún samt lúmskt gaman að því ef ég tapaði og varð pínu fúl. Lóa hafði skemmti- legan húmor og átti nú alveg til að gera góðlátlegt grín, sposk á svip með stríðnisglampa í augunum. Hún Lóa var einstaklega þolin- móð og oft þegar mamma var að kenna mér eitthvað, en kannski bú- in að gefast upp á brussuskapnum í mér, þá kom Lóa með sín rólegheit og náði að kenna mér ýmislegt. Það er svo margt að minnast og svo margar hlýjar minningar sem ég á um hana Lóu. Þegar ég sjálf varð svo fullorðin og fór að eiga mín börn þá fengu þau að kynnast umhyggjunni hjá henni Lóu. Stelpunnar mínar hugsa til hennar með söknuði og hlýju því hún var þeim alltaf svo góð eins og Lóa var við alla krakka sem voru í lífi hennar. Allir eiga eftir að sakna hennar Lóu. Emilia mín hafði einmitt orð á því að hún Lóa væri nú eflaust hjá okkur, myndi eftir að passa okkur og auð- vitað væri hún enn að prjóna ull- arsokka. Það var nefnilega þannig að ekkert var betra á jólunum en að fá frá Lóu ullarsokka og vett- linga í jólagjöf. Þeir munu hlýja litlum tásum og hjörtum um ókomna tíð. Elsku Lóa mín takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, takk fyrir alla hlýjuna, takk fyrir að ala mig upp, takk fyrir að gera allt miklu betra og gefa mér svona mikið. Það er nefnilega það sem þú gerðir, en þú gafst svo mikið með þinni hlýju og einstöku rósemd án þess að ætlast til nokkurs til baka. Það er gott veganesti út í lífið að hafa alist upp hjá þér og fengið að njóta samveru þinnar í lífinu. Hvíldu í friði elsku Lóa mín. Hildur Sveinsdóttir. Lóa móðursystir mín hefur kvatt í hinsta sinn. Hógvær, hlý og þakklát eins og hún var ævinlega. Hún fékk tíma til að kveðja og var þakklát fyrir það. Stórfjölskyldan var henni allt og góðar fréttir af henni voru lífið sjálft. Ég á henni að þakka umhyggju, hlýju og gleði fyrir fimm ættliði. Amma Hrafnhildur og Lóa áttu traust og gott samband alla tíð. Mamma og Lóa voru afar nán- ar, sérstaklega síðustu árin þegar þær töluðu saman í síma a.m.k. einu sinni á dag. Þegar mamma féll frá erfði ég þessar stundir. Símtal frá Lóu fyrir tíufréttirnar var orðinn fastur punktur í lífinu. Fréttir af daglegum störfum hér í Hlíðinni voru bestu fréttirnar fyr- ir hana. Þegar Mummi sonur minn kom í heiminn varð hann eins og ég einn af hennar börnum. Ekki minnkaði hlýjan og aðdáunin þeg- ar Atli Lárus sonur Mumma fæddist. Lóa dýrkaði litla mann- inn og var dásamlegt að sjá þau hittast. „Hvað er að frétta af litla polla,“ og svo ljómaði hún. Minningar mínar frá unga aldri eru margar tengdar Lóu og henn- ar lífi. Hún kenndi mér að spila grúfu, prjóna og stoppa í ullar- sokka. Ef maður bað Lóu að gera eitthvað þá var það alltaf sjálfsagt. Hún gerði alltaf allt fyrir alla sem hún gat og það með bros á vör. „Lóa, hvar er þetta og hvar er hitt?“ og Lóa fann alltaf allt. Þolinmæði var henni ríkulega gefin og sást það best á samskipt- um hennar við börnin á hennar lífsleið. Hún var nánast amma allra þeirra og gaf sér endalausan tíma. Klukkustundirnar sem hún var að svæfa börn eða lesa fyrir þau eru klárlega óteljandi. Óteljandi eru líka sokkarnir og vettlingarnir sem Lóa prjónaði og gaf ættingjum og vinum. Þeir munu ylja um ókomin ár bæði lík- ama og sál. Þegar ég var lítil átti ég þann draum heitastan að kunna og fá að marka lömb. Eins og gefur að skilja er það ekki verk fyrir börn en Lóa fann lausn á þessu máli. Tíminn kom innvafinn í pappír á þessum árum. Pappírnum safnaði Lóa saman og klippti síðan út eft- irlíkingu af lambseyrum. Þessi lambseyru sem Lóa bjó til skiptu tugum í hverri viku og voru nýtt upp til agna. Lóa var ekki mikill bóndi en nokkur voru þau verk sem hún tók að sér sem skiptu af- ar miklu máli í búskapnum. Kík- irinn var aldrei langt undan og mörgum kindum bjargaði hún þegar hún sá eitthvað sem þarfn- aðist nánari skoðunar. Fjárstofninn hennar var ekki stór en samanstóð af Lögg og Fegurð sem voru endurnýjaðar eftir þörfum. Hún taldi hrossin í hverri girð- ingu oft á dag og fylgdist vel með að ekkert færi út fyrir. Það voru mikil viðbrigði þegar hún flutti á Brák- arhlíð og lagið kíkinn á hilluna. Þegar Lóa flutti á Brákarhlíð voru skrítnir covid-tímar en hún tók þessum umskiptum af æðru- leysi eins og henni einni var lagið. Lóa og Svenni áttu góðar stundir saman á Brákarhlíð rétt eins og hér heima. Samkennd, hlýja og virðing einkenndi þeirra daglegu samskipti. Starfsfólki Brákarhlíð- ar eru hér færðar innilegar þakkir fyrir hlýja og góða umönnun. Við hér í Hlíðinni þökkum Lóu fyrir það sem hún gaf okkur öll- um. Minningin um ljúfa, góða og umhyggjusama konu lifir og yljar. Sigrún Ólafsdóttir og fjölskylda. Hlý, ljúf, róleg og vildi allt fyrir alla gera. Það er það sem kemur upp í hugann þegar ég sit hérna og hugsa um elsku Lóu okkar. Að koma í sveitina var hápunkturinn þegar ég var yngri. Sveitin mín var staður þar sem mér leið alltaf svo vel og hlakkaði alltaf til þess að fara í sveitina, aðstoða við fjárhús- verkin, prakkarast með Mumma, fara í brekkurnar á sleða og bara njóta lífsins. Alveg sama hvaða tíma árs þá var Lóa alltaf mætt til að hugsa vel um okkur börnin, passa að við værum klædd eftir veðri, og þótt við værum ekki alltaf sammála og fyndist á tíma þetta vera óþarfa tuð þá skein það í gegn að hún var bara að hugsa um okkar velferð. Þannig var hún Lóa, hugs- aði fyrst og fremst um að okkur liði vel. Mér er minnisstæð ein ferð í sveitina þegar ég var lítill pjakkur, ég var að fara einn í sveitina sem var alls ekkert vinsælt hjá litla mömmustráknum sem ekkert vildi fara nema með mömmu innan seil- ingar. Við fórum saman með rút- unni og ég man þetta eins og það hefði verið í gær, það var stutt í tár- in en hún Lóa tók í höndina á mér og ég fann að ég var í góðum hönd- um, hún passaði að ég væri örugg- lega sofnaður á undan henni með sögustund og hún og nafni dekruðu við litla mömmustrákinn sem naut sín í botn í þessari ferð. Það eru svo margar skemmtilegar og fallegar minningar úr öllum sveitarferðun- um. Í seinni tíð áttum við Lóa mörg skemmtileg samtöl, bæði þegar við heimsóttum hana og svo öll símtöl- in, hún Lóa var fyrirmyndar eldri borgari, hún kvartaði aldrei og var alltaf svo þakklát og jákvæð, þegar ég verð eldri borgari þá verður hún Lóa mín fyrirmynd, taka lífinu með ró, jákvæðni og þakklæti. Við fjöl- skyldan erum svo heppin að eiga fulla poka af hlýjum Lóu-lopavett- lingum og Lóu-ullarsokkum sem munu ylja Svandísi Sif, Sverri Hauki og Sölku Rögn á köldum vetrardögum. Vettlingarnir og sokkarnir eru nefnilega alveg eins og hún Lóa okkar var; hlýir og góð- ir. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur Lóa mín, þú varst ein- stök manneskja og ég er svo þakk- látur fyrir alla þína hlýju og vænt- umþykju í gegnum tíðina. Ég mun að sjálfsögðu verða við ósk þinni þegar við kvöddumst seinast. Ragnar Sverrisson. Lóa var yndisleg, hlý og fórnfús. Hún varð einhvern veginn amma allra þeirra barna sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að dvelja í lengri eða skemmri tíma í Hallkelsstaða- hlíð og langamma barna þeirra! Lóa eignaðist ekki börn sjálf, enda helgaði hún líf sitt stórfjölskyld- unni í Hlíð og eignaðist með gæsku sinni hlut í huga og hjarta fjölda barna sem henni tengdust. Þar á meðal mín, systkina minna, barna og barnabarns. Það er fjöldi barna sem lærðu að spila Þjóf og Ólsen Ólsen hjá Lóu og kunnu vel að meta þær stundir sem hún gaf þeim í spilamennsk- unni. Þolinmæði Lóu virtist óþrjót- andi, í spilamennsku með börnum, við að taka til og að halda öllu snyrti- legu og hreinu í Hlíð. Ef ég skildi eftir flík í sófa eða á gólfi, þá, eins og fyrir töfra, hvarf flíkin og birtist snyrtilega samanbrotin á sínum stað. Þökk sé Lóu. Lóa var einhvern veginn hljóðlát kjölfesta í lífinu í Hallkelsstaðahlíð allan þann tíma sem ég man hana í Hlíð, þótt fyrstu minningar mínar um hana hafi verið frá Reykjavík þar sem hún bjó um tíma og vann í Vinnufatagerðinni eins og systir hennar hún Fríða, Sigfríður Erna, gerði nánast öll sín fullorðinsár á vinnumarkaði. Fríða lést fyrir nokkrum misserum, södd lífdaga. Það var einmitt á Tómasarhaganum þar sem þær systur bjuggu saman ásamt „stóru“ systur sinni, skör- ungnum henni Sirrí, Sigríði Herdísi, sem einnig lést fyrir nokkrum miss- erum. Þar bjó einnig föðursystir þeirra og afasystir mín, Fanney Magnúsdóttir, fyrstu ár lífs míns. Það eru hlýjar minningar sem ég á frá sunnudagsheimsóknum þangað. Blessuð sé minning þeirra allra. Lóa flutti aftur heim í Hallkelsstaðahlíð þar sem hugur hennar var og bjó þar í hátt í sex áratugi þar til hún flutti í Brákarhlíð í Borgarnesi fyrir nokkrum misserum þar sem hún varð þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa bróður sinn Svenna, Svein- björn Hallsson, nærri sér. Hann lifir systur sína sem hann deildi heimili með ásamt fleiri systkinum nær allt sitt líf. Lóa hélt áfram að huga að honum fram á síðustu dægur. Talandi um systkinin. Amma mín, Hrafnhildur Einarsdóttir, stóð uppi sem ekkja 39 ára gömul með 12 börn á framfæri, það elsta Einar á 18. ári og það yngsta Halldísi, þriggja mánaða, en hún var skírð við kistu afa míns og nafna, Halls Magnússonar, árið 1945. Nú eru þau einungis fjögur eftir, Svenni, Margrét Erla eða Maddý, Elísabet Hildur eða Stella og Halldís. Auk þeirra systkina sem fyrr er getið þá voru það Einar, Ragnar, Guðrún eða Dúna, pabbi minn, Magnús, og Svandís. Öllu þessu fólki á ég mikið að þakka, verandi öll sumur frá fæðingu og fram yfir fermingu í Hlíð, en ekki síst henni Lóu minni sem eins og áður sagði var hljóðlát kjölfesta í lífinu í Hallkelsstaðahlíð. Blessuð sé minning Önnu Júlíu Hallsdóttur, Lóu. Hennar er sárt saknað af mörgum. Hallur Magnússon. Anna Júlía Hallsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, afi, langafi, langalangafi og bróðir, STEFÁN ÞÓR GUÐMUNDSSON, Suðurgötu 36, Sandgerði, lést laugardaginn 8. október. Útförin fer fram frá Sandgerðiskirkju föstudaginn 21. október klukkan 12. Gotta Ása Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir Júlía S. Stefánsdóttir Jón Bjarni Sigursveinsson Grétar Páll Stefánsson Erla Sveinbjörnsdóttir Þórdís Stefánsdóttir Bergmann Skúlason Stefán Stefánsson Sesselja S. Guðmundsdóttir Guðmundur M. Stefánsson Þóra Rut Jónsdóttir Guðný Nanna Stefánsdóttir barnabörn, barnabarnabörn, barnbarnabarnabörn og systkini hins látna Ástkær móðir okkar og amma, HILDUR GÍSLADÓTTIR hárgreiðslumeistari, áður til heimilis á Fálkagötu 3, lést á Droplaugarstöðum aðfaranótt föstudagsins 7. október. Útförin verður gerð frá Neskirkju mánudaginn 31. október klukkan 13. Ómar Stefánsson Sara Stef. Hildardóttir Rakel Hildardóttir Dýrleif Gígja Magnadóttir Úlfhildur Melkorka Magnadóttir Sólbjört Vera Steinunn Lilja Draumland Freyja Eilíf Draumland Elsku hjartans móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, MARGRÉT BENJAMÍNSDÓTTIR, Magga Ben., lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi 1. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fjölskyldan þakkar kærlega fyrir hlýhug og auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir fær starfsfólk lungnadeildar fyrir góða umönnun, stuðning og umhyggju við erfiðar aðstæður. Sæmundur Bæringsson Hrönn Sigurðardóttir Anney Bæringsdóttir Gunnar Júlíusson Dagný Dögg Bæringsdóttir Ívar Guðmundsson Kolbrún I. Benjamínsdóttir og ömmubörnin Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSGEIR HALLDÓRSSON framkvæmdastjóri, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 12. október. Elín Fanney Guðmundsdóttir Kristín Ásgeirsdóttir Haukur Már Ólafsson Gunnlaugur Ásgeirsson Ásta Sigurðardóttir Arndís Halla Ásgeirsdóttir Margrét Ásgeirsdóttir Ágúst Hilmisson Arnaldur Hilmisson Þorgerður Pálsdóttir Hlíf Hilmisdóttir Jóhann Hólm Kárason barnabörn og langafabarn Elsku hjartans faðir okkar, afi, tengdafaðir, sonur, bróðir og sambýlismaður, GUÐMUNDUR TRYGGVI JAKOBSSON vélamaður, lést í faðmi fjölskyldunnar mánudaginn 10. október. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 20. október klukkan 13. Birna M. Guðmundsdóttir Ingvar Þór Björgvinsson Sara Dögg Guðmundsdóttir Tryggvi Jökull Elíson Elísabet Sóley Ingvarsdóttir Jakob Helgason Birna Ingunn Guðmundsdóttir Kristbjörg Stefánsdóttir systkini hins látna og fjölskyldur þeirra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.