Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ Indie wire CHRISTIAN BALE MARGOT ROBBIE JOHN DAVID WASHINGTON CHRIS ROCK ANYA TAYLOR-JOY ZOE SALDAÑA MIKE MYERS MICHAEL SHANNON TIMOTHY OLYPHANT ANDREA RISEBOROUGH TAYLOR SWIFT MATTHIAS SCHOENAERTS ALESSANDRO NIVOLA AND ROBERT DE NIRO WITH RAMI MALEK 95% TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég held, nei ég veit að ég hef aldrei „dæmt“ plötu eftir ADHD. Af hverju? Jú, þetta er djass, og þar er ég enginn sérfræð- ingur. Eiginlega alls ekki. En á litlu landi þar sem það þarf einfaldlega að halda hjólunum gangandi og afgreiða hluti út af borðinu hefur glettilega mikið af slíku efni lent í kjöltu minni og hefur reyndar gert alla tíð. Og það hefur heldur aukist á seinustu mán- uðum, einhverra hluta vegna (leið- rétt: Ég skrif- aði dóm/grein um ADHD6!). Vernharður Linnet, sá mikli djassmágus, reit um fyrri plötur ADHD og ég sé í upp- flettingu að hann dæmdi fyrstu plöt- una á meðan ég sá um viðtalið. Þetta er táknrænt fyrir sveitina því að hún stendur eiginlega traustum fótum í tveimur heimum; kunna djassinn upp á tíu en vaða um leið óhræddir út í eitthvað sem þeir vita ekki almenni- lega hvað er. Blessunarlega. Hljómsveitin var þá skipuð Magnúsi Trygvasyni Elíassen, bræðrunum Ómari og Óskari Guð- jónssyni og Davíð Þór Jónssyni. Tómas Jónsson leysti Davíð síðar af. Allir þessir hljóðfæraleikarar tóku þátt í að færa inn nýja hugsun í ís- lenskan djass um og upp úr 2000, í gegnum hljóðrit og tónleika sem færðu til mörk, stundum á gáska- fullan hátt, stundum af spennuþrung- inni alvöru hins leitandi listamanns (utan Tómas náttúrulega sem var ekki orðinn tíu ára þá). Samþætting, blöndun og uppstokkun var dagskip- unin. Allt mátti, út með reglubókina! Fyrsta plata ADHD kom út fyr- ir þrettán árum, 2009, en sveitin var stofnuð í kringum Blúshátíð á Höfn í Ferð án enda Eining Félagarnir í ADHD spila sem einn maður á plötunni nýju sem er sú áttunda með hljómsveitinni. Hornafirði tveimur árum fyrr. Fyrir þessa nýjustu afurð sína heimsóttu þeir félagar þann ágæta bæ á nýjan leik, plöntuðu sér inni í Hafnarkirkju í ágúst 2020 og með í för var Ívar Ragnarsson, upptökustjóri og hljóð- blandari. Útgáfutónleikar vegna plöt- unnar voru á Húrra liðinn fimmtudag og efalaust fleiri hljómleikar í kjölfar- ið, hér heima og erlendis, en ADHD er vel þokkuð sveit – eðlilega – og hefur spilað um velli víða allt síðan hún var stofnuð. En hvernig er platan svo? Kannski best að nefna það strax að þessi hljómsveit er í algerum sér- flokki, hver og einn spilari algert úrvalsefni og útkoman eftir því. Þétt en algerlega áreynslulaust flæði ein- kennir þessa músík en markaþensla og tilraunastarfsemi ávallt ofarlega á blaði. Eðlilegar eða auðveldar leiðir eru aldrei farnar. Sem betur fer. „Hugarheilsa“ opnar, trommur Magnúsar fara af stað og svo gítar Ómars, rifinn og skældur. Óskar og Tómas fylgja svo fljótt á eftir og upp magnast dásemdarseiður, pínu proggaður jafnvel á köflum (eða í smástund a.m.k.!). Þeir félagar skiptast svo á að bera lögin ef svo mætti segja, „Priko“ fer af stað með hrynþéttum bassa og surgandi gítar á meðan Óskar blæs yfir. Eftir hálf- gildings inngang fer allt af stað, trommur og orgel á mikið hlemm- iskeið áður en lagið „dettur“ aftur niður. „Dill“ hefst á varlegum, inni- legum saxófónleik og yfir og allt í kring eru félagar Óskars, styðja við og skreyta af stakri næmni. Þetta lag er fyrirmyndardæmi um þá telepatíu eða fjarhrif sem á milli meðlima eru. Annað er eftir þessu. En ég nefni hið undurfagra „Pabbi“ sérstaklega, sjö mínútur af einskærum ADHD- galdri. Tónn Óskars, hér og almennt, er auðvitað ekkert eðlilegur, þvílíkt séní sem þessi drengur er. Vonandi að þetta verði ferð án enda hjá þessum meisturum. Karma heimsins er að veði. » „Dill“ hefst á var- legum, innilegum saxófónleik og yfir og allt í kring eru félagar Óskars, styðja við og skreyta af stakri næmni ... Ný plata ADHD er þeirra áttunda en þar halda virtúósarnir fjórir sem bandið skipa áfram ferðalagi sínu um óma og hljóma. Grjótharðir sem endranær en silkimjúkir um leið. Fellingar er titill einkasýningar Ástríðar J. Ólafsdóttur sem opnuð verður í Gallerí Fold í dag, 15. októ- ber, kl. 14. Ástríður sýnir olíu- málverk innblásin af panneggio- tækni gömlu ítölsku meistaranna. Myndaröðin á sýningunni heitir „Panneggio“ líkt og tæknin sem ítölsku meistararnir notuðu sem sérhæfðu sig í að mála klæði og þá fellingar í efni og samspil ljóss og skugga. Í tilkynningu segir að serí- an hafi orðið til við samruna tveggja hugðarefna Ástríðar, loft- fimleika og myndlistar. Þar hafi mæst andstæðurnar hreyfing og kyrrð og í loftfimleikunum noti „aerialistinn“ hangandi klæði til að klifra upp eftir og dansa í loftinu en málarinn sitji lengi við í kyrrð. Klæði Eitt af verkum Ástríðar. Fellingar í Fold Nafnaþing, mál- þing Nafnfræði- félagsins, verður haldið í Safnað- arheimili Nes- kirkju í dag, laugardag, kl. 13. Á málþinginu verður ýmislegt tengt nöfnum til umræðu og m.a. velt fyrir sér á hverju hugmyndir um ný götunöfn í Reykjavík séu byggðar, um hvað hafi deilur um ættarnöfn á Íslandi snúist og hvers konar gögn leynist í undirdjúpum örnefnasafns Árnastofnunar. Þingið er haldið í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum, lýkur um kl. 16.30 og er öllum opið. Birna Lárusdóttir er formaður Nafnfræðifélagsins. Rætt um ýmislegt tengt nöfnum Birna Lárusdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.