Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2022
✝
Lilja Hallgríms-
dóttir fæddist 4.
apríl 1938 í Holti í
Fellum. Hún lést á
dvalarheimilinu
Dyngju á Egils-
stöðum 30. sept-
ember 2022.
Foreldrar hennar
voru hjónin Hall-
grímur Ólafsson
bóndi frá Holti, f. 25.
júní 1898, d. 9. ágúst
1975, og Elísabet Hólmfríður
Jónsdóttir ljósmóðir frá Hreiðars-
stöðum, f. 2. des. 1901, d. 14. mars
1985. Lilja átti einn bróður,
Braga, f. 9. des. 1934, d. 2. júlí
1996. Bragi var bóndi í Holti.
Maður Lilju var Þórhallur Jó-
hannsson frá Eyrarlandi í Fljóts-
dal, f. 15. október 1931. Lilja og
Þórhallur eignuðust fimm börn
en Þórhallur lést fyrir aldur fram
2. febrúar 1977. Börn þeirra eru:
1) Hallgrímur bóndi á Brekku og
Skriðuklaustri, f. 8. feb. 1960.
Sambýliskona hans er Anna
Bryndís Tryggvadóttir búfræð-
ingur, f. 9. ág. 1961, og eiga þau
ingi, f. 31. ág. 1962. Börn þeirra eru
Jóhannes Guðni, f. 8. júlí 1990,
Anna Kristín, f. 25. feb. 1993, Þór-
hallur Forni, f. 27. des. 2002, og
Herdís Lilja, f. 25. ág. 2005. Sam-
býlismaður Önnu Kristínar er Haf-
steinn Þórðarson, f. 3. apr. 1991, og
eiga þau Mekkín Söru, f. 28. des.
2021. 5) Skarphéðinn Smári land-
fræðingur, f. 27. apr. 1970, kvænt-
ur Eddu Hrönn Sveinsdóttur tann-
lækni, f. 31. okt. 1977. Börn þeirra
eru Róbert Þormar, f. 17. des. 2003,
Margrét Lilja, f. 14. júlí 2007, Katr-
ín Þöll, f. 24. júlí 2014, Jóhann Dolli,
f. 6. okt. 2016, og Elísabet Hvönn, f.
6. okt. 2016.
Lilja var einn vetur í héraðsskól-
anum í Reykholti og annan vetur í
Húsmæðraskólanum á Blönduósi.
Lilja giftist Þórhalli árið 1960 og
þau byrjuðu sinn búskap á Brekku í
Fljótsdal það sama ár. Þau voru
söngelsk og voru í kirkjukór Val-
þjófsstaðarkirkju. Eftir andlát Þór-
halls 1977 rak Lilja búið á Brekku
allt til haustsins 1984 en þá tóku
Hallgrímur og Anna Bryndís við
búinu og Lilja flutti ásamt yngri
börnum sínum í Miðgarð 2 á Egils-
stöðum. Þá hóf Lilja störf í mat-
vörudeild Kaupfélags Héraðsbúa á
Egilsstöðum og starfaði þar þar til
hún fór á eftirlaun.
Lilja verður jarðsungin frá Val-
þjófsstaðarkirkju í Fljótsdal í dag,
15. október 2022, kl. 14.
þrjá drengi, Jónas
Braga, f. 16. maí
1997, Tryggva Þór,
f. 14. nóv. 1999, og
Hafstein Mána, f. 3.
des. 2001. Sambýlis-
kona Tryggva er
Sunniva Lind Tor-
valdsdóttir Gjerde,
f. 5. júlí 1994, þau
eiga Róm Iren, f. 19.
feb 2021, og dóttir
Sunnivu er Birgitta
Brá G. Gjerde, f. 4. maí 2011. 2)
Bryndís, búsett á sambýlinu Bláa-
gerði, Egilsstöðum, f. 17. feb.
1961. 3) Jóhann Frímann búfræð-
ingur í Brekkugerði, f. 15. apr.
1962, kvæntur Sigrúnu Erlu
Ólafsdóttur söðlasmiði, f. 11. okt.
1959. Börn þeirra eru Þórveig, f.
15. júlí 1987, og Þórhallur, f. 8.
ág. 1990. Þórveig er gift Jóni
Steinari Garðarssyni Mýrdal og
eiga þau tvo syni, Óskar Mána, f.
14. nóv. 2013, og Garðar Þór, f.
28. des. 2017. 4) Elísabet Fjóla
heilsunuddari, búsett á Sval-
barðsströnd, f. 1. maí 1967, gift
Halldóri Jóhannessyni vélfræð-
Mamma, þú varst mér alltaf stoð
og stytta frá því að ég man fyrst
eftir mér og var ég mjög hændur
að þér. Þú barst ekki tilfinningar
þínar á torg en umhyggja þín til
mín og afkomenda þinna var mjög
áþreifanleg og börnin mín nutu
þess að þekkja þig og vera hjá þér.
Minningar mínar um fyrstu ár ævi
minnar eru ljúfar þrátt fyrir áfall
okkar fjölskyldu og aldrei fann
maður fyrir að eitthvað vantaði og
nýtni þín og útsjónarsemi var ein-
stök og hefði mátt erfast mér bet-
ur. Mér verður oft hugsað til þess
hversu sterk þú varst þar sem þú
stóðst „ein“ eftir með fimm börn og
búið á Brekku eftir að pabbi féll frá
alltof ungur og þú aðeins 38 ára.
Næstu sjö ár bjóst þú með okkur á
Brekku og minnist ég aldrei að ein-
hvern bilbug væri á þér að finna og
bræður mínir stóðu þétt að baki
þér aðeins 17 og 15 ára.
Ég gleymi aldrei gestrisni þinni
á Brekku og svo í Miðgarði þar sem
oft fylgdu mér nokkrir vinir eftir
ball í Valaskjálf, þar sem ég átti
stóran vinahóp frá fjörðunum og
vantaði oft stað til að halla höfði.
Oftar en ekki beið morgunmatur
hópsins þegar menn fóru að
rumska. Þú varst ófeimin að láta
mig vita ef þér mislíkaði hugmynd-
ir mínar en stóðst alltaf að baki
mér þegar ákvörðun hafði verið
tekin og verð ég ævinlega þakklát-
ur þér allan stuðninginn sem ég
naut frá þér.
Eftir að við Edda fórum að vera
saman varstu henni afar góð og þið
náðuð vel saman og þú alltaf boðin
og búin að aðstoða okkur á alla
lund. Það var alltaf nóg pláss hjá þér
í Miðgarði þegar við vorum að koma
austur þegar við bjuggum í Reykja-
vík og alltaf var morgunverðarborð-
ið hlaðið þegar við vöknuðum. Þú
komst og hjálpaðir okkur með
þvottinn svo fátt eitt sé nefnt og oft-
ar en ekki fylgdu pönnukökur með í
kaupbæti. Nokkrar ferðir komstu
með okkur í útilegur og þótti krökk-
unum það gott og gaman að hafa
ömmu með sem var alltaf til í að
grípa í spil eða lesa sögu. Ég reyndi
að endurgjalda þér góðvild og hjálp-
semi á þínum síðustu árum þínum
en það var aðeins dropi í haf gæsku
þinnar og verður sú skuld aldrei að
fullu greidd.
Mig langar að kveðja þig með
ljóði eftir Jenna Jónsson sem lýsir
tilfinningum mínum svo vel á þess-
um krossgötum í mínu lífi.
Ég man það elsku mamma mín,
hve mild var höndin þín.
Að koma upp í kjöltu þér
var kærust óskin mín.
Þá söngst þú við mig lítið lag,
þín ljúf var rödd og vær.
Ó, elsku góða mamma mín,
þín minning er svo kær.
Ég sofnaði við sönginn þinn
í sæll aftanró.
Og varir kysstu vanga minn.
Það var mín hjartans fró.
Er vaknaði ég af værum blund
var þá nóttin fjær.
Ó, elsku góða mamma mín,
þín minning er svo kær.
Og ennþá rómar röddin þín,
Svo rík í hjarta mér.
Er nóttin kemur dagur dvín,
Í draumi ég er hjá þér.
Þá syngur þú mitt litla lag,
Þín ljúf er rödd og vær.
Ó, elsku hjartans mamma mín,
Þín minning er svo kær.
Skarphéðinn Smári
Þórhallsson.
Elsku hjartans Lilja tengda-
mamma, síðustu daga höfum við ylj-
að okkur við minningar sem kalla
fram hlýju, þakklæti og bros.
Ég kem inn í fjölskylduna fyrir
um 25 árum, hún var mér frá fyrsta
degi yndisleg og styðjandi og pass-
aði alltaf að taka ekki fram fyrir
hendurnar á okkur í ákvörðunum,
hún hafði vissulega sínar skoðanir
og óhrædd við að láta þær í ljós en
var aldrei heftandi.
Hún var okkur Smára algjör stoð
og stytta þegar við fluttum aftur
til EGS fyrir 17 árum, hún var allt-
af boðin og búin að hjálpa, bóngóð
með eindæmum og ekkert vesen á
því, vildi helst breyta sínum
áformum ef þurfti.
Hún var ekki mikið fyrir tilefn-
islausar heimsóknir og vildi helst
fara aðeins í þvottinn eða taka til í
herbergjum barnanna þegar hún
kom nú eða þá að vaska upp, og þá
upp á gamla mátann því uppþvott-
vél átti hún aldrei.
Hún var einstök með krakkana,
alltaf róleg og blíð, vildi lesa fyrir
þau og spila, þau sóttu alltaf í
ömmu sína, hún var svo hér dag-
legur gestur þegar tvíburarnir
fæddust, sá alveg um þvottinn fyr-
ir okkur í tvö ár og fannst erfitt
þegar hún hafði ekki færni lengur
í að hjálpa til í því.
Róbert var svo heppinn að í
heilan vetur fór hann til ömmu
sinnar einu sinni eftir skóla, þá
spiluðu þau og oftar en ekki var
amma búin að baka handa honum
pönnukökur, en einu sinni voru
engar pönnsur og vildi Róbert fá
að vita af hverju, en þá átti amman
ekki egg, nokkrum dögum síðar
hringdi peyinn í ömmu sína og
spurði hana hvort hún ætti egg, jú
amman átti slíkt og hélt að okkur
vantaði en þá sagði peyinn: „Gott,
amma, þá geturðu gert pönnsur
handa mér, ég kem til þín.“
Krakkarnir minnast ömmu með
hlýju og þakklæti fyrir allar
stundirnar og alla pönnsustaflana
í gegnum tíðina.
Fyrir rúmum tveim árum var
hún greind með alzheimer og
heilsu hennar fór hratt hrakandi,
hún bjó þá á þriðju hæð í blokk,
hún sagði að stigarnir héldu sér í
formi, þarna var svo komið að hún
mátti ekki keyra lengur og var það
mikil skerðing á frelsi að vera upp
á aðra komin, en við tókum það að
okkur með glöðu geði. Sögðum
henni með bílinn þegar hún var að
falast eftir honum að Róbert væri
að læra á bíl og hún hefði ákveðið
að lána honum bílinn svo hann
myndi læra á gírskiptinguna, þá
varð hún glöð yfir að það væri til-
gangur með bílleysi hennar.
Lilja bar ekki tilfinningar sínar
á torg en sýndi frekar væntum-
þykju í verki, henni var mjög um-
hugað um ömmubörnin og lang-
ömmubörnin og fannst erfitt
þegar hún fór að týna nöfnunum
þeirra, en í mínum nær daglegu
heimsóknum síðustu tvö árin til
hennar rifjuðum við flesta daga
upp nöfnin og skoðuðum myndir.
Takk fyrir samveruna elsku
Lilja, þakklæti er mér efst í huga
þegar ég kveð þig.
Edda Hrönn
Sveinsdóttir.
Elsku hjartans amma,
við erum hér, við mamma
og vitum ei hve langa stund þú átt.
Svona byrjar Ömmulagið með
hljómsveitinni Evu og það er búið
að glymja í hausnum á mér síðan
að ég kvaddi þig á hjúkrunarheim-
ilinu.
Þegar að ég hlusta á þetta lag þá
fara minningarnar að streyma um
allar stundirnar sem við áttum
saman. Ég var svo heppinn að þú
bjóst ekki langt frá okkur þannig
að við fengum að hitta þig oft. Ég
er þakklátur fyrir að hafa fengið að
koma reglulega í heimsókn. Þegar
ég var yngri var að mínu mati mjög
mikilvægt að fá ís í hvert einasta
skipti sem við komum til ömmu,
sem hún skildi vel og átti alltaf nóg
af ís í gulbrúnu frystikistunni.
Það var líka skyldustopp í kaup-
félaginu hjá ömmu í hverri Egils-
staðaferð. Á meðan mamma versl-
aði þá fór ég á bak við til ömmu og
fékk þá að vera sérlegur aðstoð-
armaður. Amma réði ríkjum í
mjólkur- og grænmetiskælunum,
það var geggjað. Ég fékk það mik-
ilvæga verkefni að raða fimm sí-
trónum í gula netapoka. Sennilega
hafa sítrónur hvorki fyrr né síðar
verið taldar jafn oft. Að launum
fékk ég svo að koma með á kaffi-
stofuna og gæða mér á allskonar
bakkelsi.
Amma gat líka tekið úr sér tenn-
urnar, mér fannst það mikið sport
og bað hana reglulega að taka þær
út úr sér. Það var því ákveðinn
skellur þegar tannlæknirinn festi
góminn hjá ömmu og hún gat ekki
lengur tekið þær úr eftir pöntun og
enn meiri skellur þegar ég upp-
götvaði löngu, löngu síðar að þær
hefðu ekkert verið festar þarna um
árið. Hún hafði greinilega fengið
nóg af þessum brandara.
Amma var dugnaðarforkur
fram í fingurgóma, hlý og traust.
Ég man helst eftir henni að hjálpa
til í sveitinni, að tína kartöflur eða
að bera þunga kassa í kaupfélag-
inu.
Það var gott að leita til ömmu
en ég var svo heppinn að fá að búa
um nokkurt skeið hjá henni, bæði
á lokaárunum í menntaskóla og
þegar ég fór að vinna á Egilsstöð-
um. Þegar ég kom heim úr skól-
anum var oftar en ekki hlaðboð af
kræsingum í eldhúskróknum í
blokkinni, þá sátum við amma og
ræddum um daginn og veginn og
amma sagði mér frá lífinu í gamla
daga.
Takk, elsku amma, fyrir að gera
margar tilraunir til að aga mig með
orðunum: „Svona gera ungir piltar
ekki.“ Takk fyrir allar góðu stund-
irnar sem við áttum í eldhúskrókn-
um, takk fyrir spjallið og takk fyrir
að hýsa mig og takk fyrir mig.
Mig langar að enda þetta á loka-
erindinu úr Ömmulaginu.
Og ef til vill að ofan
í gegnum blámann, roðann
er útsýnið ögn öðruvísi en hér.
Þú lítur yfir lífið,
baráttuna, stríðið,
með söknuði og kannski líka þökk í hjarta
þér.
Ég sakna þín, sjáumst seinna.
Þórhallur.
Lilja
Hallgrímsdóttir
Það voru forrétt-
indi að fá að kynn-
ast Soffíu og eiga
hana að. Fía, eins
og hún var jafnan kölluð, var
einstaklega ljúf og umhyggju-
söm við sitt fólk. Það var alltaf
tekið vel á móti manni hjá henni
og Frey. Hún hafði einlægan
áhuga á fólkinu sínu og því sem
það var að bjástra, sýndi skiln-
ing þegar þess þurfti og aldrei
var langt í skopskynið. Það birti
alltaf aðeins yfir herberginu
Soffía Jensdóttir
✝
Soffía Jens-
dóttir fæddist á
29. júní 1935. Hún
lést 21. september
2022.
Útför Soffíu fór
fram 5. október
2022.
þegar Fía brosti.
Magnús Jóhann,
sonur okkar, var
einstaklega hænd-
ur að Fíu og náði
að kynnast henni
vel í tíðum heim-
sóknum sínum til
Jónu, dóttur Fíu og
Freys, og Ása. Þótt
glíman við elli kerl-
ingu hafi verið erf-
ið fyrir Fíu síðustu
árin var alltaf jafnnotalegt fyrir
hann sem aðra að hitta Fíu. Nú
er söknuðurinn mikill.
Eftir sitja ljúfar minningar
um góða konu og þakklæti fyrir
að hafa fengið að vera sam-
ferðamaður hennar í gegnum
lífið.
Gylfi Magnússon og
Hrafnhildur Stefánsdóttir.
- Fleiri minningargreinar
um Lilju Hallgríms-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og systir,
BIRNA FRIÐGEIRSDÓTTIR
geislafræðingur,
Laugarnesvegi 87, Reykjavík,
andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans
miðvikudaginn 28. september.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn
17. október klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent
á Krabbameinsfélag Íslands.
Nanna Snorradóttir Herleifur Halldórsson
Rósbjörg Jónsdóttir
Valgerður G. Bjarkadóttir
Alexander Kirchner, Markús Einar Orrason,
Elín Birna Orradóttir
Nanna K. Friðgeirsdóttir
Guðrún Þ. Friðgeirsdóttir
Einar G. Friðgeirsson Margrét Eiríksdóttir
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
KRISTINS JÓNSSONAR
prentara,
Þorragötu 7, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjartadeildar
Landspítalans við Hringbraut fyrir góða aðhlynningu og
ljúft viðmót.
Björk Aðalsteinsdóttir
Jón Aðalsteinn Kristinsson Bryndís Guðmundsdóttir
Guðný Hildur Kristinsdóttir Mark Wilson
Hilmar Þór Kristinsson Rannveig Eir Einarsdóttir
Arna Björk Kristinsdóttir Ingimar Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær unnusta mín, mamma, dóttir
og systir,
SVAVA BJARKADÓTTIR,
lést á Landspítalanum Fossvogi að morgni
4. október. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju
fimmtudaginn 20. október klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á styrktarreikning barna hennar:
0370-26-036629, kt. 261195-2759.
Hreiðar Geir Jörundsson
Klara Lind Hreiðarsdóttir
Aldís Eva Hreiðarsdóttir
Hektor Orri Hreiðarsson
Hólmfríður Jónasdóttir Bjarki Sigurðsson
Ágúst Berg Arnarsson Jóna Valgerður Bjarkadóttir
aðrir ástvinir
Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
TÓMASAR GUÐMUNDSSONAR
sóknarprests,
sem lést laugardaginn 17. september.
Minning hans lifir í hjörtum okkar allra.
Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir
Sveinbjörn S. Tómasson Dagmar Ásgeirsdóttir
Ólöf Elín Tómasdóttir Ísleifur Sveinsson
Guðmundur Tómasson Fríða Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR INGÓLFSDÓTTIR,
lést á HSU Vestmannaeyjum 10. október.
Útför fer fram frá Landakirkju
í Vestmannaeyjum fimmtudaginn
20. október klukkan 13.
Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat.
Willum Pétur Andersen
Þórunn Þorsteinsdóttir Ágúst Haukur Jónsson
Inga Hanna Andersen Agnar Ingi Hjálmarsson
Willum Andersen Susana L. Morales Gavilan
Pétur Andersen Bryndís Bogadóttir
barnabörn og barnabarnabörn