Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2022
Garðatorg 6 | sími 551 5021 | vefverslun | aprilskor.is
Ný sending af haustlitum frá HOFF
frábærir spænskir strigaskór með mjúku memory foam innleggi
HOFF District Buckingham
22.990 kr.
HOFF District San Pietro
22.990 kr.
HOFF City Seoul
18.990 kr.
VIÐTAL
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Landstjóri Kanada, Mary Simon,
minnir á mikilvægi jafnréttis og
hvetur til þess að hlustað sé á rödd
frumbyggja þegar kemur að málum
norðurskautssvæðisins. Simon er
gestur þings Hringborðs norður-
slóða sem fer fram í Hörpu um
helgina.
„Það er mjög mikilvægt að Kan-
ada taki þátt í því samtali sem á sér
stað um framtíð heimskautasvæð-
isins. Þess vegna er mikilvægt að við
séum með sterka sendinefnd hér,“
segir Simon.
„Hlutverk mitt á alþjóðavettvangi
er fyrst og fremst að koma samtalinu
á þann stað að við getum haldið um-
ræðum um tvíhliða samband þjóð-
anna gangandi,“ bætir hún við og
bendir á að samband Íslands og Kan-
ada hafi verið sterkt síðastliðin 75 ár.
Þetta tvíhliða samband haldi áfram
að þróast og því sé mikilvægt að við-
halda samtalinu um það hvert sam-
bandið stefnir.
Getum gert enn betur
„Ég hef verið viðriðin málefni
norðurslóða síðan 1993 og hef séð
hvernig þau hafa þróast undanfarna
áratugi, sérstaklega með tilliti til
frumbyggja. Það er þess vegna mjög
spennandi fyrir mig að vera hér og
hitta gamla kollega, frumbyggja frá
ólíkum stöðum sem og annað fólk
sem ég hef unnið með. Það er gott að
sjá að ýmsu hefur miðað áfram í
þessum efnum. Til að byrja með var
erfitt að tala um hlutverk frum-
byggja á vettvangi eins og þessum.“
En nú hafi orðið gríðarmikil
stefnubreyting sem miði að því að
leyfa röddum frumbyggja að heyr-
ast. „Við verðum að tryggja að þær
raddir séu öflugar og ég held að
frumbyggjar á norðurslóðum haldi
áfram að berjast fyrir því. Það hefur
margt breyst en við getum enn gert
betur.“
Frumbyggjar hafa þúsunda ára
reynslu af því að búa á þessum slóð-
um. „Við höfum sýnt norðurskauts-
ríkjunum, og alþjóðasamfélaginu í
heild, að þekking frumbyggja er
ómissandi þegar kemur að því að
finna lausnir á þeim vandamálum
sem blasa við heiminum, sérstaklega
í tengslum við loftslagsvána.“
Loftslagsbreytingar hafa haft
gríðarleg áhrif á norðurskauts-
svæðið, mun meiri en á mörgum öðr-
um stöðum í heiminum. En breyting-
arnar sem verða á norðurskauts-
svæðinu hafa áhrif annars staðar.
„Hærra yfirborð sjávar hefur áhrif á
litlu eyríkin. Það, hve hratt ísinn
bráðnar á norðurskautinu, hefur
þannig bein áhrif á frumbyggjana en
einnig víða annars staðar.“
Simon leggur áherslu á að frum-
byggjar á norðurslóðum hafi víðtæka
reynslu auk ríkrar munnlegrar
geymdar, hafi bæði haldið í hefðir
sem nýtist og þekki áskoranir sam-
tímans. Því gegni þeir afar mikil-
vægu hlutverki.
Reynsla frumbyggja mikilvæg
„Loftslagsváin er ekki eina vanda-
málið sem blasir við á norðurskaut-
inu en það er eitt það stærsta. Hún
hefur því miður haft mjög óhagstæð
áhrif á norðurheimskautssvæðinu og
í samfélögunum þar.“
Hún minnir á að frumbyggjar stóli
að miklu leyti á veiðar til þess að afla
sér fæðis þar sem aðrar matvörur
eru mjög dýrar. Miklar breytingar á
veðurfari og hækkun sjávarborðs
ógni þessum hefðum og það geri það
að verkum að fólk efist um gagnsemi
þekkingar frumbyggjanna. En hún
vill meina að nýta megi þekkingu
yngra fólksins, sem nú þegar þarf að
kljást við breytingar af völdum lofts-
lagsvárinnar, og það geti leitt til ár-
angurs í þessum efnum.
Það eru önnur vandamál sem
steðja að samfélögum frumbyggja á
norðurslóðum og nefnir Simon m.a.
heilsufarsvandamál af ýmsum toga.
Andleg og líkamleg heilsa eigi undir
högg að sækja víðs vegar í heiminum
en samfélög frumbyggja finni sár-
lega fyrir heilsutengdum vanda. Þar
sé heilbrigðisþjónustu ábótavant og
menntunarstig á þessu sviði ekki
hátt. Þessi þáttur samfélagsins sé
enn í þróun og það sé áskorun fyrir
hina almennu fjölskyldu.
Á ekki að verða hernaðarsvæði
Spurð út í áhrif þess að eitt norð-
urskautsríkjanna, Rússland, sé nú í
andstöðu við hin ríkin, segir Simon:
„Stríð Rússa á hendur Úkra-
ínumönnum hefur haft mikil áhrif á
alþjóðasamfélagið og umræða um
heimsfrið fer víða fram meðal ráða-
manna. Norðurskautssvæðið hefur
alltaf verið talið hernaðarlega mik-
ilvægt. Við viljum halda friðinn. Við
viljum ekki að þetta verði að hern-
aðarsvæði því hér eru samfélög með
fasta búsetu, bæði í Kanada og öðr-
um ríkjum sem liggja að pólnum. Svo
það er afskaplega mikilvægt að það
finnist friðsamleg lausn.
Það hefur orðið hlé á vinnu í Norð-
urskautsráðinu nema einstaka verk-
efnum sem unnt er að leysa af hendi
án aðkomu Rússlands. Það hefur
áhrif á þau verkefni sem aðildarríkin
hafa unnið að frá árinu 1996.“
Þing Hringborðs norðurslóða telur
hún þó að standi fyrir sínu. Þangað
komi fólk af því það vilji taka þátt í
samtalinu um norðurskautssvæðið.
Sjálft Norðurskautsráðið sé mun
fastmótaðri vettvangur en þarna geti
fólk fjallað um ýmis málefni sem það
brennur fyrir að eigin frumkvæði.
„Ég held að þetta sé frábær leið til
þess að hlúa að alþjóðlegu samstarfi
og samstarfi á norðurslóðum. Þetta
tvennt fer hönd í hönd. Ef við fjöllum
ekki um norðurskautssvæðið þá
vantar stóran þátt í alþjóðlega um-
ræðu. Svo það eru þýðingarmiklar
umræður sem fara fram hér á
þinginu.“
Jafnrétti á hverju stigi
Simon hefur lengi lagt ríka áherslu
á jafnrétti í mörgum ólíkum mynd-
um, bæði jafnrétti kynjanna og sýni-
leika fjölbreytileikans í Kanada. Hún
segir að jafnrétti sé sér afar mik-
ilvægt af því hún þekki það af eigin
raun.
„Framan af var ég eini kvenkyns
frumbygginn á þeim pólitíska vett-
vangi sem ég starfaði á og í leiðtoga-
stöðu af því tagi. Það var áskorun.
Ég sá þörfina fyrir það að opna augu
samstarfsmanna minna, sem allir
voru karlkyns, fyrir því að það væri
til góðs fyrir alla, karla og konur, að
karlar og konur ynnu saman.“
Á þinginu segist hún hins vegar
sjá glöggt að þetta sé að breytast,
nokkuð jöfn hlutföll séu af karlkyns
og kvenkyns þátttakendum. „Ég
held að sýn okkar á jafnréttismál
hafi breyst mikið en misrétti er enn
ríkjandi. Í samfélögum frumbyggja
á norðurskautssvæðinu eru konur
mjög áberandi. Þær skipta sér af
menntamálum, heilsu- og fé-
lagsmálum. En karlarnir eru meira
áberandi á toppnum. En ég spyr þá:
Hvar eru karlmennirnir í samfélög-
unum? Við þurfum að muna að við
erum að tala um jafnrétti, erum við
að tala um jafnrétti beggja kynja og
við verðum að finna jafnvægi í því.
Það ætti að ríkja jafnrétti á hverju
stigi.“
Að lokum berst talið að Elísabetu
heitinni Bretadrottingu og áhrifum
andláts hennar á stöðu Kanada innan
breska samveldisins. „Hluti þjóð-
arinnar hefur alltaf haldið því sjón-
armiði á lofti að við ættum að skilja
við krúnuna og það jókst svolítið eftir
fráfall hennar hátignar. En ég lít svo
á að ég sé skipuð af drottningunni, og
nú konunginum, og hef ákveðnum
skyldum að gegna. Því hef ég ákveðið
að láta þessa umræðu ekki hafa áhrif
á mína vinnu,“ segir landstjórinn.
„Það sem við verðum að muna er
að ef Kanada kýs að slíta sig frá
bresku krúnunni þá verðum við að
hafa mjög skýr svör við því hvaða
möguleikar aðrir eru í stöðunni. Og
umræðan er ekki komin svo langt
enn sem komið er.“
Rödd frumbyggja verður að heyrast
- Landstjóri Kanada, Mary Simon, er gestur á þingi Hringborðs norðurslóða - Hún leggur áherslu
á að frumbyggjasamfélög verði að fá að taka þátt í umræðunni um framtíð norðurskautssvæðisins
Mary Simon er þrítugasti land-
stjóri Kanada en hún tók við
hlutverkinu í júlí 2021.
Hún er fædd árið 1947 í Kan-
giqsualujjuaq, Nunavik í Que-
bec. Hún hefur lengi starfað í
þágu hins opinbera og gegnt
ýmsum hlutverkum innan utan-
ríkisþjónustunnar og var meðal
annars sendiherra Kanada í
Danmörku á árunum 1990-
2002.
Simon hefur lengi látið til sín
taka í umræðu um norður-
skautssvæðið og framtíð þess.
Hún gegndi hlutverki fyrsta
sendiherra Kanada í málefnum
norðurslóða frá 1994 til 2004
og kom að samningaviðræðum
um stofnun Norðurskautsráðs-
ins.
Hún er fyrsti frumbygginn til
þess að gegna hlutverki land-
stjóra í Kanada og hefur lengi
barist fyrir því að rödd frum-
byggja, menning þeirra og saga
fái að heyrast.
Í þágu norð-
urslóða
MARY SIMON
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Landstjórinn Mary Simon ávarpaði gesti á setningarathöfn þings Hringborðs norðurslóða í Hörpu á fimmtudag.