Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2022 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! M.BENZ EQA 250+ LONG RANGE Nýskráður 01/2022, ekinn 10 Þ.km, rafmagn (540 km drægni) , sjálfskiptur, Electric art innrétting, AMG stýri.Raðnúmer 254965 00 Þessir síungu strákar eru klárir í að selja bílinn þinn Eigum laus sölustæði fyrir bílinn þinn! Hlökkum til! Indriði Jónsson og Árni Sveinsson M.BENZ EQA 250 POWER Nýskráður 09/2021, ekinn aðeins 8 þ.km, rafmagn (429 km drægni). 19“ AMG álfelgur, Næturpakki, dráttarkrókur, AMG line innan og utan. Raðnúmer 254163 00 M.BENZ A 250e AMG-LINE Nýskráður 11/2020, ekinn aðeins 4 Þ.km, bensín & rafmagn (plug in hybrid, drægni 69 km), sjálf-skiptur (8 gíra). Apple CarPlay, Android Auto, Night pack (Næturpakki), AMG line innan og utan o.fl. Raðnúmer 253736 00 É g fylltist nokkru stolti þeg- ar ég fylgdist með Vigni Vatnari Stefánssyni í beinni útsendingu á Chess24.com er hann sat á efsta borði á heimsmeistaramóti unglinga 20 ára og yngri í skák þriðju umferðar gegn Rússanum Andrei Esipenko á fimmtudaginn. Esipenko er lang- stigahæsti keppandi mótsins með 2.668 elo-stig og státar m.a. af sigri í kappskák gegn Magnúsi Carlsen á stórmótinu í Wijk aan Zee í fyrra. Mótið fer fram við frábærar að- stæður á ítölsku eynni Sardiníu. Heimsmeistaramót unglinga 20 ára og yngri er gríðarleg þolraun og verð- ur gaman að fylgjast með því. Sl. fimmtudag fóru fram tvær umferðir en gert er ráð fyrir einum frídegi. Tefldar verða ellefu umferðir. Auk Vignis er Birkir Ísak Jóhanns- son meðal þátttakenda og þeir hafa báðir byrjað vel. Vignir, sem er skráð- ur nr. 24 á styrkleikalistanum af 120 keppendum, vann fyrstu tvær skákir sínar og síðan kom þessi erfiða bar- átta, seinni skák eina keppnisdagsins með tvær umferðir. Úr varð magn- aður skákviðburður. Það var ekki auð- velt að halda jafnvægi í því flókna mið- tafli sem kom upp eftir frekar mislukkaða byrjun Vignis en hann reyndist útsjónarsamur eins og stundum áður: HM unglinga á Sardiníu 2022; 3. umferð: Vignir Vatnar Stefánsson – And- rei Esipenko Nimzo-indversk vörn 1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 e6 4. Rc3 Bb4 5. e3 0-0 6. Bd2 Þessi skrýtni leikur hefur verið vin- sæll undanfarið. En Esipenko var öll- um hnútum kunnugur. Vandi Vignis var sá að hann gat lítið undirbúið sig fyrir skákina eftir erfiða baráttu um morguninn. 6. … b6 7. cxd5 exd5 8. Bd3 He8 9. 0-0 Bd6 10. Dc2 c5 11. b3?! Fyrsta ónákvæmnin. Fyrst hvítur ákvað að tefla á móti „hangandi peð- unum“ var rökréttara að leika 11. dxc5 strax og láta þetta peð eiga sig. 11. … Rc6 12. dxc5 bxc5 13. a3 Bg4! Svartur er þegar kominn með mun betri stöðu. 14. Re2 Bxf3 15. gxf3 Re5 16. Kg2 Dd7 17. Rg3 Db7 18. Hab1 Had8 19. Hfd1 d4 20. e4 - Sjá stöðumynd - 20. … Rxd3 Hann var með alla þræði í hendi sér og þurfti ekki að flýta þessum upp- skiptum. 20. … Rg6 kom sterklega til greina. 21. Dxd3 Rd7 22. f4 Rf8 23. f3 Rg6 24. e5 Bf8 25. He1 Dd5 26. Kf2 Hb8 27. De4 Dd7 28. Df5 Dd5 29. De4 Dd8 30. Rf5 Dd7 31. h4 Þenur út yfirráðasvæði sitt þótt staðan sé æði viðkvæm. 31. … h5 32. Rg3 a5 33. a4 c4 34. bxc4 Hxb1 35. Dxb1 Bb4 35. … Dxa4 mátti svara með 36. e6! Esipenko hafði bundið vonir sínar við þennan leik en Vignir sá sér leik á borði … 36. e6! Hxe6 37. Hxe6 Dxe6 Hann sá að 37. … Bxd2 má svara með 38. Db8+!, t.d. Kh7 39. Hxg6! Kxg6 (ekki 39. … fxg6 40. Re4! og hvít- ur vinnur) 40. De5! Og hvíta staðan er unnin þó að flækjustigið sé vissulega hátt eftir 40. …Be3+ 41. Kg2 Kh7 42. Dxh5+ Kg8 43. Dxa5 d3 44. Rf1! 38. f5 De8! 39. fxg6 Alls ekki 39. Bxb4 vegna 39. … De3+! og svartur vinnur. 39. … Bxd2 40. gxf7+ Dxf7 41. Db5 d3 – og Esipenkio bauð jafntefli sem Vignir þáði. Framhaldið gæti orðið: 42. Dxh5 Dxc4 43. De8+ Kh7 44. De4+ Dxe4 45. Rxe4 Bf4 46. Rc5 Bg3+! og svartur nær h-peðinu og staðan er dautt jafntefli. Vignir sat eftir þessa skák í 6.-19. sæti með 2½ vinning en Birkir Ísak var með 1½ vinning eftir góðan sigur í 3. umferð. Fyrir mótið var hann skráður í 91. sæti á keppendalistanum. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Vignir á efsta borði á HM ungmenna 20 ára og yngri Í toppbaráttunni á Sardiníu Vignir Vatnar við taflið á síð- asta Reykjavíkurskákmóti. Þegar þessi grein- arstúfur er ritaður eru 230 dagar liðnir frá innrás Pútíns í Úkra- ínu. Eftir því sem stríðið hefur dregist á langinn kemur æ bet- ur í ljós skeyting- arleysi rússneska hersins gagnvart lífi og eignum úkraínskra borgara. Íbúðarhús, skólar, sjúkrahús og aðrar byggingar sem veitt geta al- mennum borgurum skjól eru mis- kunnarlaust sprengdar í loft upp. Á yfirráðasvæði Rússa eru almennir borgar teknir af lífi, konum er nauðgað, pyntingar eru útbreiddar og meðferð á stríðsföngum ólýs- anlega hryllileg. Og til að hylja grimmdarverkin hafa Rússar m.a. gripið til þess ráðs að sprengja fangageymslur þar sem úkraínskir stríðsfangar voru í haldi í loft upp til að hylja slóð grimmdarverkanna. Ísland er í stjórnmálasambandi við Rússland. Ríkin hafa átt í far- sælu viðskipta- og stjórnmála- sambandi allt frá seinni heimsstyrj- öld. Nú er hins vegar svo komið að nauðsynlegt er að Íslendingar gangi fram fyrir skjöldu og slíti stjórnmálasambandi við Rússland nú þegar. Hvorki hefur heyrst hósti né stuna frá íslenskum al- þingismönnum um að rétt sé að slíta stjórnmála- sambandi við Rúss- land. Spurt er hvers vegna. Fyrir þá sem telja að nauðsynlegt sé að halda diplómat- ískum leiðum opnum til að semja um frið þá er það óþarfi. Það er ekkert um að semja nema skilyrðislaust brotthvarf Rússa frá Úkraínu, þ.m.t. Krím. Það er ekki hægt að semja við yfirvöld Pút- íns. Hann hefur enda sýnt að stjórnvöld hans virða ekki samn- inga um eitt né neitt, myrða, nauðga og pynta. Við slíka aðila er ekki um neitt að semja. Það sem þarf að gera er að styðja og styrkja Úkraínumenn eins og hægt er til að þeir geti rekið árásaröflin af höndum sér. Með illu skal illt út reka! Ingólfur Bruun »Hvorki hefur heyrst hósti né stuna frá ís- lenskum alþingismönn- um um að rétt sé að slíta stjórnmálasambandi við Rússland. Ingólfur Bruun Höfundur er framkvæmdastjóri Betri fjarskipta ehf. ib@betrifjarskipti.is Slítum stjórnmála- sambandi við stjórn- völd Pútíns nú þegar Árni Thorsteinson fæddist 15. október 1870 í Landfógeta- húsinu við Austurstræti í Reykjavík og ólst þar upp. For- eldrar hans voru hjónin Árni Thorsteinson, f. 1828, d. 1907, landfógeti og alþingismaður, og Soffía Kristjana Johnsen, f. 1839, d. 1914. Eftir stúdentspróf frá Lærða skólanum árið 1890 hélt Árni til lögfræðináms í Kaup- mannahöfn. Hann hætti námi en fór svo aftur til Hafnar og lærði ljósmyndafræði. Eftir heimkomuna 1897 stofnaði Árni ljósmyndastofu og starfrækti fram til 1918. 1918-1929 starfaði hann hjá Sjóvátryggingarfélagi Íslands og hjá Landsbanka Íslands 1929-1940. Árni tók virkan þátt í tónlist- arlífi Reykjavíkur og var kunn- ur einsöngvari auk þess sem hann var tónlistargagnrýnandi, m.a. í Morgunblaðinu. Þekkt- astur varð hann þó fyrir tón- smíðar sínar. Hann var farinn að semja sönglög fyrir alda- mótin og nutu þau strax mikilla vinsælda. Meðal laga sem hann samdi eru Fögur sem forðum, Nótt, Rósin og Þess bera menn sár. Eiginkona Árna var Helga Einarsdóttir, f. 1875, d. 1959, og áttu þau fjögur börn. Árni lést 16. október 1962. Merkir Íslendingar Árni Thor- steinson ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.