Morgunblaðið - 15.10.2022, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2022
AÐVENTUFERÐIR2022 S. 552 2018
info@tasport.is
tasport.is
Barcelona
9.-12. desember
Berlín
1.-4. desember
Dublin
24.-28. nóvember
Madrid
2.-5. desember
Toscana
30. nóv.-7. des.
Verð frá89.800 kr. á mann -ÖRFÁ SÆTI LAUS
Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is
K 7 Premium
Smart Control
Háþrýstidæla
Á morgun þann 16.
október verða 120 ár
frá því að Sankti Jós-
efsspítali á Landakoti
var tekinn í notkun en
spítalinn á sér merkan
sess í sögu íslenskrar
heilbrigðisþjónustu. Á
leitarvefnum Wicki-
pedia segir svo: „Hann
tók formlega til starfa
árið 1902 og var að-
alspítali Íslands og
kennsluspítali Læknaskólans þangað
til Landsspítalinn tók til starfa árið
1930. Í lok nítjándu aldar var krafan
um sjúkrahús í Reykjavík mjög há-
vær. Þörfin var mikil. Bæjarstjórn
Reykjavíkur var tilbúin að leggja til
fé en Alþingi ekki. Árið 1901 kom til-
boð frá St. Jósefssystrum í Landa-
koti um að reisa og reka fullkomið
sjúkrahús í Reykjavík. Alþingi tók
því tilboði fegins hendi en vildi þó
hvorki veita kaþólikkum styrk eða
lán til verkefnisins. Spítalinn var
reistur 1902 fyrir söfnunarfé frá Evr-
ópu.“
St. Jósefssystur reistu og ráku
spítalann frá stofnun hans til ársins
1977 þegar sjálfseignarstofnun tók
við samkvæmt samn-
ingi systranna við heil-
brigðisyfirvöld. Þær
fengu aldrei laun fyrir
störf sín og unnu
myrkranna milli við að
hjúkra sjúklingum. Þær
urðu að gæta ýtrustu
hagkvæmni til að ná
endum saman. Þeir
læknar sem störfuðu
við Landakotsspítala
höfðu engin föst laun
heldur var þeim greitt
fyrir unnin verk. Þeir lögðu inn sjúk-
linga, tóku við bráðatilfellum og báru
ábyrgð á sjúklingunum frá því að þeir
lögðust inn og til útskriftar. Þannig
skapaðist samfella í stundun og
ákvarðanatöku. Þessu kerfi var kom-
ið á til þess að nýta fjármuni sem best
og skilgreina ábyrgð. Með tímanum
þróaðist einstök menning á Landa-
koti sem snerist um ábyrgð, um-
hyggju og ástundun við sjúklinga. Yf-
ir starfseminni sveif andi systranna
og blessun Guðs. Allir sem störfuðu á
Landakoti hugsa til baka með stolti
að hafa tekið þátt í starfinu þar.
Margir ungir læknar lærðu góð
vinnubrögð og eignuðust fyrirmyndir
þar.
Á meðfylgjandi mynd sjást þrír af
burðarásum spítalans, Tómas Árni
Jónasson og Guðjón Lárusson ásamt
dr. Bjarna Jónssyni, við hátíðlegt
tækifæri. Myndin er tekin í kapell-
unni sem var fræðslu- og sam-
komusalur spítalans. Bjarni hefur
vafalaust sagt þeim einhverja
skemmtilega sögu og þeir haft gam-
an af. Bjarni var ótvíræður leiðtogi
læknanna meðan hans naut við en
starfslok hans og stofnun sjálfseign-
arstofnunar fóru nokkurn veginn
saman. Systurnar héldu áfram störf-
um þótt reksturinn væri ekki lengur
á þeirra ábyrgð. Þegar líða tók á átt-
unda áratug síðustu aldar syrti í álinn
í þjóðarbúinu og sameining sjúkra-
húsa varð lausnarorð. Hvorki þáver-
andi stjórn Landakots né ríkis-
stjórnum á þeim tíma þótti ástæða til
að virða samninginn við systurnar.
Mín fyrstu kynni af Landakots-
spítala voru sumarið 1974 þegar ég
réð mig á næturvaktir á skurðdeild-
um spítalans í hjúkrunarstörf eftir
þriðja ár í læknanámi. Var þá ábyrg-
ur fyrir þremur legudeildum með
einn sjúkraliða á hverjum gangi mér
til aðstoðar. Það voru tveir kandiatar
í húsinu, einn fyrir skurðlækningar
og annar fyrir lyflækningar, og það
var nóg að gera. Sjúklingar lyflækna
lágu einnig á þessum deildum og
kynntist ég sérfræðilæknunum á
vöktunum. Eftir útskrift úr lækna-
deild 1977 fór ég beint á Landakot á
kandidatsár. Þá var sjálfseignar-
stofnunin að taka við spítalanum og
mér eru minnisstæðir fundir um það
efni með þátttöku forsvarsmanna
þjóðarinnar. Það var samhugur um
að reka spítalann áfram í óbreyttri
mynd eftir að systurnar létu af stjórn
og áform um að sækja fram með við-
byggingu. Landakot var spítali sem
öllum þótti vænt um og vildu varð-
veita og efla.
Árið 1986 kom ég aftur til starfa á
lyflækningadeild og gjörgæsludeild á
Landakoti eftir framhaldsnám í
Bandaríkjunum. Nú fór í hönd fram-
úrskarandi tími og ég kynntist ein-
vala liði lækna, hjúkrunarfræðinga
og annars starfsfólks á Landakoti
sem reyndist besti vinnustaður sem
ég hef starfað við á lífsleiðinni. Þar
ríkti samband milli læknanna og
starfsfólksins sem einkenndist yfir-
leitt af trausti og virðingu. Menn
sinntu sjúklingunum vel, voru að-
gengilegir fyrir ráðgjöf og gengu
stofugang á hverjum degi, líka um
helgar. Starfsandinn var frábær og
Landakotsspítali hafði á að skipa úr-
valslæknum sem voru oft fyrstir til að
flytja til landsins nýja tækni og þekk-
ingu. Fræðsla og kennsla var í háveg-
um höfð. Fræðslufundir læknaráðs
voru á laugardagsmorgnum kl. 9 og
var ætíð góð mæting á þeim fundum.
Landakotsspítali hafði símennt-
unarkerfi sem gerði kröfu til þess að
læknar uppfylltu skilyrði um funda-
sókn, þátttöku í læknaþingum og
fræðastörf en yrðu ella að víkja. Eftir
laugardagsfundi hittust læknarnir í
kaffistofunni á 6. hæð með stórbrotið
útsýni yfir Reykjavík og ræddu
landsins gagn og nauðsynjar. Það
voru oft skemmtilegar umræður.
Við sameiningu Landakots og
Borgarspítalans og síðar sameiningu
allra spítalanna í Reykjavík glataðist
sérstaðan sem Landakotsspítali hafði
í íslenska heilbrigðiskerfinu. Þeir
sem bera ábyrgð á þeim verkum
mega hafa ýmislegt á samviskunni.
Minningar um góðan spítala geta þó
ennþá verið hvatning til dáða og ekki
er útilokað að skaðinn verði bættur í
framtíðinni ef mönnum er alvara að
halda íslenska heilbrigðiskerfinu
áfram í fremstu röð.
Steinn Jónsson
»Með tímanum
þróaðist einstök
menning á Landakoti
sem snerist um ábyrgð,
umhyggju og ástundun
við sjúklinga.
Steinn Jónsson
Höfundur er prófessor emeritus í
lyflækningum og lungnasjúkdómum.
12steijo@gmail.com
Minningar frá Landakotsspítala
Á Landakoti Frá vinstri: Tómas Árni Jónasson, Guðjón Lárusson og Bjarni
Jónsson á góðri stundu. Myndin er líklega tekin 1977 í hófi til heiðurs St.
Jósefssystrum.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.