Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 1
VETUR amleiðir handger ð fjallaskíði og leiksvæði FÆDD TIL AÐ VERA Á FJÖLLUM SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 2022 Heim á Hólmaströnd Hjónin Sandra VestmannReykjavík Menningarslysí uppsiglingu Þóra S. Ingólfsdóttir, forstöðumað- ur Kvikmyndasafns Íslands, vill varðveita kvikmyndaarfinn. 10 Verðlaunahúsá Vesturgötu Arkitektinn Birgir Þ. Jóhanns- son býr í 140 ára gömlu húsi og hlaut í vikunni fegrunar-verðlaun Reykjavíkur. 18 Hver varGíraffinn? Einu sinni vartíska að gefasparkendumþessa heimsviðurnefni.Sá góði siðurer á undan-haldi. 24. L A U G A R D A G U R 2 2. O K T Ó B E R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 247. tölublað . 110. árgangur . Búnaður bifreiða til sölu getur verið ólíkur þeirri sem sýnd er á mynd. Laugavegi 172, 105 Rvk. www.hekla.is/audisalur Stuttur afhendingartími Rafmagnaður LÁTTU TAKA EFTIR ÞÉR Í VETUR MINNIST MÓÐUR MEÐ TREGA OG SÁRSAUKA 45VETUR 24 SÍÐUR Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Verulegur kurr er meðal forsvarsmanna margra lífeyrissjóða og sjóðastýringafyrir- tækja í kjölfar tíðinda á fimmtudag þess efnis að fjármála- og efnahagsráðherra hygðist setja ÍL-sjóð (gamla Íbúðalánasjóð) í slitameð- ferð ef ekki tækist að fá kröfuhafa sjóðsins til þess að taka hann yfir fyrir áramót. Benti ráð- herra á að lögfræðiálit, sem hann hefði látið vinna, sýndi að ríkisábyrgð á sjóðnum væri af- ar takmörkuð og með slitum nú gæti ríkisvald- ið sparað skattgreiðendum allt að 150 millj- arða króna að núvirði. Allt bendir til þess að botnlaust tap verði af starfsemi sjóðsins uns hann gerir upp sínar síðustu skuldbindingar árið 2044. Þá er áætlað að halli sjóðsins muni nema 450 milljörðum króna sem ríkisábyrgðin nær yfir, nema gripið verði til aðgerða nú, eins og ráðherra hefur boðað að gert verði. „Gjörningur“ fjármálaráðherra „Málið er sett fram af fjármálaráðherra eins og hann sé að gera landsmönnum einhvern greiða með þessum gjörningi. Í raun og veru er ríkissjóður með þessu að reyna að fara í vasa almennings. Þetta er tilraun til þess að ganga í sparnað almennings, sparnað sem sem liggur í lífeyrissjóðum og verðbréfasjóðum sem eru í eigu landsmanna,“ segir Davíð Rú- dolfsson, forstöðumaður eignastýringar Gildis, eins stærsta lífeyrissjóðs landsins. Gagnrýnir hann á sama hátt tímasetningu ákvörðunar ráðherra og það hvernig ráðuneyti hans hafi staðið að málum. Það hafi skapað óvissu á markaði. Ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa á markaði hækkaði í gær og þá segja viðmælendur Morgunblaðsins að daufleg viðskipti og tals- verðar lækkanir á hlutabréfamarkaði megi að hluta rekja til ákvörðunar ráðherra. Er það mat viðmælenda Morgunblaðsins að lífeyrissjóðir landsins hafi í raun orðið fyrir gríðarlegri eignaupptöku með ákvörðun ráð- herra. Þar á meðal séu sjóðir sem ekki megi við frekari ágjöf en þeirri sem nú þegar er komin fram á mörkuðum. Allt stefni í að marg- ir þeirra þurfi að skerða lífeyrisréttindi sjóð- félaga sinna á komandi ári. Ráðherra olli titringi á fjármálamarkaði - Verulegur kurr meðal lífeyrissjóða vegna útspils fjármálaráðherra - Mun hafa víðtæk áhrif MHefur áhrif á getu lífeyrissjóða »16 Magnús Magnússon nam staðar og fékk sér nesti í Mývatnssveit á dögunum, sem væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann var að yfirgefa landið fyrir fullt og fast og flytja búferlum til bæjarins Hólmastrandar í Noregi ásamt eiginkonu sinni, Söndru Vest- mann. Þar hittu hjónin fyrir dóttur sína, Telmu Björk, sem nemur leiklist í Ósló. Magnús veiddi oft á þessum slóðum í gamla daga og mátti til með að æja rétt sem snöggvast, áður en lokakafl- inn var ekinn til Seyðisfjarðar, þar sem hann fór um borð í ferjuna Norrænu. Með Magnúsi í för var gamall vinur hans, Árni Sæberg, ljósmyndari Morgunblaðsins, sem fékk þá hugmynd að skrásetja flutningana frá upp- hafi til enda og fylgjast með hjónunum koma sér fyrir ytra. Þegar Árni sneri aftur heim höfðu hvorki fleiri né færri en 4.000 ljósmyndir verið teknar og valið býsna fjarri því að vera auðvelt þegar hlaðið var í grein í Sunnudagsblaðinu sem birtist nú um helgina. Sjón er sögu ríkari. Morgunblaðið/Árni Sæberg Magnús Magnússon kveður gamla landið Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýn- ar, segist njóta trausts nýrrar stjórnar til að leiða félagið áfram. Hann deili þeirri skoðun að félagið sé undirverðlagt á markaði. Yngvi segir í samtali við Morg- unblaðið í dag að hann voni að hluthöfum fjölgi en þeir séu nú um 400. Þá útilokar hann ekki frekari sölu innviða en ítrekar að engin ákvörðun liggi fyrir um slíkt. Hyggja ekki á yfirtöku Nýir fjárfestar í Sýn hafa náð meirihluta í stjórn félagsins. Spurður hvort úrslit stjórnar- kjörsins þýði að nýr meirihluti hafi yfirtökuskyldu á félaginu seg- ir Hákon Stefánsson forstjóri InfoCapital að ef ætlunin hefði verið að taka yfir félagið í krafti 30% eignarhlutar „hefði líklegast verið farið í þá vegferð strax“. Það sé ekki stefnan. » 14 Morgunblaðið/Eggert Forstjóri Yngvi Halldórsson. Nýtur stuðnings stjórnar - Forstjóri Sýnar sér sóknarfæri bbbbm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.