Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2022 ✝ Ásmundur Þór- hallsson fædd- ist á Ormsstöðum í Eiðaþinghá 28. september 1935. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð 10. októ- ber 2022. Foreldrar hans voru Sigrún Guð- laugsdóttir frá Fremstafelli Köldu- kinn S-Þing., f. 30. júní 1898, og Þórhallur Helgason frá Skóg- argerði Fellum, f. 1. mars 1886. Systkini hans voru Ólöf, Guð- laugur, Anna og Helga. Ásmundur var í farskóla í Eiðaþinghá, eins var hann í heimakennslu á Ormsstöðum. Ásmundur stundaði nám við Eiðaskóla veturna 1950-51 og 1951-52. Veturinn 1955-56 stund- aði hann nám við Hólaskóla. frá Skógum austur að Orms- stöðum í Eiðaþinghá. Fyrir aust- an starfaði Ásmundur í 25 ár sem umsjónarmaður fasteigna hjá Alþýðuskólanum á Eiðum ásamt því að vera í félagsbúi með Guðlaugi bróður sínum á Orms- stöðum. Árið 2018 fluttu Ás- mundur og Þórunn í Kópavog. Börn þeirra hjóna eru: 1) Odd- steinn Gunnar, f. 26. apríl 1975. Maki hans er Berglind Gunn- arsdóttir, saman eiga þau þrjú börn, Gunnar Tjörva, Þórönnu Stefaníu og Freyju Gunnheiði. 2) Þórhallur Rúnar, f. 23. janúar 1977. Maki hans er Lilja Sigurð- ardóttir, saman eiga þau þrjú börn, Hörpu Sif, Trausta og Við- ar Loga. 3) Anna Sigrún, f. 14. maí 1978. Maki hennar er Ingvar Sigurður Alfreðsson, saman eiga þau þrjú börn, Viktor Örn, Ás- mund Steinar og Þórunni Örnu. 4) Guðjón Eiður, f. 17. júlí 1980. Maki hans er Sigríður Tryggva- dóttir, saman eiga þau tvö börn, Darra Stein og Aðalbjörgu Heiði. Útför fer fram frá Eiðakirkju í dag, 22. október 2022, klukkan 11. 1971 kynntist hann konu sinni Þórunni Sigríði Oddsteinsdóttur frá Úthlíð í Skaft- ártungu, f. 1938, d. 2022. Þá starfaði hún sem handa- vinnukennari við Alþýðuskólann á Eiðum en Ásmund- ur starfaði við bú foreldra sinna á Ormsstöðum. Saman fluttu þau að Skógum undir A-Eyjafjöllum, bjuggu þar frá 1973-1984. Í Skógum sinnti Ásmundur ýmsu viðhaldi og ný- byggingum hjá bændum undir Eyjafjöllum. Á þessum árum fékk hann sveinsbréf í húsa- smíði. Eins ferðaðist hann mikið um Vesturland og kenndi rún- ing. Árið 1984 flytur fjölskyldan „Ei gleymast fögur kynni.“ Svoleiðis endaði ljóð sem þú samdir í minningu fjölskylduvin- ar. En þannig er það líka með þig elsku pabbi minn. Mikið er orðið tómlegt að hafa hvorki þig né mömmu. Ég sem ætlaði að hafa ykkur miklu leng- ur hjá mér í Kópavoginum. En þannig er nú gangur lífsins og þín kynslóð gerir sér fulla grein fyrir því. Eins og þú sagðir skömmu fyrir andlátið þegar þú vissir í hvað stefndi: „Þetta er bara gangur lífsins.“ Ég á þér svo margt að þakka og svo margir sem hugsa með þakklæti til þín. Þú varst einn af þeim greiðviknustu og fórst aldr- ei nokkurn tímann fram á að fá eitthvað í staðinn. Þú hjálpaðir bara þeim sem þurftu aðstoð og ekkert meira um það. Þú gekkst í verkin með krafti og gleymdir þá oft að hlífa sjálfum þér. Ég og minn maður grínumst stundum með það þegar ég ætla að drífa hlutina af, böðlast áfram, þá segjum við stundum: „Ætlarðu að taka Ásmund á þetta!“ Þegar maður hugsar til baka er líka magnað að sjá hverju þú hefur áorkað, með kraftinn, vilj- ann og óbilandi áhuga að vopni. Þú varst líka svo ákafur í því að finna leiðir til að gera verkin létt- ari. Þvílíkt verkvit í einum manni sem allt lék í höndunum á og svo bráðskarpur. Eins og það að ráðast einn í framkvæmd á heimarafstöð, koma á fót fiskeldi og margt fleira. Ekkert af þessu var auð- velt og svo heljarinnar mikil vinna og bras en áfram hélst þú. Eins það að fylgja draumum sín- um eftir, gefa út tvo einsöngs- diska. Í dag værir þú sennilega titlaður frumkvöðull og uppfinn- ingamaður. Svo var hjartahlýjan þín, hún var næg fyri allavega tvo í viðbót. Að fá svona hressilegt kreist við komu eða brottför var svo nota- legt, held að minn elsti hafi feng- ið Ásmundar afa faðmlagið í sínu DNA. Að sjá hvað þú kysstir og knúsaðir barnabörnin, það var svo auðséð hvað þér þótti vænt um þau öll og lést það óhikað í ljós bæði bæði í orðum og verki. Þessi hjartahlýi karl var líka svo mikill grallari og grínari. Tók sjálfan sig ekki of hátíðlega. Ég er einmitt svo glöð að sá hæfileiki hefur skilað sér áfram til okkar systkinanna og áfram. Hver nennir að vera þessi fúli! Pabbi gat alveg reiðst, gat verið fljótur upp þegar eitthvað gekk ekki alveg eins og hann vildi eða eitthvað að tefja hann. Það er auðvitað þannig að þegar hugurinn er á fullu og hugmynd- irnar hlaðast upp getur verið erf- itt að hægja á. En hann var líka fljótur niður. Það sem ég er líka svo þakklát fyrir er hvað þau mamma komu vel fram við alla, aldrei heyrði maður þau tala illa um nokkurn mann og ef maður var fúll við einhvern var aldrei tekið undir það. Ekki síst var okkur kennt að bera virðingu fyrir þeim sem áttu undir högg að sækja og að öll vinna væri virðingarverð. Að koma vel fram við alla. Þetta er ómetanlegt veganesti. Elsku hjartans pabbinn minn, mikið var ég heppin að eiga svona pabba. „Ei gleymast fögur kynni.“ Stelpan þín, Anna Sigrún. Nú kveð ég minn kæra tengdaföður. Það er hægt að nota mörg orð til að lýsa Ásmundi tengdapabba mínum, hann var; skemmtilegur, góður, þrjóskur, hjartahlýr, harðduglegur, mikil félagsvera, minnugri en allt og allir, söng- fugl og sögukarl, þetta er það helsta sem kemur upp í hugann þegar ég minnist hans. Hann var einstaklega dásam- legur afi barnanna okkar. Aug- ljóst var að barnabörnin hans, ellefu með tölu, voru gersemar í hans augum og það var yndislegt að sjá hann ljóma af stolti þegar hann sagði sögur af þeim og þeirra afrekum. Hann og dóttir mín áttu sönginn sameiginlegan og sungu mikið saman, hún gat kennt afa sínum leikskólavísur og afi kenndi skottunni svo eitt- hvað ögn eldra. Sonur minn gat setið endalaust við hlið afa síns, í þögn og haldið í höndina á hon- um, þarna hittust tveir tilfinn- ingaríkir þrjóskupúkar sem skildu hvor annan og gátu talað saman án orða. Elsku Ásmundur minn, nú hefur myndast annað stórt skarð hjá okkur á skömmum tíma. Við yljum okkur samt við þá hugsun að þú ert nú kominn til hennar Þórunnar okkar sem var þér svo kær og mikill missir þegar hún fór. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að verða samferða ykkur Þórunni í þessu lífi og fyr- ir allar þær minningar, gleði, hlýju og ást sem þið hafið gefið mér og börnunum mínum. Góða ferð elsku karl! Þín Sigríður (Sigga). Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leyftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum (H.J.H) Gamlársdagur árið 2005 er dagur sem rennur mér seint úr minni. Við Þórhallur vorum ný farin að stinga saman nefjum og ætluðum að eyða áramótunum saman. Eftir tveggja klukku- stunda samningaviðræður lét ég undan og fór í mat með honum í Ormsstaði. Að sjálfsögðu hafði Þórhallur ekki látið vita af þess- um auka gesti og galaði þegar við komum inn um dyrnar: „Er ekki til auka diskur?“ Auka diskurinn var auðfenginn og var mér út- hlutað sæti á ská á móti Ásmundi tengdaföður mínum. Hann bauð mér samviskusamlega allt sem var á borðum. Þarna borðaði ég t.d. grænar baunir sem ég hef hvorki borðað fyrr né síðar, auð- vitað þorði ég ekki annað en að segja já við öllu sem að mér var rétt. Ásmundur hafði lúmskt gaman að þessu og sat hálf glott- andi allt kvöldið. Þessi feimni varði ekki lengi af minni hálfu og varð okkur Ásmundi mjög fljótt vel til vina . Hann lét ekki eftir sér að aðstoða mig við ýmis verk- efni. Allra stærsta verkefnið var þó að hjálpa okkur Þórhalli að innrétta fyrstu íbúðina okkar. Vandvirknin leyndi sér ekki og hvergi mátti skeika millimeter. Hvað sem um Ásmund má segja verður því ekki neitað að óheppnin elti hann, kannski ein- um of oft. Eitt skipti er mér sér- lega eftirminnilegt, þegar við vorum í heimaslátrun eitt árið. Ásmundur og Gulli bróðir hans voru með lamb á milli sín. Stuttu eftir að skotið reið af labbaði Ás- mundur frekar greitt inn í fjár- hús þar sem Þórunn var og sagði: „Þórunn þú verður að skutla mér inn á heilsugæslu, ég skaut mig í fótinn“. Eftir það strunsaði Ás- mundur heim í bæ og ég í humátt á eftir. Þegar þangað var komið hringdi ég í lækni og sagðist vera með mann sem skaut sig í fótinn í orðsins fyllstu merkingu. Lækn- irinn bað okkur um að koma strax á heilsugæsluna. Í þessum óhöppum og reyndar alltaf var stutt í glettnina hjá Ásmundi og það fyrsta sem hann sagði við lækninn var: „verst með stígvél- in, þau voru ný“. Læknirinn spurði þá á móti: „Voru þetta nokian?“ og svo var mikið hlegið. Í það skiptið eins og svo oft áður var Ásmundur heppinn í óheppn- inni því kúlan hafði verið á litlum hraða, stoppað við bein og farið út aftur. Eftir að börnin okkar fæddust sá ég hversu barngóður Ásmund- ur var. Hann hafði endalausa þol- inmæði fyrir krökkunum, sama hvernig þau létu. Lék við þau í hinum ýmsu leikjum, spilaði á spil við Hörpu þangað til að sjón- in varð orðin of slæm, söng þau í svefn enda söngurinn hans helsta áhugamál. Krakkarnir sakna hans sárt og hafði Trausti á orði þegar ljóst var í hvað stefndi að þetta væri ömurlegt. Við vorum þó sammála um að það væri gott að amma og afi væru einhvers staðar saman laus við öll veik- indi. Viðar segist sjá þau upp í skýjunum að horfa á okkur. Takk fyrir allt og allt, þangað til næst Lilja Sig. Kæri Ásmundur. Far þú í ást og friði, og berðu elsku Þórunni okkar bestu kveðjur. Þegar allt er skoðað þá blasir við, í okkar huga að minnsta kosti, að þannig gengur heimurinn best upp, með ykkur tvö saman, í gegn um súrt og sætt, ævintýri, gleði og sorgir. Þannig fengum við alltaf að njóta ykkar. Okkar kæra frænka var okkur öllum svo mikilvæg en þú varst það ekki síður. Þig gátum við treyst á eins og Þórunni, þú varst alltaf til staðar, órjúfanleg- ur hluti af því innihaldsríka lífi og samskiptum sem við fengum að njóta með ykkur og læra af ykk- ur. Þótt kveðjustundin sé sár og söknuðurinn mikill, þá er huggun harmi gegn að vita af ykkur tveimur saman á ný. Takk fyrir öll föstu og hlýju faðmlögin, allar hjartanlegu kveðjurnar og brosin í gegnum tíðina. Takk fyrir sögurnar (líka þessar sem þurfti að segja oftar en tvisvar). Takk fyrir að vera alltaf tilbúinn til að kenna okkur og hrósa, hvort sem var fyrir stórt eða smátt. Það voru frá- bærir tímar þegar þið Þórunn, með börnin, komuð í Skaftár- tunguna. Hversu eftirminnilegt það er okkur öllum þegar rússaj- eppinn sást í fjarska, tilhlökkun- in sem magnaðist, og svo þegar við kvöddum aftur, og stóðum á hlaðinu veifandi til ykkar svo lengi sem sást í bílinn. Og gátum ekki beðið eftir næstu heimsókn. Ásmundur Þórhallsson frá Ormsstöðum gleymdi sér í hverju því verki sem hann sinnti, hann kenndi þeim sem vildu læra, hann tók öllum opnum örmum og var minnugur á það góða og skemmtilega, en leyfði hinu að fara sína leið. Hann var einstaklega greiðvikinn. Fyrir utan öll þau verk sem hann hjálp- aði foreldrum okkar með í bú- skapnum má líka minnast þess að hann smíðaði gluggana í nýtt félagsheimili í Skaftártungu, Tungusel, og gaf vinnuna við það. Þannig góðverk og vinargreiða lætur Ásmundur eftir sig víða. Ásmundur var listrænn og frá- bær söngvari. Í ljóði eftir hann stendur skrifað: „Ég þakka af hjarta að þú mér gafst að lifa / slíkt þúsundradda vor.“ Og það var einstök stund sem Ásmundur gaf öllum sem á hlýddu þegar hann söng Rósina fyrir Þórunni og okkur hin á ættarmóti í Hlíð, fyrir rétt rúmum fjórum árum. Svo vísað sé í textann við Rósina, ljóð eftir Guðmund Halldórsson: Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. Frá krökkunum í Úthlíð, Herdís Erna, Trausti Fannar, Elín Heiða, Oddný Steina og Sigurður Árni. Það var vinsælt fyrir daga sumarnámskeiða og skipulagðr- ar afþreyingar fyrir börn í Reykjavík að senda þau í sveit. Auk hagræðis fyrir foreldra bjó kannski líka að baki sú hugmynd að kynni af sveitastörfum væru holl borgarbörnum. Ég var í þessum hópi enda móðir mín í annasömu starfi á fréttastofu út- varps og faðir minn að draga til búsins með leiðsögn ferðafólks erlendis á sumrin. Ég man atlætið, öryggið og kyrrláta umhyggju á menningar- heimili þar sem tónlist, handverk og gott bókasafn voru í öndvegi og undi mér vel á Ormsstöðum í átta sumur. Fjölskyldufaðirinn, afabróðir minn, menntaður í hús- gagnasmíði í Kaupmannahöfn og lauk seinna sveinsprófi í Bergen í þeirri iðn að smíða utan um orgel og píanó, var tónhneigður og organisti í Eiðakirkju og ætt- móðirin frá Fremstafelli, þing- eysku menningarheimili í Kinn- inni; dæturnar þrjár allar listhneigðar og menntaðar á því sviði; bræðurnir voru báðir þjóð- hagasmiðir, sá eldri á timbur en sá yngri, Ási, einkum á járn; smíðaði m.a. hlið sem prýddu að- komu að bæjum víða á Héraði. Nú hefur þetta góða og vandaða fólk allt kvatt, fögrum lífsbókum lokað. Ási var í forystu fyrir fé- lagsbúi systkinanna fjögurra sem bjuggu þar með foreldrum sínum, og beitti sér fyrir ýmsum nýjungum í búskaparháttum sem afabróðir minn, prýðilega íhalds- samur eins og hann átti kyn til, streittist einatt á móti; í barns- minni eru líflegar samræður á hlaðinu þar sem tókust á gömul gildi og ný sjónarmið. Á mínum dvalarsumrum var sífellt verið að færa út kvíar; reka niður staura og reisa nýjar girðingar, ræsa fram mýrar og brjóta nýtt land, byggja hlöðu og stækka fjárhús, kaupa ný tæki og tól. En erfiðið minnkaði sannarlega ekki og af- raksturinn jókst lítið við aukin umsvif þannig að jafnan þurfti að draga til búsins með öðrum störfum heimilisfólksins. Seinna flutti Ási sig um set undir Eyja- fjöllin og það reyndist sannar- lega gæfuspor því þar kynntist hann Þórunni, sinni góðu konu; þau byggðu sér hús á gamla bæj- arhólnum á Ormsstöðum og fóstruðu þar fjögur mannvænleg börn sín. Ási hafði fallega söngrödd, eins og margir af Skógargerðis- ætt, og ég naut hennar oft, t.d. í Austin Gipsy-jeppanum á vegum úti, í fjósi eða fjárhúsinu eða þeg- ar við riðum út að hausti til að mýkja hesta fyrir komandi smalamennsku; þá brast Ási ein- att í blíðan og kraftmikinn söng. Hann hefði vísast getað átt glæstan söngferil hefði hann haft tök á því að mennta sig til þess á ungum aldri; lét það þó eftir sér á efri árum að fara í formlegt söng- nám með góðum árangri. Ási var glaðsinna og hlátur- mildur og mér afar hlýr og góður fóstri; hjá honum lærði ég t.d. býsna ungur að aka traktor og jeppanum sem ég fékk þó bara að keyra niður að brúsapalli. Hann reyndi líka að þjálfa mig í smíðum og leyfði mér að reyna mig við logsuðuna sem hann stundaði sjálfur af mikilli list. Ég er honum og systkinum hans þakklátur fyrir fóstrið og sam- fylgdina og veit að bjart ljós fylgir honum í sumarlandið. Við Margrét Þóra sendum börnum hans og tengdabörnum, afkomendum öllum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Örnólfur Thorsson. Ásmundur Þórhallsson Ástkær bróðir minn og mágur, HELGI ÞORKELSSON frá Laugarbrekku, Hellnum, síðar Bogahlíð 9, Reykjavík, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi mánudaginn 17. október. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 25. október klukkan 13. Reynir Bragason Jónasína Oddsdóttir Ástkær eiginmaður, faðir og tilvonandi tengdafaðir, VIÐAR ÁRNASON frá Vestmannaeyjum, var kvaddur í kyrrþey miðvikudaginn 19. október. Svandís Ósk Stefánsdóttir Ísak Bergmann Viðarsson Jafet Bergmann Viðarsson Guðrún Clara Sigurðardóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF FINNBOGADÓTTIR, Ásbraut 17, Kópavogi, lést á hjúkrunaheimilinu Sléttunni 30. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Finnbogi Gunnlaugsson Árdís Dögg Orradóttir Hólmfríður H. Gunnlaugsd. Ágúst Hallvarðsson Jóhanna S. Gunnlaugsdóttir Sigurður Halldórsson Haraldur Þ. Gunnlaugsson Ragnheiður M. Baldursdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EYRÚN GÍSLADÓTTIR, lést á Landakoti 15. október. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 31. október klukkan 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks Eirar og L5 á Landakoti. Sævar Einarsson Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir Ásdís Einarsdóttir Aðalsteinn Hallgrímsson Halldór Jón Einarsson Lena Sædís Kristinsdóttir Sóley Einarsdóttir Ragnheiður H. Sæmundsdóttir Sigríður Björg Einarsdóttir Jónas Örn Steingrímsson Margrét Lilja Einarsdóttir Eyrún Einarsdóttir Pétur Blöndal og ömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.