Morgunblaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2022
Elsku Svava, það
er svo sárt að hugsa
til þess að þú sért
farin frá okkur. Ynd-
islega mágkona mín
en samt svo miklu meira en það.
Þú varst mér eins og systir, sú
sem ég gat alltaf leitað til og varst
alltaf til staðar fyrir okkur Amilíu.
Þú varst okkar stoð og stytta.
Ég man alltaf eftir sumrinu
þegar ég kynntist þér, þegar þú
og Hreiðar voruð að byrja saman.
Þú komst inn í líf okkar á erfiðum
tímum og það sem situr mér efst í
huga er hvernig þú hélst utan um
okkur systkinin og passaðir upp á
okkur.
Ég er svo þakklát fyrir allan
þann tíma sem ég og Amilía feng-
um með þér og þær minningar
sem mynduðust. Öll ferðalögin
okkar saman. Stundirnar sem við
deildum með börnunum okkar.
Okkar stundir þar sem við vor-
um bara við tvær saman að
spjalla, hvort sem það var í síma,
heima eða bara í sófanum í Plié.
Allur undirbúningurinn hjá
okkur síðustu mánuði fyrir brúð-
kaupið þitt og Hreiðars. Það að þú
treystir mér fyrir öllu og vildir
alltaf mitt álit verð ég ævinlega
þakklát fyrir.
Það sem ég á eftir að sakna
þessara stunda með þér og að geta
ekki spjallað við þig elsku Svava.
Við Amilía munum sakna þín og
ég lofa að halda minningu þinni á
lofti fyrir Hreiðar Geir og fyrir
yndislegu börnin ykkar Klöru
Lind, Aldísi Evu og Hektor Orra.
Megi Guð styrkja ykkur og aðra
ástvini í þessari miklu sorg. Hvíl
þú í friði.
Kristín Björg
Jörundsdóttir.
Elsku yndislega vinkona mín er
fallin frá langt fyrir aldur fram. Að
sjá á eftir vinkonu sinni á besta
aldri í blóma lífs síns er svo ósann-
gjarnt og sárt og sýnir hvað lífið
getur verið hverfult. Ég á erfitt
með að koma öllum hugrenning-
um mínum í orð í þessari miklu
sorg. Svava var fastur punktur í
lífi mínu og vinkvennanna enda
traust vinkona.
Við vorum menntaskólavinkon-
ur. Síðan þá höfum við vinkonurn-
ar verið með mánaðarlegan saumó
sem var í algjörum forgangi hjá
okkur öllum að mæta í. Samveru-
stundir okkar einkenndust af hlát-
ursköstum, kósíheitum, matarg-
ræðgi og þessu yfirburðatrausti
sem ríkir í sannri vináttu. Enda
var allt látið flakka og þarna kom-
um við saman til að losa um tilfinn-
ingar okkar sem við nutum að
geta rætt hver við aðra. Gleðin var
allsráðandi og minnist ég þess
hversu margar góðar frásagnir
komu frá Svövu. Alltaf sagði hún
nokkrar sögur af Aldísi prakkara
sem kom okkur öllum sífellt í hlát-
urskast því hún er svo uppátækja-
söm og mikill grallari. Frásagnir
af Klöru voru í öðrum dúr þar sem
hún spilaði þetta móðurhlutverk
með mömmu sinni og hjálpaði oft
með yngri systkini sín og sýndi
mikla ábyrgð. Hektor var svo litla
mömmugullið sem bræddi
mömmu sína alla daga. Það kom
svo vel fram í „snöppum“ frá
henni heima í fæðingarorlofinu og
í samtölum okkar. Börnin hennar
og Hreiðars voru henni allt og
stoltið leyndi sér ekki. Svava og
Hreiðar áttu fallegt samband og
ég man hversu stolt Svava var
þegar hún sagði okkur frá trúlof-
uninni. Við ískruðum af spenningi
og grandskoðuðum hringinn enda
hafði hún beðið með eftirvæntingu
eftir að setja hring á fingur sér.
Það fór ekki á milli mála að þarna
Svava Bjarkadóttir
✝
Svava Bjarka-
dóttir fæddist
14. ágúst 1991. Hún
lést 4. október
2022. Útför fór
fram 20. október
2022.
væri um alvöruást að
ræða.
Umræðuefni eins
og fjölskyldan, brúð-
kaup, barneignir,
ferðalög, fasteignir,
Love Island, Kar-
dashian-fjölskyldan
og konungsfjöl-
skylda Bretlands
dúkkuðu iðulega upp
í saumó ásamt góðu
slúðri. Án Svövu
okkar verða saumó aldrei eins en
við munum halda minningu henn-
ar lifandi um ókomna tíð enda
kemur hún alltaf til með að vera
hluti af okkur.
Ég minnist þess þegar ég gaf
yngri drengnum mínum Theódór
Helga nafnið sitt og ég spurði
Svövu: „Hvað finnst þér um nöfn-
in?“ Þá kom glott á mína og heið-
arleiki hennar skein svo skýrt í
svarinu: „Mér finnst Helgi mjög
fallegt … en þú veist hvað mér
finnst um þessa Th-samsetningu,
Laufey mín.“ Ég mun sakna þess
að fá þessi heiðarlegu en settlegu
svör sem gerðu vináttuna algjör-
lega ekta.
Svava mín, ég er fyrst og
fremst þakklát fyrir þann tíma
sem ég fékk með þér og allar þær
minningar sem sköpuðust sem ég
geymi í hjarta mínu. Það er sárt að
hugsa til þess að við gátum ekki
farið saman í þrítugsafmælisferð-
ina okkar en við stelpurnar mun-
um gera það eins og þú hefðir vilj-
að og þráðir svo heitt. Það er
þyngra en tárum taki að þurfa að
kveðja þig en þú munt alltaf eiga
stað í hjarta mínu.
Elsku Hreiðar, Klara Lind, Al-
dís Eva, Hektor Orri og fjöl-
skylda, missir ykkar er mikill og
sendi ég mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Hugur minn er hjá
ykkur á þessum sáru og erfiðu
tímum.
Þín vinkona,
Laufey Rún I.
Að láta gott af sér leiða, skipta
sér af, gefa þeim rödd sem þess
þurfa, valdefla og virkja eru leið-
arstef í tómstunda- og félagsmála-
fræðunum. Við sem vinnum við að
mennta fólk á þessu mikilvæga
sviði búum við þau forréttindi að
kynnast, bæði í leik og starfi, ung-
um og efnilegum einstaklingum á
þessu sviði. Ungt fólk sem hefur
þann einlæga ásetning að ganga
til góðs. Fólk sem mótast, verður
sérfræðingar og fagfólk, fer út í
lífið, tekst á við áskoranir í faginu
og setur mark á umhverfi sitt.
Vinkona okkar og kollegi Svava
Bjarkardóttir var einn þessara
einstaklinga og á þessari vegferð.
Svava var hluti af öflugum út-
skriftarhópi árið 2015. Lokaverk-
efni hennar, „Hvernig geta skipu-
lagðar tómstundir stutt við
skilnaðarbörn“, er metnaðarfullt
og vandað innlegg í mikilvæga
umræðu. Gott framlag til fræð-
anna. Svava gekk svo sannarlega
til góðs þó svo að vegferðin hafi
verið óbærilega stutt. Fyrir kynn-
in og samferðina erum við þakk-
lát. Sorgin er nístandi og það er al-
gerlega óskiljanlegt hve þetta
spilverk tilverunnar getur verið
ósanngjarnt. Hugur okkar er hjá
börnum, unnusta, ættingjum og
vinum Svövu, sorg þeirra er mikil.
Þeim vottum við okkar dýpstu
samúð og biðjum alla góða vætti
að vernda og vaka yfir á þessum
erfiðu tímum. Minning um góða
manneskju lifir.
Árni, Eygló,
Jakob og Vanda.
Hvernig á maður að sætta sig
við að setjast niður og skrifa minn-
ingargrein um vinkonu sína aðeins
31 árs gamla? Síðustu dagar hafa
einkennst af mikilli sorg og sökn-
uði en líka af þakklæti og minn-
ingum. Það er svo margt sem við
brölluðum saman þessi 17 ár sem
við höfum verið vinkonur.
Leiðir okkur lágu saman í
Digranesskóla í 9. bekk, ég ný-
komin í skólann þegar þú komst
líka. Við urðum strax góðar vin-
konur og höfum haldið sambandi
síðan. Við vorum búnar að þekkj-
ast í nokkra mánuði þegar þú
komst með mér og mömmu til
Costa del Sol, sú ferð er mér afar
dýrmæt. Útskriftarferðin til
Tyrklands er ógleymanleg ásamt
vinkonuferðinni til Edinborgar.
Svava var einstök manneskja.
Frábær vinkona, alltaf tilbúin að
hjálpa fólkinu í kringum sig, góð-
hjörtuð, skemmtileg og falleg.
Svava var alltaf ótrúlega dugleg
og ákveðin og auðvitað var hún sú
fyrsta í okkar hópi til að kaupa sér
bíl, þótt hún hafi fengið bílpróf
með þeim síðustu af okkur. Það er
ógleymanlegt þegar hún sendi
mér sms þegar hún keypti bílinn,
ég þá erlendis: „Ég keypti bíl í
dag, graan lancer.“ Ég var himin-
lifandi og sagði mömmu að Svava
hefði keypt sér gran lancer-bíl,
við vorum lengi að átta okkur á
hvaða tegund þetta var og ég
spurði Svövu, sem hristi hausinn
yfir vinkonu sinni og að þetta væri
„gráan Lancer“, þá hafði hún ekki
sett kommu í sms-ið og ég mis-
skildi þetta! Við hlógum að þessu
endalaust og gerðum grín að
þessu í mörg ár.
Allar minningarnar okkar eiga
svo stóran sess í hjarta mínu, sem
er mölbrotið. Ég verð ævinlega
þakklát fyrir saumaklúbbinn sem
við héldum einu sinni í mánuði,
þeir verða tómlegir án þín. Ég
mun lifa á þessum minningum um
ókomin ár og vona að þær púsli
hjartanu mínu saman hægt og ró-
lega, þótt það verði aldrei heilt
aftur.
Ég fór alltaf til Svövu til þess
að fá álit, því Svava var hreinskil-
in og sagði nákvæmlega það sem
henni fannst. Þetta er dýrmætur
eiginleiki í vinkonu. Hver á núna
að segja mér að fötin sem ég sé í
séu alltof litrík? Eða hrista haus-
inn yfir því að halda upp á öll til-
efni sem gefst og „bjóða öllu
þessu fólki“?
Elsku besta Svava mín, ég
sakna þín svo sárt. Ég syrgi allar
minningarnar sem við áttum eftir
að eiga, ég syrgi fyrir Hreiðar
Geir að fá ekki að verða samferða
þér lengur, ég syrgi fyrir börnin
þín sem alast upp án bestu
mömmu í heimi, því það var það
sem einkenndi þig svo sterkt, að
vera mamma. Ég syrgi fyrir okk-
ur öll að fá ekki meiri tíma með
þér.
Elsku Hreiðar Geir, Klara
Lind, Aldís Eva, Hektor Orri, fjöl-
skylda og vinir Svövu. Mínar inni-
legustu samúðarkveðjur til ykkar
allra. Höldum fast í minningarnar
um yndislegu Svövu okkar.
Minning þín stendur eftir hér,
er vindur hvín, finnst ég heyra í þér.
Það er sárt að kveðja elsku hjartans
vina mín,
en með þungum harm ég kveð þig um
sinn.
(Sverrir Bergmann)
Ég elska þig, alltaf.
Þín vinkona,
Tanja Rut
Hermansen.
Það er með miklum trega sem
við kveðjum Svövu Bjarkadóttur.
Það voru þungar fréttir sem okk-
ur bárust þriðjudaginn 4. október
um að Svava okkar væri látin.
Svava hóf störf hjá okkur í Hofs-
staðaskóla haustið 2015, þá nýút-
skrifuð úr félags- og tómstunda-
fræðum. Hún var samviskusöm,
hæglát en ákveðin, glaðlynd og
mjög stolt móðir Klöru Lindar.
Hún féll vel inn í starfsmannahóp-
inn og var mjög umhugað um
nemendur, átti auðvelt með að
setja sig í spor þeirra. Hún hafði
ekki hátt, en hafði sterka rödd á
vinnustaðnum. Hún brann fyrir
að vinna með börnum og gerði
það vel. Með árunum varð hún
staðráðin í því að verða kennari og
hóf nám samhliða starfi til þess að
afla sér kennsluréttinda.
Hún vann lengst af sem stuðn-
ingsfulltrúi en tók að sér umsjón-
arkennslu í 1. bekk í upphafi árs
2021. Um haustið vantaði umsjón-
arkennara í 5. bekk og þá steig
Svava fram og tók það verkefni að
sér sem er lýsandi fyrir áræðnina
sem hún bjó yfir. Hún sinnti um-
sjónarkennslunni vel og er mikil
sorg í nemendahópnum. Svava
sinnti mörgum nemendum á
starfsferlinum sem hafa minnst
hennar með hlýju og þakklæti síð-
ustu daga. Ekki er sorgin minni
meðal starfsmanna skólans. Hún
átti marga góða vini í hópnum og
hefur skólahaldið einkennst af
miklum söknuði ásamt þeirri
ringulreið sem á sér stað í hugs-
unum okkar þar sem spurningin
hljómar, hvernig gat þetta gerst?
Á þessari stundu er hugur okk-
ur þó fyrst og fremst hjá börn-
unum hennar Klöru Lind, Aldísi
Evu og Hektori Orra sem og
Hreiðari Geir, sambýlismanni
hennar og barnsföður. Við vottum
fjölskyldu og vinum, okkar
dýpstu samúð á þessum erfiðu
tímum.
Þín augu mild mér brosa
á myrkri stund
og minning þín rís hægt
úr tímans djúpi
sem hönd er strýkur mjúk
um föla kinn
þín minning björt.
(Ingibjörg Haraldsdóttir)
Skólastjórnendur Hofsstaða-
skóla,
Arnheiður Ösp Hjálmars-
dóttir, Bergljót Vilhjálms-
dóttir, Hafdís Bára Krist-
mundsdóttir, Margrét Erla
Björnsdóttir og Margrét
Einarsdóttir.
Þung eru skrefin í dag þegar
við þurfum að kveðja elsku Svövu
okkar. Hver hefði trúað því að við
ættum eftir að setjast niður og
skrifa minningargrein um unga
konu sem átti allt lífið fram undan
með yndislega Hreiðari Geir sín-
um og börnunum þremur þegar
þér er kippt úr lífi þeirra eins og
hendi sé veifað.
Þegar þú komst inn í líf Hreið-
ars varstu kletturinn hans og
varst honum allt. Þið voruð svo
samrýnd og gerðuð allt saman og
nutuð þess að vera með litlu kríl-
unum ykkar. Þið voruð farin að
skipuleggja brúðkaupið ykkar
sem átti að vera í ágúst á næsta
ári og lífið blasti við ykkur.
Við kveðjum í dag elsku Svövu
sem var einstök manneskja, ljúf,
góð og yndisleg. Við þökkum fyr-
ir frábæru stundirnar sem við
áttum með þér í gegnum árin og
yljum okkur við góðar minningar.
Elsku Hreiðar Geir, Klara
Lind, Aldís Eva, Hektor Orri, for-
eldrar, tengdaforeldrar og systk-
ini, missir ykkar er mikill og
sendum við ykkur okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Megi góði
guð styrkja ykkur í þessari miklu
sorg. Hvíl í friði elsku Svava,
minning þín er ljós sem lifir.
Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur hug þinn og
þú munt sjá að þú
grætur vegna þess,
sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran)
Ólafía, Magnús,
Guðmundur, Oddný
og börn.
Elsku besta gullkonan mín! Ég
á engin orð til að lýsa síðustu dög-
um og get enn ekki komist yfir þá
staðreynd að þú sért farin frá öll-
um þeim sem sakna þín svo sárt!
Á sama tíma er ég þakklát fyrir
allar stundirnar okkar í kvenna-
styrk, í vinnunni og þær stundir
sem við náðum að skála. Allan tím-
ann sem við eyddum í að skoða
barnaföt á netinu, senda hvor ann-
arri góð tilboð og sannfæra okkur
um að kaupa falleg föt á börnin
okkar. Ég er þakklát fyrir mynd-
irnar og minningarnar sem eftir
sitja.
Þú varst ein af þeim traustustu
og bestu sem alltaf var hægt að
leita til og alltaf með bestu ráðin.
Þú dæmdir aldrei, sýndir svo mik-
inn skilning og kærleik. Þú varst
skipulagsdrottning af bestu gerð
með allt á hreinu, besta mamman,
svo mikil fyrirmynd í einu og öllu.
Nú nýlega var ég stödd í Lond-
on þar sem ég labbaði um drottn-
ingarsvæðið og fór í „high tea“.
Ég hugsaði svo sterkt til þín en ég
þekki fáa sem elska allt tengt
bresku drottningunni meira en þú
gerðir! Eins og þú sagðir orðrétt í
einu myndbandi sem við eigum
eftir eina samveruna: „Ég er
ávallt drottningin, sama hvað“.
Það eru orð að sönnu! Takk fyrir
allt, elska þig ávallt.
Þín gullkona & „workwife“,
Hafrún Lilja
Elíasdóttir.
HINSTA KVEÐJA
Elsku kæra Svava.
Ég mun alltaf elska þig
og ætla alltaf að horfa upp
til himins og hugsa til þín.
Elska þig.
Amilía Ýr
Kristínardóttir.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Sálm. 16.1-2
biblian.is
Varðveit mig, Guð,
því að hjá þér leita
ég hælis. Ég segi
við Drottin: „Þú ert
Drottinn minn, ég
á engin gæði nema
þig.”
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RAGNHEIÐUR TRYGGVADÓTTIR,
lést 17. október á hjúkrunarheimilinu
við Sléttuveg. Útför hennar fer fram frá
Kópavogskirkju mánudaginn 31. október
klukkan 15.
Tryggvi Þórðarson Helga Ingibjörg Guðmundsd.
Lina Thordardóttir Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og
samúð vegna fráfalls og útfarar okkar
elskulega eiginmanns, föður, tengdaföður,
afa, sonar, tengdasonar og bróður,
SÓFUSAR PÁLS HELGASONAR
fiskeldisfræðings,
Stórhóli 37, Húsavík.
Jónína Hermannsdóttir
Svanlaug Pálsdóttir
Helgi Sigurður Pálsson Hafrún Sigurðardóttir
Hermann Ragnar Pálsson Sólveig Svava Gísladóttir
Halldóra Hólmgrímsdóttir
Hermann Ragnarsson
barnabörn og systkini hins látna
Hjartans þakkir til hinna fjölmörgu sem
sýndu okkur vináttu, samúð og virðingu í
veikindum og við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SOFFÍU JENSDÓTTUR
hjúkrunarfræðings,
Ljárskógum 12, Reykjavík,
og heiðruðu þannig minningu hennar. Sérstakar þakkir til
starfsfólks á deildum L5 á Landakoti og A2 á Landspítala
Fossvogi fyrir einstaka umönnun, stuðning og alúð.
Jóna Freysdóttir Ásmundur Eiríksson
Ásta Sóllilja Freysdóttir Michael Johnston
Stefán Freyr Michaelsson Pálína Pálsdóttir
Anton Alexander og Hendrik Hafsteinn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns, sonar, föður, tengdaföður
og afa,
ALEX PÁLS ÓLAFSSONAR,
Skúlagötu 16,
Stykkishólmi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabbameinsdeildar
Landspítala við Hringbraut og Ljóssins.
Elín Dóra Sveinbjörnsdóttir
Ólafur Ellertsson
Ingibjörg Salvör Pálsdóttir
Jón Viðar Pálsson Thelma Rós Kristjánsdóttir
Kristján Páll Jónsson